blaðið - 22.12.2006, Page 27
blaðið
Börn og Foreldrar
á kvikmyndahátíð
Foreldrar, ný kvikmynd í leik-
stjórn Ragnars Bragasonar sem
framleidd er af Vesturporti og
Klikk Productions, hefur verið val-
in inn á kvikmyndahátíðina í Rott-
erdam 24. janúar - 4. febrúar 2007.
Fyrri mynd Vesturports og Ragnars
Bragasonar, Börn, hefur líka verið
valin inn á þessa virtu hátíð.
Báðar myndir verða í dagskrá
er nefnist Cinema of the Future
(Sturm und Drang) þar sem sýndar
eru frumlegar og nýstárlegar mynd-
ir þar sem haft er að leiðarljósi að
uppgötva verðandi stjörnur í kvik-
myndaheiminum. Kvikmyndahá-
tíðin i Rotterdam hefur einmitt
verið þekkt fyrir að uppgötva nýja
og hæfileikaríka kvikmyndagerðar-
menn en til gamans má geta þess að
Dagur Kári hóf sigurgöngu sína þar
með Nóa albínóa.
Börn hefur farið víða að undan-
förnu eftir að hún var frumsýnd
erlendis í haust á kvikmyndahátíð-
inni í San Sebastian en myndin er
t.d. framlag Islands til Óskarsverð-
launanna.
Foreldrar verður frumsýnd hér
á landi 19. janúar og verður svo
frumsýnd erlendis á kvikmyndahá-
tíðinni í Rotterdam í lok janúar.
Auglýsingasíminn er
510 3744
I -1 ETðf.l
551 3014
] VIÐ1NGÓLFST0RG
mm
RAYMOND WEIL
GENEVE
www.nqrnKKid-weH.com
r
Æviminningar jóhannesar zoEga
hitaveitustjóra eru komnar út.
í bókinni rekur Jóhannes uppvaxtarár sín á
Norðfirði og segir frá námsárunum á Akureyri og
í Reykjavík. Hann segir frá ýmsum ævintýrum frá
stríðsárunum í Þýskalandi, „njósnaferð“ og verkbanni
sem hann lenti í vegna ógætilegra ummæla um
ráðamenn. Þegar loftárásir hófitst náði hann oftar en
einu sinni að bjarga húsi frá eyðileggingu með því
að slökkva í logandi sprengju. Hann og félagi hans
komust á ævintýralegan hátt til Danmerkur eftir
stríðslok. Eftir stríð markaði hann spor í söguna með
því að byggja upp Hitaveituna sem arðbærasta fyrir-
tæki landsins.
Bókin er 224 bls. að stærð, prýdd
fjölda mynda. Aætlað verð í bóka-
búðum er 3.500 krónur. Hægt er að
panta bókina með því að hringja í
síma 512 7575 eða senda tölvupóst
á póstfangið bj@heimur.is.
Pöntunarsími
512 7575
www.heimur.is
heimur