blaðið - 26.10.2006, Side 15

blaðið - 26.10.2006, Side 15
blaðiö FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006 15 Ársfundur ASÍ: Vilja leggja ársfundi af Ársfundur ASÍ fer fram á Hótel Nordica í dag og á morg- un. Á meðal efnis er kosning til forseta og umræður um breytingar á reglum ASÍ þannig að ársfundir verði aflagðir en þing haldin á tveggja ára fresti. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, gefur kost á sér áfram og reiknað er með að hann hljóti örugga kosningu. Á fundinum verður einnig rætt um hnattvæðinguna og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. ASÍ mun kynna þar tillögur sínar um hvernig sé rétt að standa að mál- um til að áhrif hnattvæðingar hafi ekki þau neikvæðu áhrif sem birst hafa á íslenskum vinnumarkaði. Súdan: Leyfa meiri friðargæslu Omar Hassan al-Bashir, forseti Súdans, hefur lýst því yfir að stjórnvöld myndu hleypa fleiri friðargæsluliðum til landsins sem hefðu aukið umboð til þess að gæta ástandsins í Darfúr-hér- aði að því gefnu að þeir lytu stjórn Afríkubandalagsins. Bashir er andvígur því að friðargæslan í héraðinu lúti stjórn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) en segir að stjórnvöld geti sætt sig við að annaðhvort SÞ eða Evrópusambandið styðji við bakið á friðargæsluliðum á vegum Afríkubandalagsins. BAFTA-verðlaunin: Latibær tilnefndur Sjónvarpsþættimir um Latabæ hafa verið tilnefndir til bresku sjónvarps- og kvik- myndaverðlaunanna (BAFTA) í flokki erlends barnaefnis. Magnús Scheving, einn framleiðenda þáttanna, segir alla sem tengjast þáttunum vera í skýjunum og að þau séu gríðarlega stolt af því að vera í hópi tilnefndra. „Þættirnir um Latabæ voru tilnefndir til Emmy-verðlaunanna síðastliðið vor og svo núna BAFTA, aðeins rúmu ári effir að sýningar á þátt- unum hófust í Bretlandi. Það er einstakt. Það er greinilegt að íslenskir og erlendir kvikmynda- gerðarmenn, sem komið hafa að gerð þáttanna, kunna sitt fag.“ Torkennilegir kassar vöktu ótta ferðamanns: Sprengjuleit við Hallgrímskirkju „Það greip ekki um sig nein hræðsla hér en svona þarf að fara í vissan farveg,“ segir Karl Kristen- sen, kirkjuvörður í Hallgrímskirkju. Lögreglan í Reykavík lokaði hluta af planinu gegnt Hallgrímskirkju um hádegisleytið í gær eftir að til- kynning barst um tvo torkennilega kassa á svæðinu. Var annar þeirra við styttuna af Leifi Eiríkssyni og hinn við bekk á planinu og voru þeir báðir spreyjaðir svartir og límdir aftur. Kalla þurfti út sprengjusveit Landhelgisgæslunnar þar sem ótt- ast var að þeir innihéldu sprengjur. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þeir voru báðir tómir. Að sögn Karls var það útlendur ferðamaður sem gerði kirkju- vörðum grein fyrir kössunum og var í kjölfarið ákveðið að láta lög- regluna vita. „Lögreglan kom fljótt á vettvang og hefur eflaust haft gott af því að æfa sig.“ Karl segir aðgerðir lögreglu hafa gengið hratt fyrir sig og fljótlega fyrir klukkan eitt var búið að opna svæðið aftur. „Útlendingar taka þetta eflaust mun alvarlegar en við. Ég hefði eflaust bara fleygt þessum kössum án þess að hugsa nánar út í það. Það er spurning hvort við Is- lendingar verðum ekki að fara að gá að okkur betur.“ Lögreglan lokaði hluta af planinu gegnt Hallgrímskirkju Kalla þurfti á sprengjusveit Landhelgisgæslunnar til að rannsaka kassana Þarft þú að láta prenta? Kynningargögn Bréfsefni Erum líka með fjölbreyttar kynningar- lausnir

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.