blaðið - 22.12.2006, Side 22
blaðið
Útgáfufélag: Árogdagurehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Trausti Hafliðason
Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Ritstjórnarf ulltrúi: Elín Albertsdóttir
Aðgæsluleysi
Eftir að fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði á sunnudaginn um
meint kynferðisbrot forstöðumanns meðferðarheimilisins Byrgisins gagn-
vart skjólstæðingum sínum og fjármálaóreiðu félagsins hafa málefni Byrg-
isins verið mikið í umræðunni.
Það er aðallega þrennt sem rætt hefur verið um. I fyrsta lagi meint kyn-
ferðisbrot. I öðru lagi fjármálaóreiðuna og í þriðja lagi hvort rétt sé af fjöl-
miðli að borga heimildarmönnum fyrir að koma fram í þætti, líkt og rit-
stjóri Kompáss gerði.
Það þarf varla að taka fram hversu alvarlegt og ógeðfellt það er af for-
stöðumanni meðferðarheimilis að brjóta kynferðislega gegn skjólstæðingi
sínum. I máli forstöðumanns Byrgisins hefur hins vegar, eins og staðan
er í dag, ekkert verið sannað. Þó ekki hafi verið kært er óskiljanlegt hvers
vegna sýslumaðurinn á Selfossi hefur ekki séð ástæðu til þess að hafa
frumkvæði að rannsókn.
Að greiða heimildarmanni fyrir að koma fram og staðfesta frétt, eins
og Kompás gerði, er ekki góð fréttamennska, punktur. Sumir hafa sagt að
þetta sé ekkert nýtt. DV hafi um árabil greitt fólki fyrir fréttaskot en það
er alls ekki hægt að líkja þessu tvennu saman. í fréttaskoti DV hefur fólk
komið með ábendingar og ekki fengið greitt nema ábendingarnar verði
að frétt.
Að lokum hefur fjármálaóreiða Byrgisins verið til umræðu vegna fjög-
urra ára gamallar skýrslu þar sem meðal annars er bent á að styrkir hafi
ekki verið færðir í bókhald og að mörk milli persónulegs kostnaðar og
kostnaðar meðferðarheimilisins hafi verið óskýr. Skýrslan var rædd í rík-
isstjórn en ekkert aðhafst, heldur hefur Byrgið þvert á móti fengið árlega
styrki frá ríkinu alveg frá því skýrslan var unnin. Frá árinu 1999 hefur
meðferðarheimilið fengið ríflega 200 milljónir króna frá ríkinu. Þetta
verður að teljast merkilegt og vekur upp spurningar um aðgæsluleysi
stjórnvalda.
Hvernig má það vera að meðferðarheimili fái hundruð milljóna króna
í styrki án þess að eitthvert eftirlit sé með því hvernig fjármununum er
varið? Það hlýtur að vera krafa almennings að meginhluti styrkja af þessu
tagi renni í þjónustu við skjólstæðinga. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis-
maður hitti naglann á höfuðið í Blaðinu í gær þegar hún sagði að það væri
ekki nóg að veita styrki í þeirri „trú” að þeir renni til réttra hluta.
Frá félagsmálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar í fyrradag að eftir-
lits- og bókhaldsákvæði í styrktarsamningum, sambærilegum þeim sem
Byrgið hefur fengið, hefðu nýlega verið uppfærð. Byrgið hefur ekki gengið
frá nýjum samningi þar sem forsvarsmenn þess vilja hærri styrk.
Því skal haldið til haga að þó ýmislegt bendi til þess að brotalamir séu á
rekstri Byrgisins hefur heimilið veitt fjölda fólks, sem hefur átt við vímu-
efnavanda að stríða, endurhæfingu. Málið snýst bara ekki um það.
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á f réttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Snúningsdiskur
Háþrýstidælur
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
Ýmsir aukahlutir
K 7.85 M Plus
K 7.80 M Plus
■ Vinnuþrýstingur ■ Vatnsmagn: 550 Itr/klst
20-150 bör ■ Túrbóstútur + 50%
■ Stillanlegur úði ■ Lengd slöngu: 9 m
■ Sápuskammtari
Vinnuþrýstingur:
20-150 bör
Vatnsmagn:
550 Itr/klst
Stillanlegur úði
Sápuskammtari
Túrbóstútur + 50%
12 m slönguhjól
K 5.80 M Plus
K 6.80 M Plus
Vinnuþrýstingur:
20-125 bör
Vatnsmagn:
450 Itr/klst
Lengd slöngu: 7,5 m
Stillanlegur úði
Túrbóstútur + 50% -
Sápuskammtari “ Q
Vmnuþrýstingur: 20-135 bör
Vatnsmagn: 530 Itr/klst
Túrbóstútur + 50%
Lengd slöngu: 9 m
Sápuskammtari
Stiilanlegur úði
SKEIFAN 3E-F • SÍMI 581-2333 ■ FAX 568-0215 • WWW.RAFVER.IS
22
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006
blaöiö
GWGrt EFUuft/
Sprungið öryggi hjá
samgönguráðherra
Að óbrey ttu verða flugsamgöngur
til og frá landinu í ólestri frá ára-
mótum. Búið er að stofna félag sem
heitir Flugstoðir utan um rekstur ís-
lenska flugstjórnarsvæðisins. Það
félag takmarkar ábyrgð íslenska
ríkisins á flugumferðarstjórn. 1
stað þess að vera opinberir starfs-
menn verða flugumferðarstjórar
starfsmenn Flugstoða. Þessi breyt-
ing var gerð án mikillar umræðu
í þjóðfélaginu. Ég veit ekki hvaða
nauðsyn bar til að hún yrði gerð.
Nú liggur fyrir að flugumferðar-
stjórar vilja ekki vinna hjá þessu
félagi. Þeir telja sig ekki hafa
tryggingu fyrir sömu kjörum og
réttindum og þeir nutu sem opin-
berir starfsmenn. Það hefur staðið
í stappi milli flugumferðarstjóra
og samgönguráðherra í nokkrar
vikur en ekki semst. Ráðherra
bendir á að flugumferðarstjórar
séu hálaunamenn sem reyni að
nýta sér ástandið til að hækka enn
ofurlaunin. Það kann að vera en
það að þetta ástand hafi skapast nú
þýðir að öryggi samgangna er teflt
í tvísýnu. Það þarf eitthvað mikið
að gerast næstu vikuna til þess að
málið leysist.
Öryggi fjarskipta er líka í upp-
námi. Við erum í ótryggu og lélegu
ljósleiðarasambandi við umheim-
inn. Hingað liggja tveir ljósleiðarar,
annar vestur um haf en hinn til
Bretlands. Leggja þarf þriðja ljós-
leiðarann. Meira og minna allt þjóð-
félagið er orðið háð netsambandi
við útlönd. Það eru brýnir hags-
Klippt & skorið
munir að netsamband við útlönd
bregðist ekki þegar minnst varir.
En það er ekki ljóst hvenær og
hvernig þessi nauðsynlegi ljósleið-
ari verður lagður. íslenska ríkið
ræður litlu um það; forystuna hafa
fjarskiptafyrirtækin tvö, Síminn
og Vodafone. Þau ráða mestu um
öryggi landsins hvað þetta varðar
eftir einkavæðingu Landssímans.
Af nýlegri yfirlýsingu Símans má
ráða að fyrirtækið er tilbúið til
Pétur Gunnarsson
þátttöku í lagningu nýs ljósleiðara
- en aðeins á viðskiptalegum for-
sendum. Það er skiljanlegt. Síminn
er einkafyrirtæki og rekinn í hagn-
aðarskyni. Eigendur hans telja það
ekki hlutverk sitt að tryggja fjar-
skiptaöryggi í þjóðfélaginu heldur
aðeins að hagnast sem mest á þeim
fjarskiptum sem stunduð eru. Það
er ekki lengur sanngjarnt að krefj-
ast þess að Síminn beri alla ábyrgð
á þeim grunnþætti samfélagsins
sem fjarskiptaöryggið er. En það
er rétt og eðlilegt að krefjast þess
af ríkisvaldinu að það sjái um að
Islendingar eigi ekki allt sitt undir
duttlungum fjarskiptafyrirtækj-
anna. Samgönguráðherra virðist
ekki hafa lausn á takteinum.
Það hefur mikið verið rætt um
varnar- og öryggismál á Islandi
eftir að herinn fór frá Keflavík.
Islensk stjórnvöld hafa rætt við
norsk og dönsk um samstarf á
sviði hervarna hér við land, svona
til viðbótar við samninginn um
ósýnilegar hervarnir sem nú er í
gildi milli Islands og Bandaríkj-
anna. Mér finnst nauðsynlegt að
huga að hervörnum og slíkum ör-
yggismálum en það viðfangsefni
ætti samt að vera mun neðar í for-
gangsröðinni en öruggar flugsam-
göngur og tryggt netsamband við
umheiminn.
Þau mál snúa bæði að grundvall-
aröryggi. Á báðum sviðum er ríkis-
valdið ekki að standa sig. I báðum
tilvikum snýr vandinn að sama ráð-
herranum, Sturlu Böðvarssyni sam-
gönguráðherra. Hann hefur líka
átt undir högg að sækja í umræðu
um öryggi umferðar á stofnvegum
í nágrenni höfuðborgarinnar. Von-
andi tekst Sturlu að finna lausnir
á öllum þessum vandamálum sem
fyrst. Það er óskemmtilegt fyrir
samgönguráðherra að ljúka kjör-
tímabili við slíkar aðstæður. Þetta
er vont fyrir Sturlu en verra er það
fyrir okkur hin.
Höfundur er ritstjóri hux.blog.is
Borgarstjórar þurfa að vera fjölhæfir,
að minnsta kosti ef þeir vilja ná sér í
vinsældir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son hefur verið á þönum á milli dvalar- og
hjúkrunarheimila
í desember og
er ekki einn á
ferð. Með honum
í för eru Ragnar
Bjarnason og Þor-
geir Ástvaldsson.
Villi lætur sér ekki
nægja að ræða
við sjúklinga á þessum stofnunum heldur
syngur fyrir þá lika svo það er betra að hann
haldi lagi. Skyldi annars Vorkvöld í Reykja-
vík ekki vera efst á vinsældarlistanum?
MBA nemendur við Háskóla (slands
gerðu vefkönnun meðal 700
starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar
um jólamatinn. (
Ijós kom mikil íhalds-
semi f vali á aðalrétti
því 51% svarenda
sagðist borða ham-
borgarhrygg á að-
fangadag en enginn
réttur komst nálægt
því í vinsældum.
Rjúpan virðist á und-
anhaldi því aðeins 11% borða hana. Þá kom í
Ijós að 77,6% þjóðarinnar drekka jólaöl með
jólamatnum. Skoða má könnunina í heild
sinni á www.hafnarfjordur.is.
Fasteignagjöld eru há og margir eiga fullt
i fangi með að greiða þau, sérstaklega
eftir hækkanir síðustu ára. Meðal þess
sem alþingismenn létu
renna í gegnum þingið
fyrir jólafríið sitt voru lög
um breytingu á skráningu
og mati fasteigna. Það
hljóðar svo; „Til þess að
standa straum af kostnaði
Fasteignamats ríkisins við að halda og þróa
Landskrá fasteigna skulu húseigendur greiða
sérstakt umsýslugjald á árinu 2007. Skal gjald
þetta nema 0,1 prómllli af brunabótamati
hverrar húseignar." Já, víða má finna matar-
holur...
elin@bladid.net