blaðið - 22.12.2006, Síða 2

blaðið - 22.12.2006, Síða 2
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 blaAi6 VEÐRIÐ í DAG Allhvasst Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestan- lands síðdegis í dag. Þá hlýnar á ný og hitastigið fer nokkuð yfir frostmark. A MORGUN Stormur Suðvestan 20 til 25 metrar á sekúndu og rigning vestanlands um morguninn en lægir mikið um og eftir hádegi. Aftur vaxandi sunnan- og suðaustanátt um kvöldið. VÍÐA UM HEIM Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublín Frankfurt 12 8 11 7 3 7 7 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 8 8 2 7 1 12 1 New York Orlando Osló Palma París Stokkhólmur Þórshöfn 6 17 -2 18 8 0 2 Hannes Hólmsteinn: Vonast til þess aö fá meira „Heildarmálskostnaður Hann- esar vegna ágreiningsins við Jón Ólafsson er töluvert meiri en þetta,“ segir Heimir Örn Her- bertsson, lögmaður Hannesar. Yfirréttur í London dæmdi á miðvikudaginn Jón Ólafsson til að greiða Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni íjórar milljónir króna í málskostnað vegna meiðyrðamáls sem Jón höfð- aði á hendur Hannesi. Þarf Jón að greiða upphæðina fyrir 3. janúar næstkomandi. í byrjun mánaðarins ógilti rétturinn fyrri dóm þar sem Hannesi var gert að greiða Jóni um 12 milljónir í skaðabætur. Að sögn Heimis er hér ein- ungis um bráðabirgðaupphæð að ræða og standa vonir til að endanlega upphæðin verði hærri. Kúba: Raul verður frjálslyndari Raul Castro, starfandi forseti Kúbu, hefur tilkynnt að hann ætli sér ekki að líkja eftir stjórnar- háttum Fídels bróður síns enda gæti enginn komið í staðinn fyrir hann. Raul segist æda dreifa ábyrgðinni til fleiri aðila og halda færri ræður en bróðir sinn. Hann beindi orðum sínum til háskólanema á Kúbu þegar hann hvatti þá til að taka þátt í opinberri umræðu, en hann sagðist hafa lært að hlýða á ólflcar hugmyndir á löngum ferli sínum sem varnarmálaráð- herra landsins. Þá sagði hann að kommúnisminn myndi áfram ríkja á Kúbu, með eða án Fídels. Alls tuttugu og fjögurra ára fangelsi fyrir dópsmygl: Höfuðpaur ekki á meðal dæmdra ■ Ólafur hlotið nær 18 ár fyrir fíkniefnabrot ■ Þegir af ótta um líf sitt og fjölskyldu ■ Stærsta smygl ársins Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Fjórir karlmenn voru dæmdir í sam- tals 24 ára fangelsi fyrir að smygla rúmum tíu kílóum af hassi og fimm- tán kílóum af amfetamíni til lands- ins. Smyglið er það umfangsmesta á íslandi í ár og teygir anga sína til Hollands. Sá sem fékkþyngsta dóminn heitir Ólafur Ágúst Hraundal en hann var á skilorði fyrir annan fíkniefnadóm. Hann var viðriðinn stóra fíkniefna- málið árið 2000 og var þá dæmdur til níu ára fangelsisvistar. Átti hann eftir þrjú ár af þeim dómi og dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur eftir- stöðvar hans upp. Hann hefur því alls hlotið sautján og hálfs árs fang- elsisdóm fyrir fíkniefnaflutning. Þá dæmdi héraðsdómur Hörð Eyjólf Hilmarsson og Johan Hend- rik Engelsmann til sex ára fangels- isvistar hvorn um sig. Hörður var skráður eigandi bílsins og mun fyrir milligöngu Johans hafa kom- ist yfir BMW-bifreið í Hollandi sem fíkniefnin voru ferjuð í. Efnin voru kyrfilega falin í bens- íntanki bílsins en tollurinn fann efnin áður en bifreiðin komst inn í landið. Lögreglan var látin vita og skipti hún efnunum út fyrir gervi- efni. Einnig kom hún hlerunarbún- aði fyrir í bifreiðinni. Hörður kom og sótti bifreiðina og fylgdist lögreglan kyrfilega með honum. Að því kom að hann fór upp í Krókháls 10 þar sem lög- reglan gerði áhlaup og handtók alla mennina. Þar fyrir voru Ólafur Ág- úst og Ársæll Snorrason en hann hlaut vægasta dóminn eða fjögur ár. Allir mennirnir neituðu sök við yfirheyrslur en játuðu að lokum. Yfirmaður fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík sagði fyrir héraðsdómi að hann teldi Hörð Eyjólf Hilmarsson ekki höfuðpaur smyglsins. Hann sagðist telja Hörð vera burðardýr eins og í mörgum öðrum málum. Johann Hendrik var tregur til að upplýsa um sinn þátt í málinu. Hann vildi ekki gefa upp sambönd sín í Hollandi af ótta um líf sitt og fjölskyldu. Þá eru fíkniefnin gerð upp- tæk ásamt bifreiðinni, fartölvu, hnúajárni, tveim rýtingum og rafstuðsbyssu. Héraðsdómur: Dæmdir fyrir hatursglæp Tveir menn voru dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás á innflytj- anda í mars síðastliðnum. Atvilúð átti sér stað á Laugaveginum. Fórnarlambið var á gangi seint um helgi þegar mennirnir tveir veittust að honum með kynþátta- fordómum'; Þeir sögðu honum að tala íslensku og áreittu hann talsvert. Það endaði með því að þeir slógu hann í jörðina og spörk- uðu ítrekað í manninn sem lilaut margvísleg beinbrot. Sá sem hafði sig meira í frammi var dæmdur í þriggja mánaðá fangelsi en hinn í 30 daga fangelsi. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Svíþjóð: Þjóðvegurinn fór sundur Fjórtán manns hlutu minni- háttar áverka þegar aurskriða féll á E6 þjóðveginn við Uddevalla, norður af Gautaborg, á miðviku- dagskvöldið með þeim afleiðing- um að hluti vegarins hrundi. Aurskriðan féll á um fimm hundruð metra kafla og skildi meðal annars eftir sig þriggja metra djúpan skurð. Lögregla reiknar með miklum röskun- um á vegasamgöngum vegna hrunsins, en um fimmtán þúsund bílar aka um veginn að meðaltali á degi hverjum. Stóra BMW-smyglið Fíkniefnin voru öll falin í bensíntanki BMW-bifreið ar sem kom sjóleiðis frá m Hollandi. Blaíí/Frikk HPI S4VAGE X RTR, FJARSTYRT BENSÍN TORFÆRU-TRVLLITÆKI. Opfö í kvöld tll 22:00. Þorláksmessu frá 10:00 - 23:00 aðfangadag 09:00 -12:00 Tántttuftdahúafi • N«thyi 2 • S.587 0600 • www.tcitistunáahusid Seðlabankinn hækkar stýrivexti: Yfirdráttarlán verða dýrari „Við teljum að þetta sé óskynsam- leg hækkun, meðal annars vegna þess að spár okkar gera ráð fyrir hratt minnkandi verðbólgu á næsta ári,“ segir Steingrímur Arnar Finns- son, sérfræðingur hjá Greiningu Kaupþings banka. Seðlabankinn hækkaði í gær stýri- vexti úr 14 prósentum í 14,25 og er þetta sjötta stýrivaxtahækkunin á þessu ári. Alls hafa stýrivextir hækkað um 8,75 prósentustig frá maí 2004 og teljast þeir nú vera með þeim allra hæstu í Evrópu. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum að bankinn telji nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að auka peningalegt aðhald og draga úr verðbólgu. Stýrivaxtahækkanir Seðla- bankans frá maí 2004 Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Islands Steingrímur segir hækkunina alls ekki í takt við væntingar mark- aðarins um minnkandi þenslu á næsta ári. Því gætu of háir stýri- vextir skapað hættu á mjög erfiðri aðlögun hagkerfisins. „Hagkerfið er að róast og svona háir stýrivextir koma sér illa í því ástandi.“ Þá bendir Steingrímur á að háir stýrivextir bitni verst á fólki með mikil yfirdráttarlán í bönkum. ,Vextir af óverðtryggðum lánum hækka og þau lán eru mest í formi yfirdráttar. Þetta skilar sér ekki út í raunvexti nema á mjög löngum tíma.“

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.