blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 38
3 8 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006
blaðið
tonlist@bladid.net
„Viö erum ekki meö neina fjandans leisersýningu
eöa dreka hoppandi um sviöiö. Þaö eru alltaf
- bara við, aðdáendurnir og tónlistin.“
-5..' ; 3
Philip Anselmo um hljómsveitina sína sálugu, Pantera
Safaríkur ávöxtur
Pétur Ben er best þekktur fyrir störf sín
meö hinum mikla snillingi Mugison. Upp
á siðkastiö hefur hann unnið að eigin
tónlist og er Wine for my Weakness safa-
ríkur ávöxtur þeirrar vinnu.
Wine for my Weakness er virkilega
fagmannlega unnin í alla staði, hvort
sem litið ertil upptöku, hljóðblöndunar
eða umslags. Platan hefst á einu besta
lagi plötunnar, Look in the Fire, og
heldur uppteknum hætti út í gegn. Lög
eins og Something Radical, Where
Children Rule ásamt útvarpsslagar-
anum White Tiger eru aðeins rjóminn af
þeim Ijúffenga tónlistarbræðingi sem
platan er.
Einn af fáu göllum plötunnar er
lengdin, en tæpur klukkutími er heldur
mikið af hinu góða. I heildina er Wine
for my Weakness frábær plata og Pétur
Pétur Ben
Wine For My Weakness
Á Airwaves: Lau. Hafnarhúsið kl. 20.45
Ben er tónlistarmaður sem gaman
verður að fylgjast með í framtíðinni.
atli@bladid.net
Hvorki nýtt né spennandi
Fields er nýjasta hljómsveit söngkon-
unnar Þórunnar Antoníu, en hún leikur
á hljómborð með sveitinni ásamt því að
syngja bakraddir. Fields spilar einhvers
konar rokk-indí-raf-bræðing sem er vel
i takt við það sem er að gerast í tónlist í
dag. Jafnvel aðeins of vel í takt.
7 From the Village er alltof löng til að
vera þröngskífa en heldur of stutt til að
vera breiðskífa. Sveitin daðrar við alls
kyns rafrænar hljómborðspælingar á
plötunni en hrátt gítarrokkið er aldrei
langt undan. Það fer ekki mikið fyrir frum-
leika á plötunni og ég velti fyrir mér hvort
sveitin skipti einhverju máli - hefur hún
eitthvað fram að færa?
Nokkur góð lög, önnur slæm en flest í
meðallagi. Ekkert framúrskarandi og ekk-
ert nýtt. 7 From the Village er sæmileg
plata en varla mikið meira en það. Fields
Fields
7 From the Village
Á Airwaves: Lau. Nasa kl. 23.00
viröist þó hafa buröi til aö vera hin fínasta
rokksveit. Ég gef næstu útgáfu séns.
atli@bladid.net
Önnur plata bandarísku popp-
rokkaranna í The Killers kemur út
á mánudag. Platan ber nafnið Sam’s
Town sem er vísun í heimabæ þeirra,
glysborgina Las Vegas.
Platan fylgir eftir fyrstu plötu sveit-
arinnar, Hot Fuss, sem kom út árið
2004. Platan sló í gegn enda stútfull
af smellum, en nánast öll lög plötunn-
ar komu einhvern tíma við í útvarpi
og lög eins og Mr. Brightside, Some-
body Told Me og All These Things
Fve Done fóru ofarlega á vinsældar-
lista heimsins ásamt því að vera öll
tilnefnd til Grammy-verðlauna.
Fyrsta smáskífulag Sam’s Town,
When You Were Young, byrjaði ný-
lega að hljóma á öldum ljósvakans.
Lagið gefur nokkuð góð fyrirheit um
plötuna sem þegar hefur hlotið góða
dóma í tónlistartímaritum á borð
við Rolling Stone og NME, en hið síð-
arnefnda gerðist svo kræft að segja
sveitina eiga tilkall til titilsins „Besta
hljómsveit sem komið hefur fram á
sjónarsviðið“.
Gaman verður að heyra hvort sveit-
in standist væntingar en erfitt verður
fyrir hana að toppa Hot Fuss, sem
var ein skemmtilegasta poppsmíð
sem komið hafði fram á sjónarsviðið
í langan tíma.
Tónlistarmaðurinn Kristinn Gunnar
Blöndal, betur þekktur sem KGB,
hefur ákveðið að leggja plötu-
spilarann á hilluna en hann hefur
starfað sem plötusnúður
í hartnær 10 ár. KGB
i ætla að þeyta skífum
' í síðasta skipti sem
atvinnuplötusnúður
á skemmtistaðnum
Sirkus annað kvöld, en búast má
við húsfylli þar sem góður rómur
er gerður að lagavali hans.
Sögusagnir um að Ragnar Kjart-
ansson, Rassi Prump, væri hættur
í hljómsveitinni Trabant heyrðust
í skúmaskotum Reykjavíkur í
vikunni. Ólafur Gröndal, trommu-
leikari, sagði nýlega
skilið við sveitina til að
sinna föðurhlutverk-
inu og í kjölfarið fór
Gróa á Leiti af stað.
Samkvæmt heimildum
Blaðsins er sögurnar ekki sannar,
en sveitin ku vera í lægð þessa
dagana.
Miðasala á lceland Airwaves-há-
tíðina fer vel af stað. Um helm-
ingur miðanna sem seldir eru á
íslandi er þegar kominn í hendur
tónlistaraðdáenda landsins og
telja aðstandendur líklegt að upp-
selt verði á hátíðina í ár líkt og tvö
síðustu ár. Þá fer miðasala mjög
vel af stað erlendis og eru Banda-
ríkjamenn sérstaklega áhugsamir
um hátíðina.