blaðið - 26.10.2006, Side 28

blaðið - 26.10.2006, Side 28
4 0 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006 blaðið Afmælisborn dagsms FRANCOIS MITTERAND FORSET11916 HILLARY RODHAM CLINTON ÞINGMAÐUR, 1947 NATHALIE JACKSON SÖNGKONA, 1911 kolbrun@bladid.net Prinsessa, börn og hjónaband JPv útgára hefur sent frá sér bókina Áfram prinsessa eftir Meg Cabot. Áfram prinsessa er önnur bókin á ís- lensku um Míu Thermopolis, borgarstelpu og prinsessu, en þær eru nú orðnar sjö tals- ins. Bækurnar hafa notið gífurlegra vinsælda og eftir þeim hafa verið gerðar tvær kvikmyndir sem slegið hafa ræki- lega í gegn um allan heim. Sama forlag sendir frá sér Fugl,'£-; bókina Fugl og fiskur fiskur - Ljóð og sögur handa börnum eftir Vilborgu Dag- bjartsdóttur. Vilborg kann þá list að segja börnum góðar sögur sem halda huganum föngnum. í bókinni birtast sögur og Ijóð valin úr frumsömdu efni sem kom út á árunum 1955-2005. þau Stefán Hallur Stefánsson og Dóra Jóhannsdóttir. Stefán Hallur hefur áður stigið á svið í Þjóðleikhús- inu í sýningu á Ungum mönnum á uppleið, sem var valin áhugaverð- asta áhugaleiksýningin 2001, en Dóra þreytir frumraun sína á sviði Þjóðleikhússins í þessu leikriti. Ótrúlegt en satt Stefán Hallur leikur Cosme McMoon, undirleikara Florence Foster Jenkins. „Þetta er áhugavert hlutverk,“ segir Stefán Hallur. „Við skyggnumst inn í líf söngkonunn- ar í gegnum hann og kynni hans af henni og sjáum hvernig sambandið þróast upp í það að honum fer að þykja vænt um hana sem mann- eskju og fylgir henni af heilum hug inn í Carnegie Hall. Þótt leikritið sé farsakennt þá byggir það á sönnum atburðum. Aðalpersónan Florence, sem er lyginni líkust, gerði allt það sem leikritið segir frá og steig á svið í Carnegie Hall 76 ára gömul og gerði stormandi lukku.“ „Þetta er ótrúlegt en satt,“ segir Dóra, „en leikritið sýnir vel hvað hún stóð fyrir, hvernig hún upplifði sjálfa sig og lifði lífinu, eins og allir ættu að gera, lét drauma sína rætast, þrátt fyrir mjög mikið mótlæti og enga hæfileika.“ Dóra leikur mexi- kanska ráðskonu söngkonunnar og talar spænsku þann tíma sem hún er á sviðinu. „Það er mjög sérstakt að þreyta frumraun sína á sviði Þjóðleikhússins, sem er musteri hinnar íslensku tungu, og þurfa að tala spænsku allan tímann. Það er ekki alveg eins og ég sá þetta fyrir mér þegar ég hugsaði um sjálfa mig á sviði Þjóðleikhússins. En er bara gaman,“ segir hún. Frábær reynsla Bæði segja vinnuna með Ólafíu Hrönn og Erni Árnasyni hafa ver- ið einkar skemmtilega. „Þau hafa kennt okkur mikið og það hefur ver- ið lærdómsríkt að fylgjast með þeim vinna. 1 byrjun var nokkur þrek- raun að halda í við þau á stóru sviði en nú er þetta allt að jafnast,“ segir Stefán Hallur. Dóra bætir við: „Það hefur verið eins og námskeið að fylgj- ast með þeim og læra á þetta stóra svið Þjóðleikhússins. Þetta er frábær reynsla. Það er ómetanlegt að fá að vinna með svona góðu og hæfileika- ríku fólki.“ Þau segjast hlakka til frumsýning- ar. „1 fyrrakvöld fengum við í fyrsta sinn áhorfendur, sem var frábært því það var mikið hlegið og var svo gaman. Leiklistin gengur jú út á sam- band við áhorfendur. Og þegar vel tekst til getur myndast frábært sam- band,“ segir Dóra. „I farsakenndu leikriti eins og þessu tengist maður áhorfendum á annan hátt en í dram- atískum leikritum," segir Stefán Hall- ur. „Sambandið er opnara og maður fær viðbrögðin beint í æð.“ menningarmolinn Edith Wharton og Henry James hefja bréfaskriftir Á þessum degi árið 1899 hófu rithöfundarnir Edith Wharton og Henry James að skrifast á. Penna- vinirnir hittust þó ekki augliti til auglitis fyrr en 1903. Wharton var 38 ára gömul þegar bréfaskriftirnar hófust. Hún var gríðarlega mikill aðdáandi James og hann hafði mik- il áhrif á verk hennar. Milli þeirra tókst mikil vinátta og James hvatti hana til dáða. Árið 1902 var Whar- ton fyrst kvenna til að vinna Pulitz- er-verðlaunin fyrir skáldsögu sína The Age of Innocence. Wharton var af auðugu fólki komin og ólst upp í New York. Fjölskylda hennar ætlaði henni að verða dæmigerð eiginkona og móð- ir. Hún giftist en hjónabandið var afar óhamingjusamt þótt skilnað- ur drægist til ársins 1913. í bókum sínum skrifaði Wharton iðulega um skilnaði, óhamingjusöm hjóna- bönd og einstaklinga sem voru frjálsir andar en urðu fyrir þrýst- ingi siðavands samfélags. JPV forlag hefur einnig sent frá sér bókina Hjóna- band og sam- búð - Leiðir til að efla ást, vináttu og hamingju eftir Þórhall Heimisson. Bókin byggir á hinum vinsælu hjóna- námskeiðum sem Þórhallur hefur haldið víðs vegar um landið frá árinu 1996. Meira en 7500 manns hafa sótt námskeiðin og nýtir Þór- hallur þá reynslu sem hann hefur öðlast í samskiptum sínum við pör á öllum aldri til að setja fram skýr og einföld ráð sem ættu að vera kærkomin hverjum þeim sem vill bæta sambandið við makann og öðlast þannig aukna lífshamingju. Viðbrögð beint í eikritið Stórfengleg! eftir Peter Quilter verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudags- kvöld. í leikritinu segir frá Florence Foster Jenkins sem kölluð hefur verið „versta söngkona allra tíma“. Hápunktur á ferli söngkon- unnar, sem hélt ekki lagi, voru tón- leikar hennar í Carnegie Hall fyrir fúllu húsi. Ólafía Hrönn Jónsdóttir fer með hlutverk söngkonunnar en Örn Árnason leikur unnusta hennar. 1 leikritinu stíga á svið tveir ungir leikarar, sem útskrifuðust frá Leik- listarskóla íslands síðastliðið vor, 'Vorum/cvð taka/ucpp vxýjar vörur frá/Vaníty faÁr frdbcerverð otygceðú VenÓYUAleg' pj&nuútcv Opnunartími Mán-fös 11-18, Lau 11-14 www.ynja.is Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088 Útsölustaðir: Esar Húsavík Dalakjör Búðardal

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.