blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 28
3 6 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 blaðið I hnotskurn er ég mjög ástrík stelpa sem elskar aö rokka. Ég sáekist eftir ævintýrum og elska aö gera brjálaða hluti. Ég elska fólk og elska aö vera hamingjusöm." Þjóðin er ennþá að jafna sig eftir Rock Star: Supernova-æðið. Samt sem áður virðast lands- menn ekki hafa fengið nóg af Magna Ásgeirs- syni og Dilönu Robicha- ux því það seldist upp á fyrirhugaða tónleika þeirra á tuttugu mínútum. Ekki nóg með að aukatónleikar væru skipulagðir heldur þurfti að bæta enn öðrum tónleikum við þegar seld- ist upp á seinni tónleikana. Dilana var í óðaönn að pakka nið- ur fyrir fslandsferð sína þegar Blaðið náði sambandi við hana. „Eg hlakka mikið til að koma til íslands og það er frábært að miðarnir hafi selst upp svona fljótt. Ég ætla líka að reyna að skoða landið í heimsókn minni og við ætlum meðal annars upp í fjöll á snjósleða og í Bláa lónið,“ segir Dil- ana sem lærði mikið um sjálfa sig í þáttunum. „Ég lærði að ég er brjáluð tík. Ég vissi að ég væri hvöss og ég þagna ekki en ég áttaði mig ekki á að ég væri svona brjáluð. Daginn sem ég tók kast og braut glasið þá sýndu þeir ekki þegar ég braut 140 þúsund króna míkrafónkerfi með því að henda því út um svefnherbergisgluggann. Það vakti ekki mikla kátínu. Ég vildi bara að myndavélarnar hefðu látið mig í friði svo ég hefði getað grátið í ró og næði. Ef ekki hefði verið fyr- ir Magna hefði ég sennilega brotið myndavélina líka því Magni hélt mér svo fast að ég komst ekki í burtu. Svo fór hann að kvikmyndatökumönnun- um og henti þeim út úr herberginu mínu. Ég held að þeir hafi séð í aug- um Magna að honum var dauðans alvara því þeir létu okkur í friði eftir það.“ Smáskífa innan mánaðar Dilana segist þrá að komast í frí. ,Ég hef verið í íbúðinni minni í tíu daga og hef ekki ennþá tekið upp úr töskunum. Ég hef ekki haft tíma til þess. Núna er ég að henda öllu úr einni ferðatösku í aðra svo ég geti pakkað niður fyrir íslandsferðina. Þetta er brjálæði en ég hef verið mjög upptekin, bæði hef ég verið að taka upp lög, semja lög og svo hef ég verið að leita mér að umboðsmanni, lög- fræðingi, viðskiptaráðgjafa og upp- lýsingafulltrúa. Ég ætla mér samt ekki að gefa út plötu á næstunni en ég mun pottþétt gefa út mína fyrstu smáskífu innan mánaðar. Markmið- ið er að fara í tónleikaferðir, spila fyr- ir aðdáendur og gefa út eina smáskífu á mánuði þar til ég hef gefið út allar smáskífurnar. Að því loknu mun ég gefa út plötu. Ég gef út smáskífuna á Netinu og þannig sker ég milli- Myiid KimberleeMilIer muni ég átta mig á þessu. Þá mun ég sennilega annað hvort hlaupa um hlíðina eins og brjálaður api eða sitja þar grátandi og leyfa öllu stressinu að flæða burt. Það er nánast eins og þetta hafi verið stór, falleg og vond martröð.“ gönguaðilann út úr ferlinu, blessuð plötufyrirtækin sem reyna alltaf að stela peningunum okkar,“ segir Dil- ana en tilboðunum rignir yfir hana. „Magni kemur með mér til Los Ange- les þegar ég fer af landinu en hann bauðst til að taka upp lag með mér, spila á gítar og vera bakrödd. Síðan munum við Magni fara til Ottowa í Kanada að spila á tónleikum og á miðvikudaginn fékk ég tölvupóst um tónleikaferð til Indlands og Dub- ai. Við Magni verðum því kannski þar í desember og apríl þvi ég bauð honum með.“ Falleg martröð Lukas Rossi var valinn söngvari Supernova og Dilana segir Tommy Lee og félaga hafa valið þann rétta. „Ég er alls ekki vonsvikin og er svo ánægð með að vera í þeirri stöðu sem ég er í núna því ég er minn yf- irmaður. Ég get sungið það sem ég vil syngja og spilað þar sem ég vil spila. Þetta er mitt verkefni en ekki verkefni Tommy Lee. Ég er því mjög ánægð. En vitanlega komu stundir þar sem ég hélt að ég myndi vinna þetta og svo voru stundir sem ég hélt að ég yrði rekin út í þriðju vikunni. Almennt bjóst ég við að ég kæmist frekar langt,“ segir Dilana og bætir við að þegar hún lítur til baka á þessu reynslu sé hún mjög fjarstæðukennd. „Ég held ég sé ekki ennþá búin að átta mig á þessu. Enda hef ég verið á hlaupum síðan þættinum lauk. Ég held að þegar ég komi til íslands, sitji á fjallstindi og horfi yfir dalinn þá Viltu læra allt um iSflur? * , Hjá Naglafegurð eru námskeið áð)hefjast í alþjóö- lega naglaskólanum “lcélandic éeaut/', Kennt er á Ez-flow akrýl jogjBflMfyrsta og háþróaðasta ameríska naglagfejlð/3®**1®* Námmtrryigirgóður vörupakkrsem iqfiirffeldur allt sem til þarf i Alþjóðlegt diplómá^S^^loknu sem er tekii í 65 löndum. **l^HP*i Naglaskoli Stórholti 1 • Sími 561-9810 www.naglafegurd.is Vill búa á islandi í síðasta þætti Rock Star: Superno- va lofaði Gilby Clarke að hann myndi hjálpa Dilönu að útsetja plötu. Dil- ana segist samt sem áður ekki vilja að Gilby Clarke útsetji öll hennar lög. „Ég tók upp Ring of Fire með honum því aðdáendur mínir höfðu grátbeð- ið mig að taka lagið upp. En ég vil ekki að hann geri öll lögin mín því ég vil vinna með alls kyns fólki. Ég hitti nýlega framleiðanda hljómsveit- arinnar Three Days Grace og við ætl- um að vinna eitthvað saman. Auk þess er ég að vinna með þremur ólík- um mönnum frá Seattle og svo ætlar trommuleikarinn í No Doubt að vera á plötunni minni. Ég vil ekki verpa öllum mínum eggjum í eina körfu. Boð Gilby Clarke var mjög vinsam- legt og mér fannst gaman að vinna með honum að þessu eina lagi en ég vil reyna annað fólk líka.“ Spenningur Dilönu fyrir ferðalag- inu til íslands er augljós og hún seg- ir að hún geti jafnvel hugsað sér að búa hérlendis í nokkra mánuði. „Ég bjó í Hollandi í fimm ár og ég held að þankagangur íslendinga og Hol- lendinga sé svipaður. Ég elska það og ég veit að ég á eftir að verða ástfang- in af Islandi og sérstaklega fólkinu. Hver veit nema ég flytji til íslands á næsta ári. Ég á fullt af bókum um ís- land sem Magni gaf mér. Mér finnst landið mjög fallegt og ég finn á mér að fólkið er frábært. Það getur því vel verið að ég flytji einhvern tímann til Islands í nokkra mánuði.“ Ástríkur rokkari Aðdáendur Rock Star: Supernova sáu glögglega að Dilana átti erfitt með sig í nokkrum þáttum og Dilana viðurkennir hiklaust að það hefi ver- ið erfitt tímabil. „Það var erfiðast og þættirnir voru klipptir þannig til að ég virtist vera mjög vond manneskja. Um 90 prósent af raunveruleikanum voru klippt og hvað mig varðaði var mikið klippt til. Það þarf að skapa drama og eitthvað áhugavert í hverj- um þætti, eitthvað sem áhorfendur geta horft á í hverri viku. Allt fór svo vel fram og þátturinn gekk vel svo þeir urðu að gera eitthvað til að gera þættina meira spennandi. Þeir völdu mig því ég var besta fórnarlambið og það tókst. I mér búa mismunandi hliðar og það hefur heimurinn séð. En hann hefur ekki séð allar mínar hliðar ennþá. I hnotskurn er ég mjög ástrík stelpa sem elskar að rokka. Auðvitað fer það eftir dögum, hvern- ig ég vaknaði og hvernig skapi ég er í. Stundum er ég full orku og er eins og brjáluð orkukanína. Næsta dag er ég mjög mild, andleg og vil vera í min- um eigin heimi. Almennt séð sækist ég eftir ævintýrum og elska að gera brjálaða hluti. Ég elska fólk og elska að vera hamingjusöm.“ „Að passa mig á myndavélum," svarar Dilana hlæjandi þegar hún er spurð hvað hún lærði af veru sinni í þáttunum. „Ég ber nýja og meiri virðingu fyrir Björk því mig hefur langað til að brjóta myndavél í sund- ur. Ég held að það sem ég græddi á þáttunum sé fyrst og fremst vinátta mín við Magna. Hún er ómetanleg og eilíf. Ég myndi gera allt fyrir þann mann því hann kom mér bók- staflega í gegnum þessa reynslu. Ef ekki hefði verið fyrir hann hefði ég verið send heim vegna þess að ég hefði ekki þolað álagið. Annað sem ég lærði af þessari reynslu var að hugsa aðeins áður en ég svara spurn- ingum og áður en ég tala. Það var mjög dýrmæt lexía. En það er ein- ungis vegna þess að þetta bévítans fólk í þessu landi er svo íhaldssamt. Ef þetta væri annars staðar í heim- inum og ég segði það sem ég sagði þá hefði fólk fattað það og hlegið. En hér er fólk svo íhaldssamt og fullt af þvælu; það tekur öllu svo persónulega. Guð minn góður, hve- nær varð rokk svona fullt af rugli og viðkvæmt málefni?" segir Dilana að lokum og kveður með uppáhalds íslensku orðunum sinum: „Farðu í rassgat.“ svanhvit@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.