blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 16
16 I KONAN
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 blaöiö
Náttúrlegar húð-
vörur úr íslensk-
um fjallajurtum
Urtasmiðjan framleiðir húð-
vörur unnar úr íslenskum
heilsujurtum, sem um aldir hafa
verið þekktar fyrir heilandi og
græðandi áhrífamátt. í vör-
urnar eru notaðar ýmsar jurtir,
svo sem fjallagrös, vallhumall,
rauðasmári og fleiri sem eru
tíndar þar sem þær vaxa villtar
og kraftmiklar í náttúrlegu og
hreinu umhverfi á norðlenskum
heiðum og fjöllum. Að sögn
Gigju Kjartansdóttir, eiganda
Urtasmiðjunnar, er auk jurtanna
einungis notað náttúrlegt og
lífrænt hráefni í framleiðsluna.
Græðismyrslið góða
Framleiðsla Urtasmiðjunnar
skiptist í tvo vöruflokka og
framleiðslan er seld undir vöru-
merkinu SÓLA. Sem dæmi um
framleiðslu Urtasmiðjunnar
má nefna Græðismyrslið góða
sem er þekkt sem áhrifaríkur
græðiáburður á sár, ör, bruna
og við margskonar húðvanda-
málum. Vöðvaolían/gigtarolían
hefur einnig reynst mörgum
kærkomin hjálp gegn vöðva-
bólgu, sinadrætti og eymslum
og verkjum í liðum. Urtasmiðjan
verður meó sýningarbás C3
á sýningunni Konan í Laugar-
dalshöll og Gígja segir að þar
verði margs konar spennandi
sýningartilboð.
Öll aðstaða
fyrsta flokks
Hreyfing flytur
Líkamsræktarstöðin Hreyfing
ætlar að stækka verulega við sig
á næsta ári en þá flytur stöðin í
glæsilegt húsnæði við Glæsibæ.
Samkvæmt Ágústu Johnson, fram-
kvæmdastjóra Hreyfingar, verður
öll aðstaða í nýja húsnæðinu fyrsta
flokks. „I dag erum við í tæpum tvö
þúsund fermetrum en við förum
upp i rúma þrjú þúsund fermetra.
Það verður því mun rýmra um
viðskiptavini og öll aðstaða verður
glæsileg," segir Ágústa og bætir við
að það séu alltaf fleiri og fleiri sem
átti sig á því að það er nauðsynlegt
að hreyfa sig reglulega. „Möguleik-
arnir eru sífellt fleiri og fjölbrey ttari
þannig að við náum til fleira fólks.“
Skemmtilegra að æfa með öðrum
Allir hafa sinn háttinn á í líkams-
rækt og Ágústa segir að svokallaðir
lokaðir hópar séu alltaf gríðarlega
vinsælir. „Fólk sækist eftir því að-
haldi og hvatningu sem fylgir því að
vera í lokuðum hópi. Við erum með
aðhaldsnámskeið þar sem stærri
hópar eru og svo minni hópa með
einkaþjálfara. Svo eru almennir
opnirhóptímar alltafvinsælir enþað
skiptir máli að finna eitthvað sem
er skemmtilegt og hæfir hverjum og
einum. Líkamsþjálfun hefur verið
tiltölulega almenn í 10-15 ár og fólk
hefur öðlast ákveðna reynslu og
kunnáttu í því hvað virkar og hvað
ekki. Til að líkamsþjálfun virki þarf
hún að vera skemmtileg og árangur
er líklegri ef æft er í hópi.“
Hópar saman í einkaþjálfun
Samkvæmt Ágústu er sífellt al-
gengara að fólk nýti sér þjónustu
einkaþjálfara og þá jafnvel nokkrir
saman. „Það er algengt að það séu
fleiri en einn í einkaþjálfun og jafn-
vel allt upp í sex manns. Þetta eru þá
ekki bara vinahópar heldur er líka
hægt að fara inn í ókunnugan hóp.
Þegar fólk er búið að ákveða að nýta
pening og tíma í líkamsþjálfun þá
borgar sig oft að borga aðeins meira
og tryggja sér árangur með því að
hafa einhvern til að halda í höndina
á þér og hjálpa þér áfram. Það eru
meiri líkur á að þú mætir og náir
þínum markmiðum þegar það er
einhver að bíða eftir þér.“ Aðspurð
hvort það séu einhverjar nýjungar í
líkamsrækt í haust segir Ágústa að
til dæmis megi nefna Pilates sem
sé ennþá ákveðin nýjung. „Svo er
aukin áhersla á æfingar í litlum
hópum með meiri fjölbreytileika
og áhöldum. Auk þess má nefna
bosubolta sem eru gríðarlega vin-
sælir og eins eru jafnvægisboltarnir
vinsælir."
Góður árangur Ágústa Johnson: „Til að likamsþjálfun
virki þarf hún að vera skemmtileg og árangur er líklegri
efæft eríhópi."
s€Y
Af tilefni 6 ára afmœlis femin.is 20. október n.k. og viðburðarins
KONAN í Laugardagshöllinni um helgina eru tilboðsdagar
í netverslun femin.is á mörgum vinsœlustu vörum verslunarinnar.
Kynntu þér skemmtilegar vörur og frábœr tilboð!
TiífrocliKjoUsi frÁ 13. - Zf. oktífór 2.006 á
20%
Keeper er mjúkur margnota gúmmíbikar
til innsetningar í leggöng meðan blœð-
ingar standa yfir og er notaður í stað
binda og/eða tíðatappa. Hann tekur allt
að 30 ml. af tíðablóði. Magn tíðablóðs
meðalkonu er 80-100 ml. á hverjum
blœðingum. Keeper er unninn úr náttúru-
legu gúmmíi og hann endist í 10 ár.
Smartfalls
ftfsláttur
r
/o
Smartballs þjálfar grindabotnsvöðvana
á árangursnkan hátt sem er mikilvœgt
fyrir konur á öllum aldri. Gerðu heimilis-
verkin aðeins skemmtilegri. Ryksugaðu og
þurrkaðu af og láttu kúlurnar vinna með
þér á meðan! Smartballs er hljóðlátur og
auðveldurí notkun,
Dli!
ofí mAoshtyyo
<<r% ttfsÍÁttvur
Silkimjúkt og örvandi sem eykur blóð-
streymi til snípsins og veitir kitlandi tilfinn-
ingu, sem veldur þvf að þú fœrð full-
nœgingu á auðveldan hátt. Kremið er
án ilmefna.
m—3
Nmr vítur fást tfkÍM á feyruv.ú