blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 34
I 20% afsláttur af öllum bætiefnum Heilsu með gula miðanum i oktober. ^Apótekið ícogro ver6 N91heilsa mH -A*/ðu þ*S gotl Hólagaröi, Hverafold, Hagkaupum Skeifunni og Akureyri. A-DERMA ER SÉRSTAKLEGA ÞRÓAÐ FyRIR ÞURRA, AUMA OG VIÐKVÆMA HÚÐ A-Derma vörurnar innihalda engin Niðurstöður doktorsrannsóknar Linn Anne Bjelland Brunborg við Háskólann í Bergen sýndu að Selolía linar liðbólgur og liðverki hjá þeim sjúklingum sem haldnir eru IBD (þarmasjúkdómar sem valda bólgum), og hefur áhrif á bata á þarmabólgu. Niðurstöður rannsóknar hafa sýnt, að omega-3 fitusýrur í selolíu geta haft fyrirbyggjandi áhrif á sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúk- dóma. Prófessor Arnold Berstad í Bergen hefur framkvæmt margar rannsóknir á sjúklingum með liðvandamál sem orsakast af bólgum í þörmum. Hann lýsir rannsóknarniðurstöðum þannig: „Olían hefur ekki einungis áhrif á verki hjá sjúklingum á árangursrikan fljótt i Ijós. Við höfum séð sjúklinga ná góðum bata eftir einungis viku meöhöndlun" Gott fyrir: . Liðina . Maga- og þarma- starfsemi . Hjarta og æðar . Ónæmiskerfið Polarolían fæst í apótekum og heilsuhúsum. 4 6 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006 Kolvetni nauösynleg Það skiptir miklu fyrir langhlaupara að neyta kolvetnis- ríkrar fæðu. Kolvetni eru fyrst og fremst geymd í vöðv- unum og gefa orkuna nógu fljótt til líkamans í þeim átökum sem fylgja langhlaupi. heilsa Læknir meti heilsuna Það eral- drei ofseint að byrja að huga að Pálmi V. Jónsson . Gott sé að hitta ogfara yfir heilsufarsþætti. ■010$. Mýnd/Frikki Yngingarmeðalið sem virkar Heilbrigði ekki síðar en fimmtugt Góð heilsa er gulli betri og því er mikilvægt að fjárfesta sem fyrst í heil- brigðu líferni. Þegar aldurinn færist yfir er mik- ilvægt að viðhalda góðri heilsu þar sem hún hefur mikil áhrif á almenn lífsgæði og ánægjulegt ævikvöld. Pálmi V. Jónsson, öldrunarlæknir og sviðsstjóri lækninga á öldrunar- sviði á LSH, segir að það sé aldrei of seint að byrja að stunda heilbrigðara líferni. „Það er aldrei of seint að reyna að bæta sig hvort sem það er með þvi að hætta að reykja, bæta mataræði eða auka hreyfingu og líkamsrækt. Það er æskilegt að fólk komi sér upp heilbrigðum lífsstíl ekki siðar en um fimmtugt með tilliti til mat- aræðis og hreyfingar, en þó að það hafi dregist hjá einhverjum þá geta menn unnið sig upp svo lengi sem fólk hefur ekki orðið fyrir miklum áföllum líkamlega.“ Pálmi bætir því jafnframt við að eina yngingarmeðalið sem við þekkjum og vitum að virkar er lík- amsrækt, hófleg og eðlileg hreyfing, en það er meðal sem hjálpar til við að viðhalda bæði líkamlegri og ekki síður andlegri orku. Heilsusjóður til framtíðar „Það er mikilvægt að leggja í heilsusjóð til framtíðar alveg eins og við leggjum fyrir í lífeyrissjóð. Hreyfing og líkamsrækt hafa góð áhrif á færni okkar á ýmsum svið- um, blóðrásarkerfið, hugann og eru góð vörn gegn depurð. Þetta hefur strax áhrif á lífsgæði um leið og fólk tileinkar sér heilbrigðara líferni og stuðlar um leið að meiri líkum á að njóta góðrar heilsu um ókomin ár. Rannsóknir sýna að fólk sem stundar líkamsrækt er til að mynda ólíklegra til að fá heila- bilun. Það hefur sýnt sig að líkams- rækt hefur líka góð áhrif á andlega heilsu, hún styrkir sjálfsmyndina og fólk finnur síður fyrir kvíða og það dregur úr þunglyndi og depurð- areinkennum. Við sjáum aukningu á þunglyndi meðfram líkamlegum sjúkdómum, sem eðlilegt er. Lík- urnar á því að fá króníska líkam- lega sjúkdóma aukast eftir 65 ára aldur og samhliða líkamlegum sjúkdómum sjáum við oft andleg- ar afleiðingar í formi þunglyndis og kvíða. Það er ákveðið samhengi þar á milli.” Pálmi nefnirþrennskonarvarnar- línur í því að viðhalda góðri heilsu um ævina. í fyrsta lagi ráða ein- staklingarnir miklu um það hvern- ig þeir undirbúa sig líkamlega og andlega fyrir efri árin. 1 öðru lagi kemur heilbrigðisþjónustan inn í það að ráðleggja fólki um ýmsa áhættuþætti er viðkoma heilsufari. Og þriðja varnarlínan er að ef sjúk- dómar korna fram þá sé endurhæf- ingarþátturinn virkur. Þegar fólk er komið á miðjan ald- ur er skynsamlegt að hafa samband við lækni og láta fara yfir helstu heilsufarsþætti sem skipta máli eins og blóðþrýstinginn, blóðsykur, blóðfitu og aðra slíka hluti. Lækn- ar geta komið inn á það að greina áhættuþætti varðandi hjarta- og æðasjúkdóma. Jafnvel þó að fólk sé komið með sjúkdóma þá skiptir líkamsrækt máli og mataræði hefur einnig áhrif. Það er mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga innan heilbrigðis- stéttarinnar til þess að leggja réttu áherslurnar. Ashtanga vinyasa-jóga Jóga er góð likamsrækt sem margir stunda. Margir hafa þá hugmynd að jóga sé bara að sitja í lótusstöðu og íhuga og þannig sé jóga ekki gott til að brenna fitu eða styrkja vöðva. En það eru til ýmsar tegundir jóga og ashtanga vinyasa-jóga er ein tegund jóga sem er góð leið til að koma sér í form og fá hugarró í leiðinni. Ashtanga vinyasa-jóga er kraftmikið jóga sem byggir á seríum sem fólk lærir utan að. Sería er samansett af líkamsstöðum í ákveðinni röð sem styðja hver aðra. Á milli líkamsstaðanna eru gerðar tengiæfingar sem mynda ákveðið flæði og hita. Sérstök öndun er tengd við hverja hreyfingu og er eins og þráður í gegnum alla seríuna, þannig að hreyfingarnar eru flæðandi og taktbundnar. Þeir sem stunda Ashtanga-jóga styrkja og liðka líkamann og það hefur áhrif á einbeitingu og úthald og veitir slökun og hugarró.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.