blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 blaðið INNLENT SKEMMDARVERK Rúðubrot í Reykjavík Tilkynnt var um rúöubrot á tveimur stöðum í Reykjavík í fyrrinótt. Skorið var á hjólbarða á fjórum bifreiðum, einni í Vesturbænum og þremur í einu af úthverfunum. VERKALÝÐSMÁL Erlendum fjölgar ört Félagsmönnum VR með erlent ríkisfang hefur fjölgað um sextíu prósent á tveimur árum. Fjöldi þeirra er nú 800, eða um þrjú prósent af heildar- fjölda. Þar að auki eru um 1.200 félagsmenn af erlendu bergi brotnir, en með íslenskt ríkisfang. DÓMSMÁL Fangelsi fyrir hótanir Tæplega fertugur maður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í hót- unum við fyrrum sambýliskonu sína. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi og því sá dómari ekki ástæöu til þess að skilorðsbinda refsinguna. YFIRDRÁTTUR HEIMILA f ÁGÚSTMÁNUÐI flriö 2006 - 70,4 milljarðar —-•v jt C . nSlíB r C j; S f r ’ M a w I tkg&m 't •«. • . Borga 1,5 milljarði meira til bankanna ■ Borga 16 milljarða í vexti á ár ■ Heildarlán jukust um sjö milljarða „C1— Microsoft í ? Microsoft q qQutlook LnPPowerPoint Microsoft Word Microsoft Access <Ú Microsoft Excel Microsoft Adobc’Photoshop FrontPage Lotus. notes ,vu Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Yaxtagreiðslur heimilanna vegna yf- irdráttarlána hafa aukist um einn og hálfan milljarð á ári vegna hækkunar stýrivaxta. Frá maí hafa meðalvextir á yfirdráttarlánum aukist um rúm tvö prósentustig og eru nú um 23 prósent. Alls skulduðu heimilin um 70 milljarða í yfirdráttarlán i síð- asta mánuði og hafa þau aukist um tæpa sjö millj- arða milli ára. ©STA Skuldaaukning „Hrein eignastaða heimilanna hefur aldrei verið betri en í upphafi þessa árs og almenn vanskil hjá bönk- unum eru í sögu- legu lágmarki,“ segir Ingólfur Bender, forstöðu- maður Greiningar Glitnis banka. Hann segir að þrátt fy rir tölu- verða vaxtahækkun á síðustu mánuðum ættu heimilin ekki að vera í vandræðum með að ráða við skuldirnar. „Heimilin eru alveg að standa sig í þvi að greiða af þeim lánum sem þau hafa tekið.“ Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Islands námu yfirdráttarskuldir heimilanna í síðastliðnum ágústmán- uði rúmum 70 milljörðum og jukust Aukin lán- taka endur- speglargott etnhagsástand Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis Mmm • • • Ostadagar um helgina í Vetrargarðinum I Smáralind r Komdu 1 sm akkaðc jpplifði i og >! L A um tæpa sjö milljarða miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma og skuldirnar auk- ast veldur hækkun stýrivaxta því að vextir yfirdráttarlána hafa hækkað um tvö prósentustig á aðeins fjórum mánuðum. I maí voru þeir um 21 pró- sent á ári en eru nú um 23 prósent. Miðað við það hafa árlegar vaxta- greiðslur íslenskra heimila aukist um 1,4 milljarða en alls eru þau að borga rúma 16 milljarða á ári í vexti vegna yfirdráttarlána. Að meðaltali skuldar því hvert mannsbarn á íslandi um 235 þús- und krónur í yfirdráttarlán og borgar um 55 þúsund krónur í vexti á ári. Þora að taka lán Ingólfur bendir á að meginmarkmið með hækkun stýri- vaxta sé að draga úr þenslu og þar með lántökum. „Þetta er dæmi um það með hvaða hætti pen- ingastjórnun ætti að virka. Hún á að virka á lántökur og eftirspurn 1 landinu. Þetta á ekki síst við yfirdráttarlán." Þá segir Ingólfur efna- hagsástandið vera það gott að menn séu tilbúnir að taka lán með háum vöxtum. „Atvinnu- leysi er í lágmarki og hvergi lægra innan OECD og atvinnuþátttaka hvergi hærri. íslensk heimili hafa það gríðarlega gott og það endurspeglast í því að menn þora að taka lán með þessum vöxtum." Magnað tilboð á Hereford — alla vikuna Glæsilegur 3ja rétta matseóill á aðeins 5.200,-/^^apan^ HEREFORD I K H U Laugavegur 53b • 101 Kcylcjavík 5 11 3350 • www.herefbrd.is 3350 Hereford nautasteikurnar eru rómaðar, þii velur stærð, steikingu og meðlæti. Magnað!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.