blaðið - 26.10.2006, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006
blaðið
INNLENT
STJÚRNMÁL
flrni Þór í slaginn
Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri
grænna, hefur ákveöiö að gefa kost á sér í
forvali flokksins í Reykjavíkurkjörciæmum og
Kraganum. Árni Þór skipaði annað sæti á lista
flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.
SELFOSS
Nítján sektaðir
Fimmtán ökumenn voru sektaðir í umdæmi
Selfosslögreglunnar fyrir að nota ekki bílbelti.
Enn fremur voru fjórir ökumenn sektaðir fyrir
að tala í farsíma við akstur án þess að nota
handfrjálsan búnað.
VIÐSKIPTI
FL Group fær risalán
Fjárfestingarfélagið FL Group undirritaði í gær lánssamning
upp á tæpa 22 milljarða til að fjármagna kaup félagsins
á hlut í Glitni banka. Um er að ræða sambankalán frá
Unicredit Group með milligöngu þýska bankans Bayerische
Hypo- und Vereinsbank AG.
Danmörk:
Vilja ekki
Nyhedsavisen
Tvö stór fasteignafélög sem
leigja út íbúðir í Kaupmanna-
höfn, Dam-Ejendomme og FSB,
hafa neitað að afhenda forsvars-
mönnum Nyhedsavisen lykla
til að unnt sé að dreifa blaðinu
í um fjörutíu þúsund íbúðir i
höfuðborginni. Talsmenn fyrir-
tækjanna segja að nóg sé komið
af fríblöðum en Dato og 24timer
er nú þegar dreift í íbúðirnar.
Upplag Nyhedsavisen er um
fjögur hundruð þúsund um
þessar mundir en stefnan hefur
verið sett á að dreifa sjö hundruð
þúsund blöðum á næsta ári.
Blaðinu er dreift í Kaupmanna-
höfn, Óðinsvéum ogÁrósum.
Barnaklám í Brekkubæjarskóla Upp
komst um manninn þegar samkennari hans
tók eftir því að barnaklám hafði verið prent-
að út úr tölvunni ískólanum.
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
„Þetta dvelur allt í höfðinu og tölvunni
en ég gerði börnunum aldrei neitt,“
segir kennari á sextugsaldri sem var
handtekinn í Brekkubæjarskóla fyrr
í þessum mánuði, eftir að myndir af
börnum í kynlífsathöfnum fundust í
tölvu hans. Það var samkennari sem
rak augun í myndirnar og tilkynnti
skólayfirvöldum umsvifalaust. Að
sögn mannsins játaði hann umsvifa-
laust fyrir skólastjóranum að mynd-
irnar væru hans eign. í kjölfarið
gerði lögreglan húsleit hjá honum
og fannst þá talsvert af barnaklámi
í tölvu hans. Maðurinn var handtek-
inn í skólanum sjálfum eftir að venju-
legum skólatíma lauk.
„Ég er háður barnaklámi,“ segir
kennarinn en hann er byrjaður í
sálfræðimeðferð sem miðar að því
að aðstoða hann til þess að hætta
að skoða klámið. Maðurinn kenndi
í Brekkubæjarskóla í 27 ár og hefur
verið kosinn vinsælasti kennarinn í
fjölmörg ár. Hann hafði ávallt verið
vel liðinn í skólanum og samfélaginu.
Enginn grunaði hann um græsku öll
þessi ár.
„Ég var heppinn að vera vel liðinn
og enginn af mínum nánustu hefur
snúið við mér bakinu, það er ákveð-
inn ljósgeisli," segir kennarinn en
harin heldur ekki til á Akranesi nú,
heldur dvelur í Reykjavík. Hann seg-
ist ekki vita hvað taki við.
„Ég bara trúði þessu ekki í fyrstu,"
segir móðir unglings sem maðurinn
kenndi en allir foreldrar voru kall-
aðir á fund þegar brotið komst upp
og málið útskýrt. Hún segir foreldr-
ana í sjokki en maðurinn var umsjón-
arkennari barns hennar.
Hún segir viðhorf unglinganna
sem hann kenndi og foreldra vera
þau að maðurinn sé augljóslega
sjúkur. Hún segir hann hafa komið
fyrir sjónir sem besti maður og hann
virtist fyndinn og skemmtilegur.
Hún segist ekki dæma hann harka-
lega en verknaðurinn sé ófyrirgef-
anlegur. „Ég var sjálf nemandi hjá
honum fyrir löngu,“ segir móðirin
en aðspurð segist hún ekki geta sett
hegðun hans í samhengi eftir á sem
benti til þess að hann væri fíkinn í
barnaklám. Málið hafi komið öllum
i opna skjöldu.
Móðirin vonar að maðurinn geti
unnið sig út úr þessu en bætir við að
hann eigi ekkert með það að kenna.
Hún segir viðbrögð barns síns ekki
vera harkaleg né einkennast af móð-
ursýki eins og hún orðaðiþað, heldur
er litið á kennarann sem veikan
mann.
Lögreglan á Akranesi rannsakar
málið og er enn verið að skoða tölv-
una. Að sögn Viðars Stefánssonar,
lögreglufulltrúa á Akranesi, er ekk-
ert sem bendir til þess að kennarinn
hafi beitt börn ofbeldi. Allar mynd-
irnar virðast vera af erlendum heima-
síðum og með erlendum börnum.
Hann vill ekki gefa upp umfang
myndanna.
Noregur:
Kyrkislanga
í klósettinu
Kona frá Kristianssand í
Noregi rakst á kyrkislöngu í kló-
settskálinni þegar hún ætlaði að
létta á sér heima hjá sér.
„Ég var alveg að setjast þegar
ég sá eitthvað mjög dökkt og
stórt í skálinni," segir Bente
Morch. Henni brá mikið þegar
hún komst að því að um væri að
ræða tveggja metra langa slöngu
og kallaði til lögreglu.
Talið er að slangan hafi
skriðið í gegnum klóakrörin og
þannig náð að hreiðra um sig í
klósettskálinni..
Óþekkta númerið:
Hjá fjármála-
ráði sósíalista
Þriðja númerið sem getið er
um í gögnunum um hleranir á
símum Kjartans Ólafssonar, fyrr-
verandi þingmanns og ritstjóra,
var hjá Ijármálaráði Sósíalista-
flokksins. Þetta kom í ljós er
flett var í gömlum símaskrám.
Kjartan Ólafsson þekkti tvö
af þremur símanúmerum sem
hleruð voru samkvæmt gögnum
er hann fékk. Hið þriðja þekkti
hann ekk en var sem sagt hjá
fjármálaráði Sósíalistaflokksins.
Þjóðverjar verða sýnilegri erlendis:
Herinn stokkaður
Kplheilsa
ftji MUI -h»f6u þ»ð gott
C-IOOO
Ext/a sterkt,
náttúrulegt C-vltamin
með rósaberjum, rútfni
og bióf lavónlöum
60 töflur
Sólargeislinn í skammdeginu
fS?i K9iheilsa
'*oAv°' mM.ÆB -hafóuþaö gott
Þýska ríkisstjórnin samþykkti
í gær nýja hernaðarstefnu sem
treystir í sessi þá þróun sem hefur
átt sér stað síðustu tólf ár. Á þeim
tfma hafa Þjóðverjar f auknum
mæli aukið umsvif sín í friðar-
gæslu og öðrum hernaðaraðgerðum
tengdum henni á alþjóðavettvangi.
Hernaðarstefnan byggist á að
þýski herinn komi sér upp getu til
að senda 14 þúsund hermenn til
friðargæsluverkefna erlendis og að
hann geti tekið þátt í fimm verk-
efnum samtímis.
250 þúsund manns eru nú í þýska
hernum og eru níu þúsund við frið-
argæslu víðsvegar um heim um
þessar mundir. í hernaðarstefnunni
kemur fram að landvarnir og
varnir gegn árásum á bandamenn
Þjóðverja sé áfram helsta verkefni
hersins en þátttaka hans í
friðargæslu og viðbrögðum við
neyðarástandi á alþjóðavettvangi
séu líklegustu verkefni hans í
náinni framtíð ásamt baráttunni
gegn hryðjuverkamönnum. Þessi
verkefni munu móta uppbyggingu
hersins samkvæmt stefnunni.
Þrátt fyrir að hernaðarstefnan
staðfesti ákveðna þróun er ítrekuð
áherslan á Atlantshafstengslin
og sameiginlega varnarstefnu
Evrópusambandsins.
upp
Horft fram á veginn Þýskur hermaö-
ur í Afganistan
Hvalur 9:
Þriðja bráðin
Áhöfn Hvals 9 skaut i gær-
morgun rétt vestur af Snæfells-
nesi þriðju langreyðina á rétt
rúmri viku. Hún er urn 60 fet að
lengd og mjög svipuð þeirri sem
skotin var síðastliðinn mánudag.
Reiknað er með Hvalur 9
komi með afla sinn til hafnar
fyrir hádegi í dag og haldi
síðan fljótlega aftur út á miðin.
Hreint ehf. var stofnað árið 1983 og er eitt elsta
og stærsta ræstingarfyrirtæki landsins.
Er HREINT hjá þínu fyrirtæki
Hreint
Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is