blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI AFGANISTAN Fundu níu tonn af marijúana Hermenn Atlantshafsbandalagsins og afganska lögreglan gerðu meira en níu tonn af marijúana upptæk í suðurhluta Afganistans að sögn yfir- valda í gær. Fíkniefnin fundust í vöruflutningabif- reið á þjóðveginum milli Kandahar og Kabúl. AUSTURRÍKI Hreyfing hjálpar reykingamönnum Ný austurrísk rannsókn bendir til þess að reykinga- menn sem nota nikótíntyggjó eða plástra ásamt því að stunda líkamsrækt séu mun líklegri til þess að takast að hætta til frambúðar en þeir sem reiða sig eingöngu á plástrana eða tyggjóið. Segir Clinton eiga möguleika Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, segir Hillary Clinton eiga góða möguleika á að sigra í næstu forsetakosningunum og verða fyrsti kven- forseti Bandaríkjarina. Hann varar félaga sína í Repúblikanaflokknum við að vanmeta hana. Líklegt þykir að Hillary sækist eftir tilnefningu demókrata fyrir forsetakosningarnar en sjálf segir hún ekkert. Enn dökknar útlitið fyrir repúblikana: Óháðir styðja demókrata Samkvæmt nýrri könnun dag- blaðsins Washington Post og sjón- varpsstöðvarinnar ABC njóta demó- kratar mun meiri stuðnings meðal óflokksbundinna kjósenda í Banda- ríkjunum en repúblikanar og er lík- legt að sá stuðningur verði til þess að þeir nái meirihluta á kostnað repúblikana í fulltrúadeildinni eftir þingkosningarnar í byrjun næsta mánaðar. Þrátt fyrir að efna- hagshorfur séu góðar um þessar mundir styrkir það ekki stöðu Repúblikanaflokksins. ðflokksbundnir kjósendur munu að öllum líkindum ráða mestu um niðurstöðu kosninganna þar sem kannanir sýna að þeir sem líta á sig sem demókrata eða repúblikana standa þétt að baki frambjóðendum sinna flokka. Samkvæmt könnun- inni segjast 59 prósent óflokksbund- inna kjósenda styðja frambjóðendur Demókrataflokksins á meðan 31 prósent ætlar að styðja Repúblikana- flokkinn. f könnuninni kemur fram að afstaða óflokksbundinna ræðst helst af ástandinu í frak og hve ósáttur meirihluti þeirra er með það hvert þjóðfélag þeirra er að stefna. Könnunin spáir ekki fyrir um nið- urstöður í einstökum kjördæmum en þykir benda til þess að miklar líkur séu á að demókratar bæti við sig þeim fimmtán sætum sem þeir þurfa til þess að ná meirihluta í fulltrúadeildinni. Einnig kemur fram að þeir hafi möguleika á að fá meirihluta í öldungadeildinni, þar þurfa þeir að bæta við sig sex sætum, þrátt fyrir að staða repúblik- ana hafi þótt vera sterkari þar en í fulltrúadeildinni. Tékkaðu á honum og þú verður ekki fyrir vonbrigðum Hinn heimsþekkti Budweiser Budvar er seldur til 52 landa víðs vegar um heiminn Vinsældir hans eru ekki síst að þakka þeirri staðreynd að hann er bruggaður á einum stað og eingöngu úr bestu fáanlegu hráefnum Hann er alltaf, alls staðar UPPAHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA LÉTTÖL . Raforkulög stuðla að mikilli verðhækkun: Lítið um samkeppni ■ lönaöarráöuneytiö fylgist með þróun mála B Lítil heimili tapa mestu .Vegna þess hversu fá raforkufyrir- tæki eru hér á landi með háa mark- aðshlutdeild, stuðla núgildandi raf- orkulög einungis að mikilli hækkun á raforkuverði til neytenda," segir Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, og bendir á að samtökin hafi varað við því að taka upp ný raforkulög 2003 á grundvelli Evróputilskipana. Hann segir ísland ekki sitja við sama borð og aðrar Evr- ópuþjóðir á meginlandinu sem geti keypt raforku milli landa og þannig séum við ekki hluti af rafmagnskerfi heimsálfunnar. Á þeim forsendum hefði átt að sækja um undanþágu á nýju lögunum. Tvískipt þjónusta í upphafi árs 2005 varð raforku- þjónustan tvískipt til neytenda í þeim tilgangi að auka samkeppni í sölu raforku. Annars vegar greiða notendur fastagjald fyrir dreifingu raforkunnar og hins vegar fyrir sölu og framleiðslu hennar. Fasta- gjaldið, sem greiðist óháð notkun, hefur margfaldast með ný lögunum og kemur mest niður'á minni heim- ilum. Fastagjaldshækkunin er víða á annað hundrað prósent. Gjaldskrár orkufyrirtækja hafa einnig tekið miklum breytingum eftir að lögin voru sett. Mesta hækkunin hefur orðið hjá heimilum og smærri fyrir- tækjum þar sem fjórðungshækkun í þéttbýli og helmingshækkun í dreif- býli hefur átt sér stað. Ráðuneytið fylgist með Arnar Þór Sævarsson, aðstoðar- maður iðnaðarráðherra, kannast við umræðu um hækkandi raforkuverð og segir ráðuneytið fylgjast vel með þeirri þróun sem á sér stað eftir að lögin voru sett. „Raforkusala er á frjálsum markaði og þar eru fyrir- tækin að laga sig að breyttum að- stæðum. Þarna ríkir samkeppni og vonandi mun hún skila sér frekar fyrr en seinna til neytenda,“ segir Arnar. „Á raforkumarkaði gilda sömu lögmál og á öðrum mörkuðum. f eyríki sem okkar getur tekið tíma að þróa frjálsa samkeppni og hún Orkuveita Húsavíkur 24.754 ■ Dýrast Rafveita Reyðarfjarðar 25.600 ■ Mismunur 846 'Forsendur: 180 fermetra einbýlishús í 101 Reykjavík. Tölur eru í íslenskum krónum. Notandi tapar i raun á því j að skipta um \ raforkusaia HennýHinz Hagfræöingur hjá ASi Á ( Getur tekið tíma að þróa frjálsa samkeppni Arnar Þór Sævarsson Aðstoðarmaður iðnaðarráðherra mun væntanlega skila sér þegar fyr- irtækin eru búin að fóta sig.“ Seðilgjöld hamla samkeppni Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASf, bendir á reglugerð frá 2005 sem hamli samkeppni enn frekar á raf- orkumarkaði. „Ef kaupandi ákveður að skipta um söluaðila þá þarf hann samt að halda áfram viðskiptum við dreifiveituna á sínu landsvæði. Reglu- gerðin heimilar fyrirtækjunum að senda tvo innheimtuseðla fyrir þessu og á báðum eru reiknuð seðilgjöld," segir Henný. „Þegar seðilgjöldin eru reiknuð yfir árið þá hverfur sparnað- urinn og notandinn tapar í raun á því að skipta um raforkusala.“ Enginn ávinningur Jóhannes segir raforku hafa hækkað gríðarlega mikið á síðustu árum og orkufyrirtækin bera fýrir sig lagaumhverfi nýju raforkulaganna. Þetta bitnar einna helst á heimilum og smærri fyrirtækjum. „Sáralitlu munar í gjaldskrám söluaðila raf- orku og því er ávinningur neytenda lítill af því að skipta um fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Gagnvart neytend- unum skiptir þetta engu máli enda nenna þeir ekki að hafa fyrir þessu fyrir örfáa hundraðkalla á ári.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.