blaðið - 31.10.2006, Side 2

blaðið - 31.10.2006, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 blaAið VEÐRIÐ I DAG Hægviðri Skýjað með köflum og stöku él norðantil, en léttir til og kólnar í nótt. Hægviðri, bjartviðri og frost 0 til 6 stig Á MORGUN Úrkoma Slydda en síðar rigning eða súld um vestanvert landið, en þurrt austantil fram eftir degi. Hiti 2 til 8 stig, en 0 til 6 stiga frost norðan- og austanlands. VlÐAUMHEIM i Algarve 23 ' Glasgow Amsterdam 13 Hamborg Barcelona 22 Helsinki Berlín 16 Kaupmannahöfn Chicago 6 London Dublin 11 Madrid Frankfurt 17 Montreal 9 New York 12 Orlando 2 Osló 12 Palma 12 París 19 Stokkhólmur 2 Þórshöfn 12 19 -1 25 15 7 5 Mannslát: Veltu bíl látins manns Lögreglan á Selfossi óskar eftir upplýsingum um menn sem virðast hafa velt bifreið látins manns við Nesjavallaveg. Maðurinn fannst látinn um 500 metrum frá bifreiðinni en hann hafði fest hana og skilið eítir á síðasta fimmtudag. Björgunar- sveitir hófu leit að honum um helgina og fundu hann látinn. Maðurinn varð úti en ekki er búið að finna þá sem veltu bifreiðinni eítir að veðrinu slotaði. Maðurinn hét Jóhann Haraldsson og var 41 árs gamall. Hann var ókvæntur og barnlaus. Nauðgunartilraun: Réöust á konu á klósetti Níu tennur voru brotnar í fyrr- verandi lögreglumanni. Hann ætlaði að koma eiginkonu sinni til bjargar þegar fjórir menn frá Póllandi og Litháen reyndu að nauðga henni inni á salerni skemmtistaðarins Viktors. Mönn- unum var sleppt eftir yfirheyrslur. Fréttastofa NFS greindi frá því að hjónin hefðu komið á staðinn klukkan rúmlega eitt aðfaranótt sunnudags. Konan fór á salerni fljótlega eftir það. Þegar manninn tók að lengja eftir henni gekk hann inn á salernið og sá mennina halda eiginkonu hans nauðugri. Maðurinn réðst inn í hópinn þar sem mennirn- ir fjórir létu ótal högg dynja á honum, bæði með hnefum og hnjám. Þeir fóru ekki fyrr en aðrir gestir komu inn á salernið. Maðurinn var meðvitundar- laus þegar sjúkraflutningsmenn komu á staðinn en rankaði við sér þegar hann var borinn út. Rukkaði alltof mikið Verk- kaupi sakar verktaka um að hafa sent reikning fyrir þrefalt hærri upphæð en samið hafi verið um i upphafi. Deilan er á leið til Hæstarétt% mmm HUGTAKASKYRING: ■ Undirmat Lagt mat á kostnað verks miðaö við umfang og mælingar á verki ■ Yfirmat Lagt mat á kostnað verks miðað við tíma- fjölda við verkið Deila milli húseiganda og verktaka á leið til-Hæstaréttar: •4^ - Verktaki rukkaði þrefðida upphæð Verðiö lá fyrir allan tíma'nn Algjört bull, segir verktakinn Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Verktakinn lét duga að segja við mig að hann yrði sanngjarn og myndi gera þetta á góðu verði. Allan tím- ann lá fyrir hvað þetta átti að kosta,“ segir Sigurður Gíslason skólastjóri sem fyrir tveimur árum lét leggja grunn að íbúðarhúsnæði sínu í Garði. Ekki lá fyrir formlegt tilboð frá verktaka. Sigurður segir Ijóst að í samtölum við verktaka hafi komið fram hvaða verðhugmyndir hann hefði um verkið enda hafi önnur tilboð öll verið í kringum fjögur hundruð þúsund. Nokkrum dögum áður en reikningur kom frá verktaka hringdi hann í Sigurð og sagði verkið kosta hálfa milljón. Þegar reikningur barst hljóðaði hann hins vegar upp á eina milljón og er Sigurður mjög ósáttur við það. „Þegar ég brást illa við reikningnum var mér hótað því að, ef ég greiddi ekki reikninginn, skyldi viðkom- andi sjá til þess að húsið yrði ekki reist,“ segir Sigurður. „Eftir að hafa losað mig við verktakartn sem bygg- ingameistara sendi hann til mín enn hærri reikning, upp á tæplega fjórtán hundruð þúsund, og var það þrefalt hærri upphæð en samið var um. Þegar ég neitaði að borga fór hann á endanum í mál við mig.“ Byggt á yfirmati Fyrir Héraðsdómi Reykjaness tapaði Sigurður málarekstri þrátt Spurning hvaða mat var hiðrétta Sveinn Andri Sveinsson Hæstaréttarlögmaður fyrir að hafa sjálfur fengið mat frá Trésmíðafélagi Reykjavíkur. Fé- lagið mælti með því að gerð yrði mæling á verkinu og að hann skyldi ekki greiða þá upphæð sem sett var upp af verktaka. Samkvæmt mati Trésmíðafélagsins átti verkið að kosta svipað og Sigurður gerði ráð fyrir. Aðrar matsskýrslur, svo- kallað undirmat, gerðu ráð fyrir að verkið ætti ekki að kosta meira en sjö hundruð þúsund krónur. Niðurstaða héraðsdóms, byggð á svokölluðu yfirmati, var hins vegar sú að kostnaður verksins væri rúm milljón. Sigurður bendir á að í Hér- aðsdómi Reykjaness starfi faðir lög- ræðingsins sem rekur málið fyrir verktaka. Algjört bull Unnar Már Magnússon, fram-. kvæmdastjóri og verktakinn sem um ræðir, segist lítið vilja tjá sig um málið enda sé það á leið fyrir Hæstarétt. Hann ítrekar að ekki sé hægt að treysta orðum Sigurðar. „Þetta er algjört bull í manninum. Dæmið snýr algjörlega öfugt því það er hann sem ekki stóð við það sem um var talað,“ segir Unnar Már. „Allt mat sem fram fór á verk- inu, nema það sem hann lét gera, styrkti hvað annað í því að reikn- ingurinn frá mér væri réttur.“ Sigurður bendir á að eftir að málið tapaðist fyrir héraðsdómi hafi hann fengið sömu teikningar að grunninum og leitað eftir til- boðum frá ýmsum aðilum. „Ég fékk tilboð í nákvæmlega sama verk og lét leggja annan grunn. Þau tilboð voru á bilinu fimm til sex hundruð þúsund og þá voru liðin þrjú ár frá hinu umdeilda verki,“ segir Sig- urður og ítrekar að þau tilboð hafi staðið eins og stafur á bók. Spurning um rétt mat Sveinn Andri Sveinsson hæsta- réttarlögmaður rekur málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd Sigurðar eftir þrjár vikur og segir spennandi að sjá hver verði niðurstaða máls- ins í Hæstarétti. „Lykilatriði er að fá úr því skorið hvaða mat dómur- inn skal byggja á þegar svona mál eru tekin fyrir. í þessu máli lá fyrir þrenns konar mat og því spurn- ing hvaða mat var hið rétta,“ segir Sveinn Andri. Unnar Már segist vona að fyrir Hæstarétti verði honum dæmdar hærri bætur en hjá Héraðsdómi Reykjaness þó svo að þær hafi verið nærri upphæð reikningsins. „Þetta eru einfaldlega svívirðingar og dónaskapur sem hér er á ferðinni. Ég vonast eftir fullnaðarsigri í mál- inu,“ segir Unnar Már. Hrekkjavaka: Óttast um svartra ketti Fjöldi athvarfa fyrir heimilis- lausa ketti víðsvegar um Banda- ríkin hefur bannað fólki að taka að sér svarta ketti á meðan hátíðarhöld vegna hrekkjavöku standa yfir nú um mánaða- mótin. Er þetta gert meðal annars til þess að svörtu kett- irnir verði ekki fyrir barðinu á svokölluðu hrekkjavökugríni eða fórnarathöfnum djöfladýrk- enda sökum stöðu slíkra katta í allskyns dulrænum fræðum. AP-fréttastofan hefur eftir Gail Buchwald„§em er varafor- seti samtaka seilj berst gegn grimmdarlegri rjieðferð á dýrum, að hamrsé ósáttur við bannið og að sVartir kettir séu nógu óvinsælir fyrir. Þeir séu ekki jafn eftirsóttir og kettir sem eru i öðrum litum og því sé fáránlegt að refsa þeim enn frekar með því að draga tíma- bundið úr möguleikum þeirra til þess að komast á góð heimili. Héraðsdómur: Misnotaði þroskaheftan Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fimmtugan mann í tveggja ára fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn þroskaheftri konu. Hún mun hafa verið með þroska á við smábarn en hann misnotaði hana í Hjálpræðis- hernum þar sem maðurinn bjó. 1 dómsorði segir að hann hafi brotið gróflega gegn trausti hennar og eigi sér engar máls- bætur. Því hljóti hann tveggja ára fangelsisdóm. Maðurinn er ekki nafn- greindur í dóminum. MEÐLAGSGREIÐENDUR MeSlagsgreiðendur, vinsam- legast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA Lógmúla 9 • 108 Reykjavík • 530372 0229 • www.medlag.is Banki: 0111 26 504700 S: 590 7100 • fux: 590 7101 Umfjöllun Ekstra Bladet um íslensku útrásina: Sniðganga að borga skatt Danska dagblaðið Ekstra Bladet hóf um helgina umfjöllun sína um íslenska kaupsýslumenn og útrás ís- lenskra fyrirtækja í Danmörku, Bret- landi og Svíþjóð. Þar kemur meðal annars fram að kaup íslendinga á fyrirtækjum erlendis líkist einna helst skattaundandrætti. Að sögn blaðsins á KB banki til að mynda að hafa komið sér upp leynilegu, fjölþjóðlegu fjárfesting- arkerfi til að bankinn sjálfur og við- Ekstra Bladet í gaer Sagt frá tveim- ur dönskum lögfræðingum sem eru sagöir vera lykilmenn ííslensku útrásinni. skiptavinir bankans komist hjá því að greiða skatt. Háar peningaupp- hæðir eru færðar fram og aftur svo að ekki beri mikið á og það tryggir að ákveðnu leyti að bankinn greiði ekki skatta. 1 frétt Greiningar Glitnis kemur fram að umfjöllun Ekstra Bladet hafi reynst vera hvorki fugl né fiskur. Þá segir í frétt Greiningar- deildar Landsbankans að afhjúpun Dananna hafi verið í þynnra lagi og því hafi krónan styrkst á ný.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.