blaðið - 31.10.2006, Page 10

blaðið - 31.10.2006, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2006 blaóiö UTAN ÚR HEIMI SRÍ LANKA '-í-j Enginn árangur af friðarviðræðum Friöarviöræöur stjórnvalda á Sri Lanka og uppreisnar- manna tamílsku tígranna fóru fram í Genf í Sviss um helgina. Viðræöurnar voru pær fyrstu í átta mánuði en stigvaxandi átök hafa verið á milli stríðandi fylkinga í landinu. Ekki hefur verið boðað til frekari viðræðna. SUÐUR-KÓREA Búast við fleiri kjarnorkutilraunum Yfirmaður bandaríska heraflans í Suður-Kóreu, B.B. Bell, sagði í gær að búast mætti við frekari kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumanna. Herfor- inginn sagði að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreu- menn gætu hrundið árás af þeirra hálfu. St. Louis hættulegust St. Lois í Missouri er hættulegasta borg Bandaríkjanna, samkvæmt árlegri úttekt rannsóknar- og útgáfufyrirtækisins Morgan Quitno Press. Glæpum hefur fjölgað um fjórðung síðustu tvö ár og þrátt fyrir uppbygg- ingu borgaryfirvalda virðist ekkert lát á óöldinni. Næsthættulegasta borgin er Detroit í Michigan-ríki og í þriðja sæti er Flint í sama fylki. Þjóðþekktir á DVD-diskum: Fræða um heilaslag Samtökin Heilaheill afhenda í dag hjúkrun- arfólki á Landspítala - háskólasjúkrahúsi DVD- diska með sjónvarpsvið- tölum við þjóðþekkta ein- staklinga sem fengið hafa heilaslag. Meðal þeirra er rætt við Ingólf Marg- eirsson rithöfund, Sigríði _______ Þorvaldsdóttur leikkonu, Kristin Hallsson songvara og Eddu Þórarinsdóttur leikkonu. Á diskunum, sem eru 5 Margeirsson niður í i pakka, eru einnig fyrir- lestrar og viðtöl við fag- fólk og aðstandendur. DVD-diskarnir eru hugsaðir sem nokkurs konar upplýsingabæk- lingur og stuðningur fyrir hjúkrunarfólk, sjúklinga sem fá slag og aðstandendur þeirra. Á hverjum degi fá tveir íslendingar slag og færist sjúkdómurinn aldri. Jeppadekkin frá Fáanleg í flestum stærðum fyrir 15,16,17 og 18" felgur Fjallasport ^4x4 specialist" Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444 SJÁLFSVÍG Á ÍSLANDI Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur 33 einstaklingar sviptu sig lífi í fyrra. 2000 2001 Karlar 42 28 Konur Samtals 8 50 8 36 Sjálfsvígum fækkar milli ára: Sérhvert sjálfsvíg mikill harmleikur ■ 24 karlar og níu konur sviptu sig lífi ■ Tveir undir tvítugu Eftir Atla ísleifsson atlil@bladid.net „Þó að tölurnar fari lækkandi þá er hvert sjálfsvíg alltaf jafn mikill harm- leikur," segir Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri Þjóðar gegn þung- lyndi. „Margir aðstandendur lifa við sorg vegna sjálfsvíga hvern einasta dag og hlúa þarf að þeim. Ef ekki er unnið með sorgarferlið þá getur það einnig leitt til þunglyndis." Þrjátíu og þrír tóku eigið líf á land- inu í fyrra samkvæmt tölum frá Hag- stofunni. Af þeim voru 24 karlar og níu konur. Salbjörg segir tvo einstak- linga sem voru undir tuttugu ára aldri hafa svipt sig lífi í fyrra. „Alls voru sex einstaklingar sem sviptu sig lífi á aldrinum sextán til þrjátíu ára, allt karlmenn. Konurnar sem fyrirfóru sér voru flestar á aldr- inum 41 til sextíu ára, eða sjö talsins. Á aldrinum 31 til sextíu ára frömdu Langflestir sem fremja sjálfsvig þjást afmiklum kvíða eða þunglyndl Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri Þjóðar gegn þunglyndis átján karlmenn sjálfsvíg. “ Salbjörg segir að árið 2000 hafi niu einstak- lingar undir tvítugu svipt sig lífi. ,Við erum því að sjá að verið er að sinna yngsta hópnum betur. Við erum einnig að sinna elsta hópnum meðan í löndunum í kringum okkur er sjálfsvígum innan þess hóps að fjölga. Hvað sem Hður tölum um ald- urshópa og kyn þeirra sem svipta sig lífi þurfum við samt ávallt að muna að hvert sjálfsvíg er harm- leikur og margir aðstandendur sitja eftir í sorg.“ Salbjörg segir þunglyndi vera alvarlegan sjúkdóm sem geti leitt til dauða. „Langflestir sem fremja sjálfsvíg þjást af miklum kvíða eða þunglyndi. Áður en sjálfsvíg er framið hefur vanlíðan og það að sjá fram úr hlutum langoftast verið að þjaka einstaklinginn. Það liggur í augum uppi að fólki líður ekki vel sem ákveður að taka eigið líf. Það er hins vegar ávallt hægt að fá aðstoð ef fólk þarf, en stundum þurfa nán- ustu aðstandendur að hjálpa því að leita sér aðstoðar." Landlæknisembættið mun halda áfram að vinna að verkefninu Þjóð gegn þunglyndi sem hófst árið 2002. ,Þá byrjuðum við að huga að því hvað væri hægt að gera til að fækka sjálfsvígum. Unnið hefur verið mjög ötullega að því að fræða fólk um sjálfsvíg, sjálfsáhættu og fleira. Við munum halda áfram að fræða ýmsa faghópa og almenning sömu- leiðis um þunglyndi, orsakir þess og afleiðingar.“ MEÐ TOK LAUNUM TOK laun spara okkur mikinn tíma og fyrirhöfn við útreikning á launum. Hvort sem um tíma- eða mánaóarkaup er að ræða greíðum við rétt laun á réttum tíma sem skilar sér í ánægðu starfsfólki og metnaðarfutiri þjónustu við gesti okkar. HUGUR AX STARFSMANNALAUSNIR Ræddu við okkur um hvernig TOK hentar þér í síma 545 1000. HugurAx HugurAx Grjóthálsi 5 Guðríðarstíg 2-4 www.hugurax.is hugurax@hugurax.is K LAUN nrTT t a 1 1 k 1 n nn—r 1 m n ttih m a Ágústa Magnúsdóttir, eigandi Pottur ehf. - Argentína Steikhús

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.