blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 34
3 4 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 blaðið veiði veidi@bladid.net Kynnum okkur spána Veiðimenn ættu alltaf að fylgjast vel með veðurspá áður en haldið er til veiða og fresta för ef útlitið er siæmt Mýslan bjargaði túrnum Listin að hnýta flugu Margir stangveiðimenn kjósa að nota vetrarmánuðina til fluguhnýtinga. Tími til að hnýta flugu Nú eru flestir fluguveiðimenn búnir að koma veiðistöngum sínum og búnaði fyrir í geymslu og láta sig hlakka til vors þegar þeim gefst á ný tækifæri til að leggja í þann stóra. Á meðan þeir bíða er ekki vitlaust að nota frístundirnar til fluguhnýt- inga enda má þannig byggja upp safnið, spara dálítinn aur og síðast en ekki síst fá útrás fyrir sköpunarkraftinn og list- rænar hneigðir. Námsflokkar Hafnarfjarðar bjóða upp á námskeið í listinni að hnýta góða flugu sem henta bæði byrjendum og lengra komnum. Byrjendanámskeiðið stendur frá 9. október til 6. nóvember og er kennt á mánu- dagskvöldum klukkan 19.30 til 21.30. Framhaldsnámskeið verður 13. til 27. nóvember og verður einnig á mánudögum klukkan 19.30 til 21.30. Leiðbeinandi á báðum námskeiðum er Vignir B. Árnason. Gunnar Örlygsson al- þingismaður er mikill veiðimaður og nýtir flesta góða daga yfir sumarið til þess að munda stöngina í góðum félags- skap vina og fjölskyldu. Hann á fjöl- margar skemmtilegar veiðisögur í handraðanum og féllst á að segja lesendum Blaðisins eina slíka. „í ágúst var ég við veiðar í Laxá í Leirársveit ásamt félögum mínum frá Keflavík. Vikuna áður hafði Sigurður nokk- ur Stormur spáð rigningu þá daga sem við yrðum við veiðar og við bjuggumst því við prýðilegri veiði í kjölfar vætunnar sem spáð hafði verið. í blíðskaparveðri renndum við í hlað við glæsilegt veiðihús sem stendur rétt fyrir ofan Laxfoss. Áin var lítil og viðkvæm við þess- ar aðstæður en að sama skapi voru mættir stórhuga veiðimenn frá Suð- urnesjum. Eftir að skipt hafði verið stöngunum sjö niður á jafnmörg svæði dreifðumst við félagarnir um ána næstu klukkustundirnar. Það var ekki fyrr en að kveldi sama dags að í ljós kom að vaktin hafði einung- is gefið tvo laxa á allar stangirnir.” Ævintýri við Miðfellsfljót „Ég deildi stöng með Davíð Ibsen, frænda minum. Davíð er bifvéla- virki, handlaginn nagli sem aldrei gefst upp. Við áttum Miðfellsfljótið en sá veiðistaður geymir einatt mik- ið af fiski og á þessum árstíma mik- ið af sjóbirtingi í bland við laxinn. Sem fyrr var Sigurði Stormi blótað góðlátlega, sól skein í heiði og hita- stigið um 20 gráður. Eftir að hafa reynt hefðbundnar laxaflugur án ár- angurs var sest á bakkann og spáð í spilin. Ég rifjaði upp veiðisögu þar sem ég hafði við svipaðar aðstæð- ur nokkrum árum áður reynt við laxinn með silungaflugum í Laxá í Kjós. Þá veiddi ég uppstreymis, kom iðulega beint aftan að fiski á veiðistöðum og veiddi varlega með tökuvara. Voru þá aðrir veiðimenn farnir að efast um mig, hvort ég væri með maðk á flugutíma og þar fram eftir götunum. Ásgeir Heiðar, þáverandi staðarhaldari, blés á þess- ar efasemdir veiðimanna eftir að hafa heimsótt mig á veiðistað þar sem ég var að landa 4 til 5 punda sjóbirtingi á Mýslu og tók strax í kjölfarið 5 til 6 punda lax á sömu flugu á meðan hann fylgdist með frá bakkanum.” Sagan endurtekur sig „Eftir að hafa hlýtt á mig segja þessa sögu ákvað frændi minn að þessi aðferð skyldi reynd. Ég skyldi hefja leikinn og hann fylgjast með til að byrja með og læra aðferðina. Ég setti upp Mýslu og tökuvara eft- ir að hafa hvílt staðinn nokkuð. Ég byrjaði neðst í fljótinu með því að kasta varlega á grunna vatnið nær mér. í öðru eða þriðja kasti, á stað þar sem ég átti ekki von á fiski, hvarf tökuvarinn skyndilega af yf- irborði árinnar og ég brá við um leið. Vænn sjóbirtingur hafði tekið Mýsluna og strikaði um leið yfir veiðistaðinn og stökk líklega 1 til 1,5 metra í loft upp nær hinum bakkan- um. Frændi minn varð yfir sig hrif- inn af hástökkum sjóbirtingsins en nokkrum mínútum síðar landaði ég 3 til 4 punda sjóbirtingi. Við færð- um okkar ofar og sýndum laxinum sömu flugu og áfram voru ákafar tökur og mikið fjör. Samtals veidd- um við 9 fiska á þessum veiðistað og frændi minn náði sínum fyrstu fiskum með þessari aðferð. Daginn eftir settum við í fleiri fiska á öðr- um veiðistöðum og náðum á okkar stöng í heildina 11 fiskum. Aflinn var blandaður, bæði lax og sjóbirt- ingur, 3 til 5 pund. Mýslan er frábær fluga, bæði í lax, bleikju og urriða. Gildir þá einu hvort fengist er við sjógenginn silung eða staðbundinn. Ég er ákveðinn í því að kaupa mér Mýslur fyrir næsta túr.” hilma@bladid.net tf £§§§ M2 Field, ComforTech™ - 12-ga. 3" Dreifing: Holmasloð 1. 101 Raykjavik • Simi 562-0095/898-4047 - www.v«ldihu«íd.is Aðstoð við fuglaflensurannsókn Landbúnaðarstofnun hefur farið þess á leit við skotveiðimenn að þeir aðstoði stofnunina við að útvega sýni úr gæsum og öndum vegna rannsókna á fuglaflensu. „Þetta er hluti af verkefni sem var ákveðið að fara í til að kanna hvern- ig ástandið væri. Þetta var gert í vor líka og þetta er frámhald af því,“ seg- ir Ómar Runólfsson, rannsóknamað- ur hjá Landbúnaðarstofnun. Mfsgn: Þarf ekki að skila bráð Ómar segir að borið hafi á þeim misskilningi að veiðimenn þyrftu að skila inn bráðinni en svo sé ekki. Þeir geta haft samband við Land- búnaðarstofnun og fulltrúi þeirra kemur og tekur sýni úr koki og aft- urenda sem síðan eru send til Sví- þjóðar til frekari rannsóknar. Veiðimenn hafa brugðist vel við fyrirspurn Landbúnaðarstofnun- Gæsir að vetri til Landbúnaðar- stofnun hefur farið fram á aðstoð skotveiðimanna við fuglaflensurann- sóknir. Sýni af Suðurlandi Ómar segir að þeir séu að leita að sýnum úr fuglum frá ákveðnum sýnatökusvæðum sem séu aðallega á Suðurlandi. „Við miðum þetta að- allega við veiðimenn sem eru á höf- uðborgarsvæðinu og eru kannski að fara í Borgarfjörð eða austur fyrir fjall. Það eru aðrir sem sjá um þetta á Hornafirði og fyrir norðan,“ segir hann. Að sögn Ómars hafa starfsmenn Landbúnaðarstofnunar mestan áhuga á sýnum úr gæsum og bus- löndum en einnig hafi verið tekin sýni úr öðrum tegundum svo sem mávum og lóum. Þegar farið var af stað með verkefnið var gerð áætlun um hvað þyrfti að taka mörg sýni úr hverri tegund. „Grágæsakvótinn er að fyllast en það vantar enn þá heiða- gæsir og endur,“ segir Ómar Runólfs- son að lokum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.