blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 43
Sýnileg á ný
Enn hefur orðrómur um giftingu þeirra skötuhjúa Toms Cruise og Katie
Holmes komist á kreik. Þau hafa lítið látið á sér kræla siðan Cruise
var rekinn frá Paramount, en fóru út að borða á þriðjudaginn þar sem
þessi mynd náðist.
Sjónvarpið kl. 23.20
Skylmast
í Rómaveldi
blaðið FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006
jfr-'; ’• ■'___________________________________________
Skjár einn kl. 20.10
Jón Páll var
sá sterkasti
Frægasta kraftakeppni allra
tíma þar sem þrír sterkustu
menn heims, Jón Páll Sigmars-
son, Bill Kazmaier og Geoff
Capes, áttust við í einstakri
keppni. Keppni fór fram í
Huntley-kastala á Skotlandi
árið 1987. Það var sannkallað
neistaflug þegar Kazmeier og
Jón Páll mættust í fyrsta skipti
og einvígi þeirra verður lengi í
minnum haft.
Þeir sem ekki hafa séð Skylm-
ingaþrælinn fá nýtt tækifæri í
kvöld. Á banabeði sínu felur
Markús Árelíus, keisari Róm-
verja, hinum sigursæla hershöfð-
ingja Maxímusi að færa völdin
aftur í hendur þjóðarinnar og
þingsins. Kommódus, van-
ræktur og valdagráðugur sonur
keisarans, hefur aðrar hug-
myndir og ætlar að láta taka
Maxímus og fjölskyldu hans af
lífi. Myndin hlaut fimm Óskars-
verðlaun.
Hér er á ferð ansi merkilegur
Simpson-þáttur sem komist
hefur í heimspressuna.
Ástæðan er sú að þátturinn var
skrifaður af Ricky Gervais, höf-
undi og aðalleikaranum í bresku
gamanþáttunum The Office.
Gervais lét sér ekki nægja að
skrifa fyrir eftirlætisfjölskyldu
sína heldur fer hann einnig með
stórt hlutverk í þættinum.
Hómer og Marge taka þátt í
raunveruleikaþætti sem gengur
út á makaskipti. Hómer og nýju
konunni kemur vægast sagt illa
saman en nýi maður Marge, leik-
inn af Gervais, fellur fyrir henni
kylliflatur.
Owen Wilson byrjaöi brösulega í bransanum f
Hinn sjálfskipaði vandræðageml-
ingur Owen Wilson ólst upp í Texas
ásamt foreldrum og tveimur bræðr-
um. Andrew er sá elsti en Luke, sem
einnig er vel þekktur kvikmynda-
leikari, sá yngsti.
Owen var rekinn úr miðskóla þeg-
ar hann var í tíunda bekk en náði
stúdentsprófinu í öðrum og hélt
eftir það í herskóla í Nýju-Mexíkó.
Eftir þá reynslu hóf hann háskóla-
nám í Háskóla Texas í Austin. Þar
kynntist hann Wes Anderson, sem
samdi með honum handrit að kvik-
myndinni Bottle Rocket sem kom
út fyrir tíu árum. Myndin halaði
inn eina milljón dollara eða 70 millj-
ónir en kostaði fimmfalt meira í
framleiðslu. Félagarnir tveir gáfust
þó ekki upp við svo búið heldur
fluttu til Hollywood þar sem Luke,
yngri bróðir Owens, slóst í hópinn.
Fljótlega vöktu þeir bræður athygli
og Owen tók að sér hlutverk í mynd-
inni The Cable Guy með Jim Carrey
í aðalhlutverki, ógnarmyndinni
Anaconda ári síðar og stórmyndinni LjS
Meet the Parents á aldamótaárinu.
I kvöld má fylgjast með Owen í
myndinni Starsky & Hutch.
Stöð 2 kl. 20.05
Tímamót
í Simpson
Hausttilboð
Lebursófasett 3+1+1 listaverb kr. 216.500 Tilbodsverd Kr. 169.900 stgr.
Lebursófasett 3+2+1 listaverb kr. 240.300 Tilbodsverd Kr. 189.900 stgr.
Tungusófi - hægri eba vinstri tunga listaverb kr. 132.800 Tilbodsverd kr. 149.900
LIIMAIM
H Ú S G Ö G N
SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 7100 * www.Mnan.is