blaðið - 19.10.2006, Qupperneq 14
14 I KONAN
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 blaöiö
Femin.is:
Opna nýja heimasíðu í Bretlandi
Femin.is hefur verið mjög vinsæl
síða allt frá því að hún var opnuð
þann 20. október árið 2000. Auk
þess að halda upp á sex ára afmælið
sitt í ár hafa aðstandendur síðunnar
fært út kvíarnar og opnað sambæri-
legan vef í Bretlandi, www.femin.
co.uk.
Á meðan Sýningunni stendur er frír
aðgangur fyrir pabba í fylgd með
börnum. Skautaleiga á staðnum.
Fæst einungis gegn framvísun miðans.
Nánari upplýsingar í Skautahöllinni síma
588 9705 eða í skautaholl@skautaholl.is
Appelsínugulir lófar úr sögunni
FLEKKLAU S AR HENDUR
ÞRÁTT FYRIR BRÚNKUMEÐFERÐ
Það hefur aldrci verið eins
auðvelt að fjarlxgja bletti á
lófum efár brúnkumeðferð.
Orange Palms Preventor
fjarlægir allan lit án þess að
erta húðina og skilur hana
eftir hreina, slétta og
silkimjúka.
Notaðu það með uppáhalds
brúnkukreminu þínu til að
fá fullkomna og flekklausa
sólbrúna húð.
;RANG£ PAlMS f
jjrewntor H
Útsölustaðir Hagkaup og Debcnhams
Konur Iris Gunnarsdóttir: „Við hugsuðum efnistök út frá okkur sjálfum, það er
hvað við hugsum um og gerum sem konur frá degi til dags.“
Iris Gunnarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Femin.is, segir að breska
síðan verði svipuð og sú íslenska.
„Á upphafsárum Femin keyptum
við Femin-lénið fyrir fleiri lönd og
það var því alltaf okkar markmið
að opna vefinn víðar. Hugmyndin
er hins vegar alveg sú sama og þetta
er vefur fyrir konur. Þarfir kvenna
eru svipaðar en það er þó einhver
menningarlegur munur eins og við
finnum hér í Bretlandi. Við þurfum
þá sérstaklega að styrkja okkur í efn-
istökum hvað varðar tísku og tísku-
sveiflur í Bretlandi.“
Verslunarmiðstöð á Netinu
Iris og Soffía Steingrímsdóttir
fengu upphaflega þá hugmynd að
setja á laggirnar Femin.is, vef fyrir
konur með efni, afþreyingu og
upplýsingum sem höfða til kvenna.
„Það var ekki til sambærilegur vefur
á íslandi á þeim tíma og því var fyr-
irmyndin erlend. Við hugsuðum efn-
istök út frá okkur sjálfum, hvað við
hugsum um og gerum sem konur frá
degi til dags. Ut frá því urðu flokka-
heitin til sem nú eru á Femin.is, útlit,
heilsurækt, sambönd, börn og ung-
lingar, sjálfstæðar konur, kynlíf og
gott í gogginn. Það má heldur ekki
gleyma því að i netverslun Femin.is
er mikið úrval af vörum, það má í
raun segja að þar sé að finna heila
verslunarmiðstöð, þar sem vöru-
úrval er fjölbreytt og mikið,“ segir
Iris og bætir við að það heimsæki
um 2300 gestir Femin.is daglega og
skráðir notendur á póstlistanum
eru rúmlega 16 þúsund manns.
íslenska síðan, femin.is
Varan heim tveimur dögum síðar
Samkvæmt Irisi hefur Femin.is
gengið ágætlega frá upphafi en þó
einna best síðari ár. „Það hefur verið
mikil aukning í netverslun en það
má skýra með því að fólk er farið að
nýta sér þægindin sem felast í því
að versla á Netinu í meira mæli. Það
er gott að geta verslað í rólegheitum
heima í stofu og gefst þá jafnan tími
til að hugleiða hvað skal kaupa, svo
ekki sé minnst á þægindin við að
fá vöruna senda heim að dyrum
tveimur dögum síðar. Við á Femin
erum stöðugt að leita að vörum og
þá jafnan vörum sem ekki fást ann-
ars staðar og flytjum töluvert inn af
vörum sjálfar.“
fslenskar konur eignast börn fyrr
íris segist hafa miklar væntingar
til breska netmiðilsins og telur að
sá tími sé kominn að Netið sé við-
urkennt í margvíslegum tilgangi.
„Það verður mismunandi áhersla
á efnisflokka á íslenska vefnum
og þeim breska. íslenskar konur
eignast börn fyrr og því er efni
sem tengist meðgöngu, börnum og
barnauppeldi vinsælt á Femin.is.
Barnaboxið hefur til dæmis verið
mjög vinsælt en þar geta konur
skráð sig fyrir því án endurgjalds.
Þá fá þær margvísleg sýnishorn
og upplýsingar um vörur og þjón-
ustu sem tengist því að ganga með
barn og sinna því fyrstu mánuð-
ina. Breskar konur eignast börn
Breska síðan, femin.co.uk
mun seinna en vinna þess í stað að
sínum starfsframa og vinnumark-
miðum ásamt því að fylgjast með
tísku og tískustraumum. En þegar
ákvörðun er tekin um barneignir
er ekki ólíklegt að þær komi með
tvö til þrjú börn með eins stuttu
millibili og náttúran leyfir."
World Closs í Lougum:
Styðjum vel við konur
Líkamsræktarstöðina í Laugum
þarf varla að kynna fyrir fólki en
hún þykir sú allra glæsilegasta á
landinu og hefur stöðin alla tíð frá
opnun verið flaggskip World Class.
Hafdís Jónsdóttir, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri World Class, segir
að konum sé gert hátt undir höfði
í Laugum.
Barnagæsla er eitthvað sem er
mörgum konum hugleikið varð-
andi líkamsrækt og hvað það mál-
efni varðar eru Laugar síður en svo
áflæðiskeristaddar. Þareraðfinna
200 fermetra barnaparadís þar sem
börn geta leikið sér í hinum ýmsu
íþróttum svo sem körfubolta og
fótbolta. Þar er einnig bíósalur og
leikherbergi þar sem börnin geta
dundað sér á meðan foreldrarnir
eru við æfingar.
í Laugum er einnig starfrækt
snyrti- og nuddstofa, Laugar Spa,
þar sem konum (sem og körlum)
gefst kostur á að láta dekra við sig
eftir erfiðan dag. Þar er boðið upp
á ýmiskonar dekur svo sem hand-
og fótsnyrtingar, slökunar- og
steinanudd og andlitsböð.
Hafdís segir að snyrtistofan
sé mjög vinsæl hjá konum sem
mörgum finnist gott að fá slakandi
nudd eftir átökin í líkamsræktinni.
„Karlmenn eru vissulega velkomnir
á snyrtistofuna en konur eru enn
sem komið er í miklum meirihluta."
Einnig eru hin fjölmörgu gufuböð
Lauga vinsæl en þar gefst kostur
á misheitum blautgufum og þurr-
gufum með ýmsum ilmum. Þar er
líka að finna nuddpott með jarðsjó,
sjóböð og sérstakar fótalaugar.
Margar konur kjósa að æfa fjarri
forvitnum augum karlpeningsins
og ættu þær konur að geta stundað
sína líkamsrækt í friði hjá World
Class. „Við bjóðum upp á lokuð
átaksnámskeið fyrir konur sem
er frábær leið til að koma konum
á rétta braut.“ Einnig er nýfarið af
stað 12 vikna átak sem ber heitið
Líkami fyrir lífið fyrir konur sem
hentar konum á öllum aldri sem
vilja breyta lífsstílnum til betri
vegar.
Það er ljóst að allir munu finna
eitthvað við sitt hæfi í Laugum.