blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 blaöiö VEÐRIÐ I DAG ÁMORGUN VÍÐA UM HEIM Rigning Rigning, einkum suðaustanlands. Austan 8 til 15 á morgun. Hiti yfir- leitt 5 til 10 stig. Kólnar Rigning með köfium sunnan- og vestantil, en þurrt að kalla norðantil. Hiti 1 til 7 stig. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 15 9 13 o 3 11 0 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 5 1 '-1 4 , 11 : 9 -8 "New Vork Orlando Osló Palma París. Stokkhólmur Þófshöfn w ■2 21 -2 4 8 Krufning Jóns: Skýrslan ekki tilbúin Líkami Jóns Helgasonar sem lést eítir átök við lögregluna í Reykjavík í lok nóvember hefur verið krufinn. Krufning- arskýrslan er ekki tilbúin. Jón var handtekinn eftir að hafa verið með ólæti á Radisson SAS hóteli. Sagt var í desember að nokkrar vikur tæki að fá nið- urstöðu. I vrðtali sem Blaðið tók við réttargæslumann fjölskyldu Jóns í desember kom fram að mikilvægt væri fyrir fjölskylduna áð málinu lyki sem allra fyrst. Fíkniefnasmygl Brasilíufa enn ódæmdir Mennirnir tveir sem voru handteknir síðastliðið sumar í Brasilíu fyrir að smygla fíkniefn- um til landsins bíða enri réttar- halda. Það voru Ingólfur Sigurz og Hlynur Smári Sigurðsson sem reyndu hvor í sínu lagi að smygla fíkniefnum inn í landið. Ingólfur var handtekinn í Sao Paúlo í ágúst með tíu kíló af hassi en Hlynur var handtekinn í smábæ með tvö kíló af kókaíni. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu er ekki búist við að neitt gerist í málum þeirra fyrr en á nýju ári. Skipulögð starfsemi útlendinga fyrir utan vinbúðir: Kaupa áfengi fyrir ungmenni H Skiptast á vöktum fyrir utan vínbúðir ■ Hvert viðvik kostar fimm hundruð krónur ■ Óeinkennisklæddir lögreglumenn vakta vínbúðir Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.riet „í fyrstu áttuðum við okkur ekkert á því hvað var á seyði en svo fóru krakkahópar að hanga hér í kring. Þá vöknuðu grunsemdir hjá okkur og við fórum að fylgjast betur með fyrir utan,“ segir Anna Kristín Ein- arsdóttir, verslunarstjóri Vínbúðar- innar í Mosfellsbæ. Borið hefur áþví að útlendingar, í flestum tilvikum Pólverjar, skiptist á vöktum fyrir utan vínbúðina og bjóði fólki undir lögaldri að kaupa fyrir það áfengi. Hvert viðvik er sagt kosta fimm hundruð krónur. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar i Reykjavík, staðfestir að óeinkenn- isklæddir lögreglumenn hafi verið settir á vakt í kringum vínbúðir. „Ef verið er að kaupa vín fyrir krakka undir lögaldri þá fylgjumst við að sjálfsögðu með því og slík tilvik koma alltaf reglulega upp,“ segir Geir Jón. „Yfirleitt hafa þetta verið íslend- ingar sem við höfum haft afskipti af en verið er að taka á dæminu í Mos- fellsbænum. Ég veit að vínbúðin í Kringlunni hefur oft verið erfið.“ Þetta er vanda- mál þjóðfélags- Ins og okkar unga fólks. Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, er hneykslaður yfir því að full- orðið fólkyfirleitt sé að kaupa áfengi fyrir fólk undir lögaldri. Hann segir það ekki að ástæðulausu sem áfeng- iskaup séu miðuð við tvítugt. „Það er alls ekki svo að aldurstak- markið sé að ástæðulausu. Svo virðist sem eftirspurn unga fólksins sé mikil og það heldur þessu gangandi. Við þurfum hins vegar að loka fyrir svona möguleika," segir Þórarinn. „Það er ekki eingöngu hægt að kalla þetta vandamál utanbæjarmál því þetta er vandamál þjóðfélagsins og okkar unga fólks. Mikilvægast er að halda umgjörðinni utan um unga fólkið í Iagi og eftirlitið er mikilvægt." Aðspurð segir Anna Kristín eina ráðið hafa verið að taka niður bíln- úmer hjá ólöglegu milliliðunum sem þetta stunduðu og láta lög- Það hefur verið mikið um þetta i vetur. Anna Kristin Einarsdóttir, verslunarstjóri Slik tilvik koma alltaf reglulega # ■ upp. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn regluna vita. Tilkynnt hefur verið um tvo hópa fyrir utan vínbúðina í Mosfellsbæ. „Ég held að það sé búið að stoppa þetta af núna en það hefur verið mikið um þetta í vetur. Við tilkynntum bílnúmerin til lög- reglunnar fyrir tæpum mánuði og höfum ekki séð þá síðan,“ segir Anna Kristín. „Þetta eru jafnvel fjór- tán og fimmtán ára krakkar sem verið er að kaupa fyrir. Mér sýnist það aðallega hafa verið bjór sem keyptur var en starfsemin virðist mjög skipulögð hjá þeim.“ Umferðarslys: Fjölgar milli ára Alvarlegum slysum fjölgaði um tæp 29 prósent á fyrstu tíu mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt samantekt Umferðarstofu. Alls voru skráð 112 alvarleg slys frá janúarbyrjun til loka októbermánaðar og slösuðust 130 manns í þessum slysum. Álgengustu slysin eru fall af bifhjóli og þá útafakstur. Það sem af er þessu ári hafa þrjátíu manns látist í 27 banaslysum og nú síðast um miðjan desembermánuð þegar karlmaður á þrítugsaldri lést eífir að hafa misst stjórn á bíl sínum á Álffanesvegi. Algengustu bánáslysin eru árekstur tveggja bifreiða sem mætast á beinum vegi eða í beygju og þá útafakstur. Noregur: Nauðgaði þús- und sinnum Norskur karlmaður hefur verið dæmdur f átta ára fangelsi fyrir að misnota stjúpdóttur sína kynferðislega í átta ár. Misnotk- unin hófst þegar stúlkan var tólf ára gömul og nauðgaði maður- inn, sem er 46 ára, henni fleiri þúsund sinnum á tímabilinu. Stúlkan sagði fýrir dómi að stjúpfaðirinn hefði margoff hótað því að senda hana affur til fæðingarlands síns ef hún myndi tilkynna lögreglu um misnotk- unina, en hún er af erlendum uppruna. Maðurinn neitar sök og segir stúlkuna og móður henn- ar hafa borið sig röngum sökum. Guðjón Bergmann heldur námskeið til að hjálpa fólki að hætta að reykja, í síðasta.sinn, dagana 5. og 6. janúar 2007. Skráning og upplýsingar é www.reyklaus.is / 6go-i8i8 VILTU KAUPA...? SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET blaóið- Skotglaðir íslendingar um áramót: Hálf milljón flugelda á loft „Þetta fer eftir veðurfari. Ef það verður lítill vindur og engin úrkoma þá er líklegt að það verði mikil loft- mengun,“ segir Anna Rósa Böðvars- dóttir hjá mengunarvörnum um- hverfissviðs Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir þvf að 991 tonni af flugeldum verði skotið á loft um áramótin en það jafngildir um 550 þúsund flugeldum. í tilkynningu sem umhverfis- svið Reykjavíkur sendi frá sér í gær kemur fram að um síðustu áramót mældist svifryksmengun hátt yfir heilsuverndarmörkum. Þannig sýndi færanleg mælistöð mengunar- varna umhverfissviðs sem staðsett var á Langholtsvegi um 1.800 míkró- grömm af svifryki á rúmmetra þegar nýtt ár gekk 1 garð. W Svifryksmengun var langt * •’■• ' ■ r \• yfir heilsuverndarmörkum á .1 síðasta ári Flugeldasýningin um ' '1 I’ áramótin stuölar aö loftmengun Anna segir mikilvægt fyrir fólk ryk verður mikið þá er betra fyrir með öndunarfærasjúkdóma að fólk með viðkvæm öndunarfæri gæta að sér um áramótin. „Ef veð- að halda sig innandyra og gera uraðstæður verða þannig að svif- varúðarráðstafanir."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.