blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 22
30 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 blaðið •4 „Þær bíómyndir sem mesta að- sókn hafa fengið á íslandi eru flestar gerðar eftir bókum sem hafa selst vel ef ég man rétt. Það er kannski ör- uggari leið að gera það og alveg jafn- gott og gilt,“ segir Björn. Verður að vera trúverðug Þó að sagan sé að mestu leyti sprottin úr höfði Björns segir hann að eins og allar sögur megi finna í henni tilvísanir og fyrirmyndir í samtímaumhverfi okkar. Slíkar sam- svaranir voru þó ekki alltaf með ráði gerðar. „Baldur er blaðamaður á síð- degisblaði sem er svolítið æsifrétta- blað og það hafa náttúrlega nokkrir atburðir gerst á þessum tíma sem við vorum að skrifa söguna sem snerta það svið,“ segir Björn og tekur sem dæmi þegar ráðist var inn á ritstjórn- arskrifstofur DV fyrir nokkrum árum. „Við vorum í raun búnir að skrifa það inn í myndina áður en at- burðurinn átti sér stað,“ segir Björn sem telur miklu máli skipta að sagan sé trúverðug og sannfærandi. „Það er kannski stór hluti af þessum galdri að láta söguna vera sannfærandi og ég held að það sé sama gliman og spennusagnahöf- undar hér á landi hafa átt í á und- anförnum árum. Það hefur lukkast mjög vel í bókmenntunum og nú einnig í Mýrinni. Við þurfum að gera þessar sögur þannig úr garði að þær séu trúverð- ugar um leið og við setjum þær í okkar samhengi og umhverfi sem er nauðsynlegt til að fólk kaupi það sem í gangi er,“ segir Björn. Afmarkaður heimur Köld slóð gerist að mestu leyti í afskekktri virkjun á hálendi Islands þar sem örfáar manneskjur vinna. „Þetta er bara lítill, einangraður og lokaður heimur sem er svolítið öðru- vísi og sérstakur. Þetta er sögusvið sem gefur höfundum tækifæri til að vinna með hluti sem er kannski erf- iðara að eiga við eða virka öðruvísi ef sagan gerðist til dæmis allan tímann á götum Reykjavíkur," segir Björn og bendir á að svona afmarkaður og ein- angraður heimur eigi sér hliðstæðu í mörgum spennumyndum. Hann segir að virkjunin hafi verið valin sem sögusvið þar sem hún býður upp á þann aflokaða heim sem sagan krefst. Þá skipti ekki síður máli að virkjanir eru afar sjón- ræn og tilkomumikil mannvirki. „Þessar virkjanir eru náttúrlega stærstu og flottustu leikmyndir sem byggðar hafa verið á íslandi og eru því mikilfenglegt og skemmtilegt umhverfi fyrir kvikmynd,“ segir Björn. Upptökur við erfiðar aðstæður Upptökur á Kaldri slóð fóru meðal annars fram í virkjununum í Búr- felli og á Sultartanga og stóðu frá því í febrúar fram á vor þegar allra veðra ervon. ,Það er nu einu sinni svo með bio- myndir að þó að það sé varið miklunt peitingum í að búa þær til, sérstaklega í Hollywood, renna menn alltafsvo- litið blint í sjóinn. Það er aldrei hægt að segjafyrir unt hvernig markaðtirinu bregst við þeim." / írmantomur nasar BlaöíO/tyþór Kvikmyndin Köld slóð í leikstjórn Björns Brynjúlfs Björnssonar verður frumsýnd í dag en hún er fyrsta kvikmynd í fullri lengd sem Björn gerir, en áður hefur hann meðal annars fengist við gerð sjónvarpsauglýsinga og heimildar- mynda. Köld slóð er spennumynd sem fjallar um blaðamanninn Baldur sem Þröstur Leó Gunnarsson **• leikur. Öryggisvörður í afskekktri virkjun á hálendinu finnst látinn og Baldur fær áhuga á að rannsaka málið eftir að hann kemst að því að hinn látni var faðir hans sem hann hafði aldrei kynnst. Hann ræður sig því í starf í virkjuninni og við tekur spennandi atburðarás. Björn Brynjúlfur segir að sagan sem sögð er í myndinni sé öðrum þræði byggð á persónu Baldurs, þrám hans og löngunum. „Hins vegar býr myndin yfir eig- inleikum spennusögunnar og við tvinnum þetta saman ef svo má segja. Þetta er ekki eins og margar spennumyndir sem eru bara keyrðar áfram á innantómum hasar og karakterarnir gætu allt eins verið teiknimyndafígúrur. Okkur finnst að hún verði líka að höfða til fólks með áhugaverðum persónum af holdi og blóði sem hafa sínar til- finningar. Fólk á auðveldara með að setja sig í spor þeirra og það gefur myndunum meiri dýpt og þær verða áhugaverðari fyrir vikið. Þetta er mikið gert í spennusögum, sérstak- lega norrænum sögum og nú einnig í breskum, þar sem karakterarnir eiga við sína persónulegu demóna að stríða sem skipta jafnframt miklu máli í sögunni," segir Björn. 50 útgáfur af handritinu Björn skrifaði söguna sjálfur en Kristinn Þórðarson, sem er fram- ~f leiðandi myndarinnar ásamt Magn- úsi Viðari Sigurðssyni, skrifaði handritið. „Það eru um fimm ár frá því að við byrjuðum á þessu og ég held að Kristinn hafi skrifað yfir 50 út- gáfur af handritinu. Við fengum náttúrlega mikið af góðu fólki til að lesa það yfir með okkur og krítís- era í því ferli. Við ákváðum að taka okkur langan og góðan tíma í þetta og vinna vel því að það er náttúrlega grunnurinn að því að það sé gaman að horfa á bíómyndir að sagan sé góð. Við ákváðum að skrifa sögu sjálfir en ekki gera hana eftir bók sem væri þegar til, sem er náttúrlega góð og gild leið líka,“ segir Björn og >. bætir við að mikið sé lagt upp úr sjónrænum eiginleikum sögunnar fyrir vikið. Kvikmyndir sem gerðar eru eftir þekktum skáldsögum hafa gjarnan það forskot á aðrar kvikmyndir að fólk þekkir sögurnar fyrir og gerir sér því vissar væntingar um þær fyrirfram. Björn tekur undir að það geti vissulega verið gott út frá kynn- ingar- og sölusjónarmiði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.