blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006
blaöiö
UTAN ÚR HEIMI
ÍSRAEL
Olmert rannsakaður vegna mútumáls
Ríkissaksóknari ísraels hefur tekið til rannsóknar ásak-
anir um að Ehud Olmert forsætisráðherra hafi verið viðr-
iðinn mútumál vegna einkavæðingar ríkisbanka þegar
hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Ariels Sharons.
Olmert hefur lýstyfir sakleysi sínu.
iMUt
Eru „tæknilega” í stríði
Eþíópíumenn eru tæknilega í stríði við Samtök
íslamskra dómstóla sem ráða lögum og lofum
í Sómalíu að sögn Meles Zenawis forsætisráð-
herra. Hann segir íslamista reyna að fá Eþíópíu í
stríð með því að lýsa ítrekað yfir heilögu stríði.
Pútín varar við harðlínustefnu
Vladímír Pútín Rússlandsforseti varar við því að alþjóðasamfélagið ein-
angri Norður-Kóreu og segir það geta orðið til að Norður-Kórea freisti
þess aö auka enn á spennuna í samskiptum sínum við umheiminn. Pú-
tín segir stjórnvöld í Pjongjang hafa ákveðið að ögra alþjóðasamfélag-
inu með kjarnorkutilraunum því ekkert hafi gengið við samningaborðið.
Neytendasamtökin í hugmyndavinnu:
Öflugri neytendur
Neytendasamtökin hafa
ákveðið að koma á fót átta
nefndum sem fjalla eiga um hin
ýmsu neytendamál og koma með
tillögur til úrbóta. Meðal þess
sem nefndirnar koma til með
að fjalla um eru úrbætur á neyt-
endalöggjöf, úttekt á kostum og
göllum Evrópusambandsins og
fjármál heimilanna.
Jóhannes Gunnarsson, for-
Markmiðið
sé að virkja
neytendur
Jóhannes
Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna
maður Neytendasamtakanna,
segir að markmiðið sé að virkja
neytendur en miðað er við að
Við búðarborðið Neytendasam-
tökin hefja vinnu um úrbætur á
neytendalöggjöf.
nefndirnar skili inn fullgerðum
tillögum fyrir stjórnarfund sam-
takanna næstkomandi febrúar.
Launavernd tryggir áframhaldandi tekjur fjölskyldunnar komi til
launamissis vegna fráfalls, sjúkdóma eöa örorku. Auk þess byggir
þú upp viöbótarlífeyrissparnað sem eykur fjárhagslegt sjálfstæöi
þitt viö starfslok. Uppfæröu launareikninginn þinn meö Launavemd.
Komdu viö i næsta útibúi, hafðu samband í síma 410 4000 eöa
faröu á landsbanki.is og fáöu nánari upplýsingar.
Landsbankinn
Banki allra landsmanna
Launavernd Landsbankans
Hjördis
Davíðsdóttir
Þykir mismunun
svínaræi og
segir þingmenn
njóta góðra launa,
öfugt við öryrkja.
Ferðastyrkir þingmanna skattfrjálsir:
Svínarí og
óréttlæti
■ Öryrkjar skattskyldir en þingmenn ekki
■ Styrkurinn fylgir ekki bensínverði
Eftir Atla Isleifsson
atlii@bladid.net
,Mér finnst þetta svínarí, því þing-
menn eru á góðum launum fyrir,“
segir Hjördís Davíðsdóttir öryrki.
,Með allar þessar sporslur og þær upp-
hæðir sem þingmenn fá borgaðar þá
er einfaldlega ekkert réttlæti í þessu.
Þingmenn hugsa lítið um fólkið í
landinu og í raun virðist sem svo að
gengið sé eins langt með launþega
og mögulega er hægt. Eins og við
sjáum nú þá sýna þingmenn sig i próf-
kjörunum og segja að laga þurfi hitt
og þetta. Þetta eru hins vegar sömu
hlutir og sagðir voru fyrir fjórum
árum og ekkert hefur breyst.“
Þingmenn Alþingis fá greiddan
mánaðarlegan ferðakostnað að
upphæð 53.760 krónur. Auk fastrar
greiðslu fyrir ferðakostnaði í kjör-
dæmi eiga þingmenn rétt á að fá
endurgreiddan ferðakostnað milli
heimilis og Alþingis á eigin bil eða
með almenningsfarartækjum. I
reglum um starfskjör alþingismanna
kemur fram að að frátöldu þingfarar-
kaupi og föstum starfskostnaði eru
allar greiðslur til þingmanna undan-
skildar tekju- og eignarskatti. Mán-
aðarlegur bensinstyrkur til öryrkja
nemur hins vegar 8.577 krónum og
er sá styrkur skattskyldur.
Guðríður Ólafsdóttir, félagsmála-
fulltrúi Öryrkjabandalagsins, segir
styrkinn bráðnauðsynlegan fyrir
þá öryrkja sem hann fá. „Það
væri mikil bót í máli væri
hann ekki skattskyldur fyrst
styrkurinn fylgir ekki bens-
ínverði..“
Guðríður segir mikla
hreyfihömlun forsendu
fyrir að fólk fái bensínstyrkina. „Það
hefur verið mikil barátta fyrir fólk
sem er gönguskert að fá þennan styrk.
Eins og staðan er nú virðast þeir sem
eru á hækjum og í hjólastólum fá
styrkinn en aðrir ekki. Styrkurinn
á fyrst og fremst að vera til þess að
létta fólki það að geta komið til vinnu,
til læknis og í þjálfun. Bíllinn er nauð-
synlegt farartæki fyrir það fólk sem
erhreyfihamlað. Þetta er mikið atriði
fyr'ir hreyfihamlaða á vinnumarkaði
að hafa góðan bíl og bensínstyrk til
að létta róðurinn því að nóg er það
samt.“ Guðríður segir nauðsynlegt að
setjast niður og ræða hvernig eigi að
haga þessum málum. „Okkur finnst
skrýtið að þessi styrkur sé skatt-
skyldur en ferðastyrkir þingmanna
ekki. Sömuleiðis hefur reynst mjög
erfitt fyrir fólk sem á erfitt með gang,
en notar hvorki staf né hjólastól, að
fá bensínstyrk. Oftast hefur
þurft að kæra málin til
úrskurðarnefndar."
Mismunun Bensínstyrkur öryrkja
hefur alltaf verið skattskyldur en
endurgreiðsla vegna ferðakostnaðar
þingmanna er undanskilin skatti, segir
Hjördís Davíðsdóttir.
HEREFORD
S T E I K H Ú S
Laugavegur 53b • 101 Reykjavík
5 11 3350 • www.bererorcl.is
Magnað tilboð á Hereford — alla vikuna
Glæsilegur 3ja rétta matseðill á aðeins 5.200,-
<n:
511 3350
Hereford nautasteikurnar eru rómaðar, þú velur stærð, steikingu og meðlæti. Magnað!