blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006
blaöið
VEÐRIÐ I DAG
Vindasamt
Norðaustan 10 til 18 metrarásekúndu.
Súld eða rigning á köflum en þurrt að
kaila á Vesturlandi. Hiti 5 til 15 stig, hlýj-
ast suðvestanlands.
ÁMORGUN
Strekkingsvindur
Strekkingsvindur úr norðaustri
en úrkomulítið vestanlands.
Hægara annars staðar og væta
Hiti 5 til 10 stig.
VÍÐAUMHEIM 1
Algarve 23
Amsterdam 18
Barcelona 26
Berlín 21
Chicago 8
Dublin 15
Frankfurt 23
Glasgow 14
Hamborg 22
Helsinki 12
Kaupmannahöfn 19
London 20
Madrid 24
Montreal 9
New York 15
Orlando 20
Osló 16
Palma 26
París 21
Stokkhólmur 16
Þórshöfn 11
Forvarnardagurinn:
Forsetahjón
í grunnskóla
Forvarnardagurinn var haldinn
hátíðlegur í gær í öllum grunn-
skólum landsins. Skólabörnum
voru kynnt nokkur heillaráð
sem ætlað er að forða börnum
og unglingum frá fíkniefnum.
Heillaráðin hafa verið send inn
á hvert heimili í landinu.
Dagurinn er haldinn að
frumkvæði Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta Islands, og í
gær heimsótti hann Heiðarskóla
í Keflavík og Njarðvíkurskóla
ásamt konu sinni, Dorrit Mouss-
aieff. Forsetahjónin ræddu við
nemendur og kennara í skólun-
um um gildi forvarna.
Konfúsíusismi:
Konur komast
á ættartré
í fyrsta sinn í tvö þúsund og
fimmhundruð ár hafa þeir sem
aðhyllast konfúsíusisma viður-
kennt kvenkyns afkomendur
hins mikla spekings. Ættartré
Konfúsíusar verður uppfært og
gerð verður grein fyrir þeim
niðjum hans sem tilheyra kven-
kyni. Að sögn Kongs Dehongs,
sem er kominn af spekingnum
og sér um að uppfæra ættartréð,
eru tímarnir breyttir og því mik-
ilvægt að viðurkenna jafnrétti
kynjanna. Konur eru ekki hátt
skrifaðar í hefðbundnum fræð-
um Konfúsíusar og þeim gert að
hlýða skipunum karlmanna.
Mengunarský yfir Reykjavík
Umferðin mengar hlutfallslega
meira hér en annars staðar.
Koítvisýringsmengun'frá samgöngum
ikill útliiástur frá bílum í borginni
úrbætur
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
gunnar@bladid.net
Losun koltvísýrings vegna sam-
gangna á hvern íbúa er næstmest
í Reykjavík samkvæmt mælingum
í sjö stórborgum á Norðurlöndum.
Aðeins í Málmey í Svíþjóð er meng-
unin af völdum umferðar meiri.
Reykjavík kemur hins vegar vel
út þegar litið er til koltvísýrings-
mengunar í heild sinni en losunin
er minnst þar þegar allir þættir
eru teknir með eins og kynding og
iðnaður. Formaður umhverfissviðs
segir nauðsynlegt að fá fólk til að
hvíla einkabílinn og notast í meira
mæli við reiðhjól og strætó.
Fleiri bílar með stærri vélar
í rannsókninni var losun koltví-
sýrings mæld í öllum höfuðborgum
Norðurlandanna auk sænsku borg-
anna Málmeyjar og Gautaborgar.
Sérstaða Reykjavíkur er sú að um
95% mengunarinnar má rekja til
samgangna en mengunin hefur auk-
ist mest í Gautaborg og í Reykjavík
frá árinu 1990.
I fréttatilkynningu frá umhverf-
issviði borgarinnar kemur fram
að aukninguna í Reykjavík megi
Hvetur fólk til
að taka strætó
eða nota
reiðhjólið
Gísli Marteinn
borgarfulltrúi
líklega helst rekja til þess að bíla-
flotinn hafi stækkað auk þess sem
bílar með stórar vélar hafi notið
vinsælda. Gísli Marteinn Baldurs-
son, formaður umhverfisráðs borg-
arinnar, segir að Reykjavík komi
vel út í samanburðinum. „Við
erum ekki að losa mikið af koltví-
sýringi út í andrúmsloftið,“ segir
hann. „En vondu fréttirnar eru
hinn mikli útblástur frá bílum
hér í borginni.“ Gísli segir að þessi
staðreynd einfaldi hins vegar lausn
málsins. „Við þurfum annars vegar
að kappkosta að fá borgarbúa til
að ferðast meira um á umhverfis-
vænum bílum. Hins vegar ætlum
við í nýjum meirihluta að fjölga
farþegum í strætó og hvetja fólk
til að nota reiðhjólin sem eru stór-
góður samgöngumáti eins og Kaup-
mannahafnarbúar vita.“
Engin áætlun til um úrbætur?
Greintvarfráþessumniðurstöðum
á ráðstefnu borganna sem nýlega var
haldin í Kaupmannahöfn. Þar kom
einnig fram, að allar borgirnar eru
með langtímaáætlun um það hvernig
draga megi úr losun koltvísýrings,
að Reykjavík undanskilinni.
Hjalti J. Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri hjá umhverfissviði,
segir þetta vera staðreynd. „Þetta
er eitthvað sem við eigum eftir
að búa okkur til. Hinar borgirnar
standa okkur einfaldlega framar
og ég tel að það sé komið mál til að
við förum að búa okkur til áætlun
af þessu tagi,“ segir Hjalti en bætir
því við að þetta sé ákvörðun fyrir
stjórnmálamennina.
Gísli Marteinn segir þetta ekki
allskostar rétt, langtímaáætlun sé
vissulega fyrir hendi. „Ég gerði nú
athugasemd við þessa niðurstöðu
á ráðstefnunni,“ segir Gísli. „Við
erum með áætlun um að fjölga
fólki í strætó, fjölga fólki á hjólum
og fjölga fótgangandi vegfarendum.
Þessar áætlanir hafa komið fram í
samgönguáætlun borgarinnar og
þær koma fram í málefnasamningi
nýs meirihluta. Það eru því áætlanir
ígangi.“
Tekjur ríkisins:
Meiri pening-
ur í ríkissjóö
Tekjur ríkissjóðs á fyrstu átta
mánuðum þessa árs jukust
um 27 milljarða miðað við
sama tímabil í fyrra. Þetta
kemur fram í greiðsluuppgjöri
ríkissjóðs sem fjármálaráðu-
neytið birti í gær. Alls námu
tekjur ríkisins 246 milljörðum
á fyrstu átta mánuðum ársins
og þar af voru skattar á tekjur
79 milljarðar eða um 30%. Þá
nam innheimta almennra veltu-
skatta um 117 milljörðum og
var stærsti einstaki liður þeirra
skatta vörugjöld af ökutækjum.
Farsímanotkun:
Senda færri
SMS-skeyti
Islendingar senda að jafnaði
mun færri SM§-skeyti á dag
en aðrar Norðarlandaþjóðir
samkvæmt nýjegri skýrslu
norrænna samkeppnisyfirvalda.
Aðeins Svíar senda færri skeyti.
í skýrslunni kemur fram að
Islendingar senda að meðaltali
um 1,6 SMS-skeyti á dag eða um
600 á ári. Danir eru duglegastir
við skeytasendingarnar með
um 1.600 skeyti á ári og Norð-
menn koma þar á eftir með um
þúsund. Finnar eru á svipuðu
róli og íslendingar með um 600
skeyti en Svíar eru sparsamastir
og senda rétt rúmlega 200
skeyti á ári hverju.
hvar sem er og hvenær sem er.
♦áskrifendur skuldbínda sig í 12 mánuðí
j J Mícrosoft
LoP PowerPoint
ÖMicrosoft
Excel
j *“J MlCÍOSOtt
4___1 FrontPage
Lotus. notes
v-Al—, Míciosoit
q qQutlook
Microsolt
Sftí Word
Mícrosoft
SrJ Access
\doh ‘Photoshop
2011* TOLVUNAMí TOLVUNAM.I
Einsdæmi að ferma aðeins þá sem skráðir eru í Þjóðkirkju
Stefna er að þjóna öllum
„Meginregla hefur alltaf veri að að-
stoða þá sem til Þjóðkirkjunnar
leita,“ segir Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir, starfsmaður Biskups-
stofu, vegna þeirrar stefnu Digranes-
kirkju að ferma eingöngu þá sem
eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Prestur
Fríkirkjunnar sagði þetta siðlaust af
hálfu Þjóðkirkju. Hún eigi að þjóna
öllum í umdæmi kirkjunnar. Að
sögn Steinunnar hefur Þjóðkirkjan
þjónað mörgum öðrum trúarbrot-
um og stefna Digraneskirkju sé eins-
dæmi. „Þjóðkirkjan hefur unnið
gott starf varðandi sorgarúrvinnslu
og fleira þó svo að um önnur trúar-
brot sé um að ræða,“ segir hún. Hún
segir vandsvarað hvort Biskupsstofa
hlutist til um stefnu kirkjunnar.
Þjóðkirkjan fyrir alia Að
sögn Steinunnar Arnþrúðar
Björnsdóttur er það stefna
Þjóökirkjunnar að þjóna öll-
um sem leita til hennar