blaðið - 26.10.2006, Side 18
blaðið
blaðid
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árogdagurehf.
SigurðurG.Guðjónsson
Sigurjón M. Egilsson
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Janus Sigurjónsson
Vandmeðfarið vald
Samfélagið færir sumum þegnum sínum mikið vald. Ráðherrar hafa
vald, stundum Alþingi, dómstólar og svo lögreglur ýmiskonar. Sama er að
segja um ákærendur. Sumt af þessu valdi er öflugt og það er mikils virði
að þeir sem er treyst fyrir því fari varlega með það. 111 eða röng meðferð
á valdi er ofbeldi gegn þeim sem henni sæta. Þess vegna er brýnt að þeir
einir fái vald sem geta beitt því af varúð og réttlæti.
Athugasemdir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, vegna er-
indis ríkislögreglustjóra til lögreglunnar í Lúxemborg er eftirtektarverðar.
Hafi Jón Ásgeir rétt fyrir sér er komin upp alvarleg staða. Þá skiptir engu
hvaða skoðun hvert og eitt okkar hefur á Jóni Ásgeiri, Baugsmálinu, rík-
islögreglsutjóra, dómurum eða hverju sem er. Það er ekki heppilegt að í
krafti valds sé leitað til lögreglu í öðrum löndum og beðið um aðstoð á
fölskum forsendum. Við það má ekki una. Þess vegna er ómögulegt að
þeir sem framkvæmdu komist upp með það. Þá hafa þeir misbeitt valdi
sem við hin treystum þeim til að fara með og þá er aðeins eitt í stöðunni,
það er að afturkalla valdið. Fela einhverjum öðrum það. Reyndar er Baugs-
málið allt að þróast á þann veg að svipta ætti þá öllu valdi sem mest beittu
því í málinu.
Lögreglu er falið mikið vald, meðal annars til að fylgjast með okkur
hinum, og ráðherrar virðast hafa getað fengið heimildir dómstóla til hler-
unar þó rök þeirra fyrir njósnunum hafi verið engin eða verulega veik.
Þessum er falið mikið vald og vandmeðfarið. Það er alvarlegt að njósna
um annað fólk og þess þá heldur þegar handhafar valdsins eru ráðherrar
og lögregla. Venjulegir borgarar mega sín lítils gegn slíku afli. Þess vegna
verða kröfurnar á þá sem fara með valdið að vera sérlega miklar og allt
sem miður fer í beitingu valdsins verður að teljast til alvarlegra brota og
leiða til afturköllunar valdsins.
Ríkissaksóknari hefur heimildir til að hefja rannsóknir á málum að
eigin frumkvæði. Það hefur hann gert með meint hlerunarmál Jóns Bald-
vins Hannibalssonar. Kannski má ríkissaksóknari láta frekar til sín taka.
Hann gæti til að mynda látið rannsaka upphaf Baugsmálsins, grun og
fullyrðingar um ólögmætar hleranir og njósnir lögreglunnar og eflaust
fleira og þá hvort rétt sé að lögregla haldi skrár yfir félagsmenn einstakra
samtaka og félaga, sem stenst varla lög um persónuvernd, sé rétt að slíkar
skrár séu til og þær notaðar í leyniherbergjum í lögreglustöðinni.
Hafi Jón Ásgeir rétt fyrir sér og hafi lögreglan borið á hann allt aðrar
og meiri sakir en efni stóðu til, til þess að afla gagna erlendis, er ljóst að
lögreglan hefur gengið of langt í meðferð valdsins sem við höfum falið
henni. Samfélagið getur aldrei sæst á að þeir sem er falið vald beiti því
að eigin geðþótta og hirði ekkert um þá sem fyrir verða. Stangist gerðir
lögreglu ekki á við lög, réttlætir það samt ekki aðgerðirnar. Valdið er
vandmeðfarið.
Sigurjón M. Egilsson
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
- Nœring og hollusta -
TÍU-ELLEFU • HAGKAUP • SKELJUNGSBÚÐIRNAR
18 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006
VL'rr/H>
CÆTr /
.TFtúSt Sí
líVfíRÍ OG KUTJMÆrW otRiiIj^Ga •
m UÆSA ATVrWWuVtG £em GÆrl JAFNVB-
EVW ðBF-DB/E/eARl EN FeBBfiHÖUUST/JN
Prófkj örsþankar
í upphafi kosningavetrar
Þó það verði ekki kosið til Al-
þingis fyrr en næsta vor fer ekki
hjá því að línurnar séu lagðar
þessa dagana, þegar flokkarnir
myndast við að stilla upp á lista
sína með ýmsum hætti. Sú lýðræð-
isveisla stendur sjálfsagt hæst hér
í Reykjavík, þar sem framboðið
er mest og atgangurinn harð-
astur. Sjálfstæðismenn ganga að
kjörborðinu um næstu helgi og
Samfylkingarmenn hefja sínar
kosningar helgina þar á eftir.
Erindi
Fyrir Samfylkingarmenn felst
vandinn fyrst og fremst í því að
framboðið er mikið en eftirspurnin
lítil. Fyrir utan fremur slælegt fylgi
flokksins eru þrjú efstu sætin frá-
tekin og afar líklegt má telja að fjöldi
nýrra frambjóðenda auki sigurlíkur
sitjandi þingmanna. Svo má spyrja
hvort það sé líklegra til afreka næsta
vor en síðast.
Sjálfstæðismenn þurfa vitaskuld
að stilla upp sínu sterkasta liði, en
eftir langa samfellda stjórnarsetu
þarf fleira til en lið, sem er sterkt
á pappírnum. Eins og ég hef áður
skrifað um á þessum stað þurfa sjálf-
stæðismenn ekki síður að finna sér
erindi við kjósendur umfram það
að vera skilvirkir húsverðir í stjórn-
arráðinu. Ekki vegna þess að sá góði
starfi skipti ekki máli, þvert á móti,
en þegar stefnan felst fyrst og fremst
í að viðhalda stöðugleika fara kjós-
endur að velta fyrir sér hvort þetta
sé þá nokkur vandi og gjóa aug-
unum annað.
Nú þarf ekki að deila um árangur
þeirra ríkisstjórna, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur farið fyrir undan-
Andrés Magnússon
farin ár, en hvað svo? Sú spurning
kjósenda er ekki út í bláinn og vei
þeim flokki, sem ekki á við henni
haldbær svör. Nú er það auðvitað
ekki þannig að sjálfstæðismenn
standi ráðalausir, búnir að tæma
óskalistann og engin verkefni eftir.
Illugi Gunnarsson hefur þannig
bent á margvísleg úrlausnarefni,
sem bíði þingheims á næstu árum
og hann hefur líka sett fram hug-
myndir um lausnirnar með þeim
hætti að engum dylst að hann er
framtíðarmaður í íslenskum stjórn-
málum. Honum tókst meira að segja
að breyta umræðunni um umhverf-
ismál á nokkrum dögum, þannig að
rammasta íhald er farið að tala um
sjálft sig sem hægri grænt!
Menn eins og hann gefa góðar
vonir um að eðlileg endurnýjun
verði á þingi, þar sem dugandi
menn með snjallar hugmyndir ryðja
sér rúms.
Vandasamt val
En auðvitað eru líka dugandi
menn í þinginu fyrir og fráleitt að
láta þá víkja, aðeins af því að þeir
hafi setið þar lengur en eitt tvö þing.
En þá á líka að setja undir sömu
mælistiku, sumsé að þeir eigi sér
erindi og ætlunarverk, þeir séu full-
trúar tiltekinna sjónarmiða eða þjóð-
félagshópa. Nú eða bara þingmenn,
sem að kveður. Ég get til dæmis
alveg játað að mér er eftirsjá í Guð-
mundi Hallvarðssyni og Margréti
Frímannsdóttur, að ógleymdum
Halldóri Blöndal. En svo eru kannski
aðrir, sem ég sæi minna eftir.
Sömu krefjandi spurningar má
spyrja sig um nýja fólkið, sem hefur
gefið sig fram. Liggur því eitthvað
á hjarta? Hefur það eitthvað til mál-
anna að leggja? Eða getur hugsast að
ar sé metorðagirnd á villigötum?
flestum tilvikum er auðvelt að
kynna sér stefnumið frambjóðend-
anna á vefjum þeirra eða öðru út-
gefnu efni. En fyrst og síðast ræður
væntanlega mannþekking hvers og
eins. Því þó að það geti verið gaman
að mestu orðhákunum í stjórn-
málum, þarf líka ábyrgð og innihald
til þess að menn eigi erindi á þing.
Vöndum valið!
Höfundur er blaðamaður
Klippt & skorið
Prófkjörsframbjóðendur allra flokka
hafa verið iðnir við að koma sér á
framfæri með ýmsum hætti að undan-
förnu og ekki síst er ánægjulegt að fylgjast
með því hversu lífleg útgáfustarfsemi þeirra
á vefnum hefur verið. Þar hafa sumir sett inn
lifandi myndir og má í því samhengi nefna
þá Guðlaug Þór Þórðarson (gudlaugur-
thor.is), Helga Hjörvar (helgi.is), llluga
Gunnarsson (illugi.is) og fr ~a
Pétur H. Blöndal (petur. I
blondal.is). Skemmtilegasta f '■
nýmælið kann þó að vera fc, -r- Jj
hjá llluga, því á vef hans má ErwT®
sækja hljóðskrár í fullum gæðum þar sem
frambjóðandinn leikur rómantískar etýður
á píanó.
Mörður Ámason er skarpskyggn
maðurog á vef hans (mordur.is) má
iðulega finna beittar athugasemdir
um stjórnmál og hin fjölmörgu : jL
hugðarefni þingmannsinsönnur. fiy
I gær minnist hann á ráðstefnu #f*' *
Jafnréttisráðs í fyrradag, þar jjVpr
sem Margrét Sverrisdóttir
lagði fram„snjöllustu - og neyðarlegustu - til-
löguna um það hvernig ætti að fá fleiri konur
í pólitík: Lækkum bara launin hjá þingmönn-
unum. Þá mundu karlarnir fljótlega hverfa
og konur koma f staðinn!" Mörður segir mikið
hafa verið að þessu hlegið og klappað, enda
nýleg launakönnun ekki uppörvandi og Margrét,
pennavinkona Blaðsins, fulltrúi Frjálslynda
flokksins á ráðstefnunni, en allir þingmenn þess
flokks - fyrrverandi og núverandi - eru karlar.
Frambjóðendur Samfylkingarinnar í
Reykjavík, Kraganum og í Suðurkjördæmi
hafa undanfarna daga verið að opna
kosningaskrifstofur um víðan völl og eru farnir
að ræsa sínar misstóru kosningamaskínur. Þar
hefurvakið nokkra athygli að formaðurinn, Ingi-
björg Sólrún Grsladóttir, lætur
ekki sjá sig við opnunarathafnir
félaga sinna meðan formaður '•
þingflokksins, Össur Skarphéð- —Í
insson, hefur hvergi látið sig Á
vanta. Gárungarnir segja að engu sé líkara en að
formannskjörið í fyrra hafi aldrei farið fram, en
hinir meinfýsnari segja að formaðurinn sé upp-
tekinn við að ráðleggja vinkonu sinni Guðfinnu
S. Bjarnadóttur í prókjöri sjálfstæðismanna.
andres.magnusson@bladid.net