blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006
blaðið
matur
matur@bladid.net
Apakaffi
Nú ættu kaffiunnendur hér á landi
að kætast því hafinn er innflutn-
ingur á hinu rómaða Monkey
Coffee. Petta er lífrænt ræktað
úrvalskaffi úr Arabicabaunum frá
Panama. Þar er það ræktað við
kjöraðstæður undir laufkrónum
hitabeltistrjáa í um 1900 metra
hæð yfir sjó. Uppskeran er sér-
valin og lítið magn brennt í einu
til þess að ná fram sem mestum
gæðum. Kaffibændur og apar
búa í fjöllunum í sátt og samlyndi
en stofn hettuapa dvelur við
búgarðinn og bændurnir hlúa
að þeim eftir því sem færi gefst.
Hettuapar eru skemmtilegar og
skynugar skepnur og á haustin
eru þeir sólgnir í kaffibaunir.
Hettuapinn hjálpar til við vöxt og
viðgang skógarins með því að
dreifa fræjum kaffitrjánna og ann-
arra plantna. Eigendur Carmen-
búgarðsins, þar sem Apakaffið
á íslandi
er ræktað, hafa hlotið ýmsar við-
urkenningar fyrir störf sín. Kaffið
sjálft hefur einnig unnið til fjölda
verðlauna, meðal annars sem eitt
sérstæðasta kaffið í heiminum.
DÝRARÍKIÐ
Grensásvegi s:5686668 - Skútuvogi 16 s:5680020 - Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is
j KJARNA
HVERS
BRANDARA
ER FÓLGIN
LÍTILSHÁTTAR
HELFÖR."
.borgarleikhus.is Simi miciasölu 568 8000 BO RG AR LE I KH ÚS IÐ
:Kr\f
Hollur og goöur
Rabarbara má finna víða í íslenskum görðum. Hann er tilvalinn
í allskyns súpur, grauta og bökur sem gott er að snæða á haust-
dögum. Ekki skemmir fyrir að hann er stútfullur af vitamínum.
Verksmiðja Pickenp-
ack í Liineburg Fyrír-
tækið framieiðir tilbúna
fiskrétti sem fara á
markað í Þýskalandi og
víöar í Evrópu.
Mynd/EinarJ
Fiskþjóðin flytur inn sjávarrétti
Fiskréttir fluttir
inn í stórum stíl
Einhvern tíma hefði mönn-
um brugðið við að heyra
að fiskur væri fluttur í
stórum stil ti 1 íslands og
þótt það jafnast á við að
flytja kaffi til Brasilíu eða vindla til
Kúbu. Staðreyndin er þó sú að inn-
flutningur á fiski, ekki síst tilbún-
um fiskréttum að utan, hefur færst
í vöxt á undanförnum árum.
Helgi Einarsson, framkvæmda-
stjóri Dreifingar, segir að fyrirtæk-
ið hafi um nokkurra ára skeið flutt
inn fiskmeti frá verksmiðju Iceland-
ic í Newport News í Bandaríkjun-
um og sá innflutningur sé stöðugt
að aukast. „í fyrra varð íoo prósent
aukning í innflutningi og þetta ár
verður hún 70 til 80 prósent," segir
Helgi.
I síðustu viku hóf fyrirtækið
einnig innflutning á tilbúnum fisk-
réttum frá fyrirtækinu Pickenpack
H&H í Þýskalandi en það er einnig
dótturfyrirtæki Icelandic Group.
Viðbrögð framar vonum
Til að byrja með eru fluttar inn
níu tegundir og mun þeim fjölga
síðar. Helgi segir að viðbrögðin við
réttunum hafi verið framar vonum.
„í sumum búðum kláraðist þetta
upp strax og þegar við hófum að
auglýsa þá var mikið hringt hing-
að inn til að spyrjast fyrir,“ segir
Helgi og bætir við
Verð og gæði Verð á fiskmeti erlend-
is frá er orðið samkeppnishæft við
innlenda framleiðslu og gæðin hafa
aukist að sögn Helga Einarssonar,
framkvæmdastjóra Dreifingar.
að fólk sé meðal annars að velta fyr-
ir sér hvernig fiskur sé í réttunum.
Meginuppistaðan í réttunum er
Alaska-ufsi og annar hvítfiskur en
annars kemur hráefnið viða að úr
heiminum.
„Það eru mjög strangar reglur í
Þýskalandi um framleiðslu á fiski.
Það er til dæmis bannað að blanda
efnum í hann þannig að þetta er
mjög hreinn fiskur sem er í þessum
afurðum,“ segir
Helgi.
Alþjóðlegt samkeppnissvæði
Með þessum innflutningi er ver-
ið að fylgja eftir framþróun markað-
arins í tilbúnum, hollum réttum að
sögn Helga.
„Við erum að reyna að koma fólki í
skilning um að við erum komin inn
á alþjóðlegt samkeppnissvæði bæði
í fiskafurðum og kjötafurðum.
98 prósent af íslenskum fiski
eru flutt til útlanda vegna þess að
það fæst hærra verð þar. Nú er það
þannig að innflutningur hjá okkur
á fiski erlendis frá mælist í allt að
100 prósenta aukningu milli ára.
Það er vegna þess að verðin úti eru
orðin samkeppnishæf við verðin
hér heima og gæðin eru orðin mun
betri,“ segir Helgi.
„Islenska viðskiptaumhverfið er
í samkeppni við markaðinn erlend-
is. Breytingin er alveg gífurleg og á
eftir að verða meiri á næstu árum,“
segir Helgi.
Pickenpack 1
hnotskurn
Pickenpack H&H sem er dótt-
urfyrirtæki lcelandic Group er
stærsta framleiðslufyrirtæki
Þýskalands á sviði frystra sjáv-
arafurða. Fyrirtækið er gamalt
og rótgróið og fagnaði á dög-
unum 100 ára afmæli sínu.
Pickenpack H&H framleiðir
, árlega 70.000 tonn af fiskaf-
* urðum, þar af 25.000 tonn
af fiskfingrum og 700 tonn
af kavíar.
Stærstur hluti framleiðslunnar
(65 prósent) fer á markað í
Þýskalandi en afgangurinn til
annarra landa í Evrópu. Pick-
enpack selur aðallega til smá-
söluaðila en framleiðir einnig
fyrir veitingahúsamarkaðinn.