blaðið - 14.10.2006, Síða 29

blaðið - 14.10.2006, Síða 29
blaðiö LAUGARDAGURINN 14. OKTÓBER 2006 Salkaforlag.is I 29 Ómissandi í helgarferðina til Köben! Undanfarin ár hefur Guðlaugur Arason rithöfundur staðið fyrir vinsælum gönguferðum fyrir fslendinga um Kaupmannahöfn og er það ekki síst að áeggjan þeirra sem hann samdi hagnýta bók sem kallast Kaupmannahöfn - ekki bara Strikið. Hann lýsir ío skemmtilegum gönguleiðum um borgina, segir frá sögulegum byggingum og minnist á þekkta einstaklinga sem tengjast þeim. Hverri gönguleið fylgir kort Sem útskýrir leiðina og inn á þau eru merktir helstu viðkomustaðir. f fyrra kom út eftir hann bókin Gamla góða Kaupmannahöfn sem hlaut gífurlegar vinsældir, en þar fer hann vítt og breitt og miðlar fróðleik og skemmtisögum. Lifsreglurnar fjórar. Viskubók Tolteka-indjánasemhefurfarið sigurför um heiminn. Bók sem enginn má missa af. Höfundur er Don Miguel Ruiz. Bína bálreiða: Myndskreytt bók fyrir 2 - 5 ára gamla krakka. Sagan segir frá dúkku sem er reið því hún veit ekki hvernig hún á að haga sér. Upplögð bók fyrir foreldra til að lesa með börnum sínum. Höfundur er Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur. Asthlldur BJ. Snorradottir Ítím bébelbs Njála lifandi komin: Jóhannes Eiríksson hefur nú endurskrifað Njálu og tengt við söguslóðirnar með glæsilegum Ijósmyndum. Saman hrífa nútímalegur texti og dramatískar Ijósmyndir lesend- ur með sér á vit hinnar margslungnu og æsispennandi örlagasögu sem snertir streng í brjósti flestra íslendinga. BÆKURSEM ERU EKKI draca ályktaník FlNNDU HUÚREKKI TIL ÞESS AÐ SPYRJA SPURNINGA 06 TIL AÐ BIÐJA UM ÞAÐ SEM ÞÚ RAUNVERULEGA VILT. HAFÐU SAMSKIPTI ÞÍN VIÐ AÐRA SKÝR SVO ÞÚ KOMIST HJÁ M1SSKILNIN6I, SÁRINDUM 06 HARMLEIK. ÞESSI EINA LÍFSRE6LA 6ETUR UMBREYTT LÍFI ÞÍNU. LÍFSRECLURNAR FJÓRAR LÍFSSPEKI TOLTEKA-INDJÁNA FRÁ ALDAÖÐLI. ÚR VÍÐFRÆ6RI BÓK EFTIR DON MI6UEL RUIZ. VÆNTANLE6 í NÓVEMBER. VÆNTANLEGAR í bókunum Holltog fljótlegt og Hollt og ódýrt er lögð áhersla á holla, fljótlega, ódýra og frumlega rétti fyrir önnum kafið fólk. Gullfallegar og handhægar bækur. Höfundur er Guðrún Jóhannsdóttir. GuArún Jihmnidéttlr Burt með draslið: Henda, gefa, geyma á góðum stað eru lausnarorð drasl- banans. Stórskemmtileg bók um hvernig örlítið skipulag getur breytt miklu og gefið okkur meiri tíma til að njóta lífsins.Höfundur er Rita Emmett.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.