blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 23
blaðið FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 31 „Þetta voru náttúrlega mjög oft erfiðar aðstæður. Við lentum í af- takaveðrum og gátum ekki tekið og þá sátu menn kannski í fjallakofa og spiluðu á spil meðan þeir biðu af sér veðrið. Það eru nú samt víða erfiðar að- stæður við vinnu þannig að okkur var það svo sem ekkert meiri vor- kunn en öðrum. Við tókum þvi sem að höndum bar í því eins og aðrir en það var enginn pikknikk að taka upp þessa mynd, langt frá því,“ segir Björn en bætir við að þrátt fyrir erf- iðar aðstæður hafi engir teljandi erfiðleikar komið upp við tökur. Þá spillti ekki fyrir að góður andi var í hópi tökuliðs og leikara og mikill áhugi á verkefninu. Köld slóð er sem fyrr segir fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Björn leikstýrir og því margt sem hann hafði ekki reynt áður. „Þetta var svolítið nýtt fyrir mér. Þessi mikla vinna með leikurunum sem fylgir gerð bíómyndar er kannski það sem er nýjast í öllu þessu ferli fyrir mig. Mér fannst alveg ein- staklega gaman að því að vinna með þessu fólki enda eru þetta alveg garg- andi talentar," segir Björn. Þrátt fyrir að Björn hafi ekki gert kvikmynd í fullri lengd áður hefur hann mikla reynslu á sviði kvikmyndagerðar. Hann hefur meðal annars leikstýrt sjónvarpsauglýsingum og gert heimildarmyndir. „Þetta er náttúrlega mjög ólíkt því sem ég hef verið að gera þar sem þetta er verkefni sem tekur langan tíma. 1 auglýsingagerðinni tekur allt svo stuttan tíma og þegar verkefni er búið byrjar maður á einhverju nýju. Það var samt margt við þetta sem mér fannst gaman að fást við þannig að ég held að ég ætli að reyna að gera eitthvað meira á þessu sviði. Ég hef alla vega áhuga á því,“ segir Björn sem ætlar þó fyrst að sjá hvernig til tekst með fyrstu myndina áður en hann snýr sér að þeirri næstu. Hann telur þó ólíklegt að hann muni gera framhald af Kaldri slóð. „Þessi saga býður í sjálfu sér ekki upp á eitthvert framhald. Hins vegar er ekki útilokað að maður eigi eftir að gera fleiri myndir af þessari gerð efþað er áhugi á því, sem ég vona að sé,“ segir Björn. Söluréttur til útlanda Þrátt fyrir að Köld slóð verði frum- sýnd í dag hefur sölurétturinn á henni erlendis þegar verið seldur til sænska fyrirtækisins Nonstop Sales. Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn geri samninga um sölu og dreifingu á myndum sínum við erlend fyrirtæki en þeir hafa yfirleitt verið gerðir eftir að þær hafa verið frumsýndar. „Þetta er svolítið skemmtilegt því að það er ekki einu sinni búið að frumsýna myndina og þeir eru ekki búnir að sjá hana í endanlegri gerð heldur bara á grófklipptu stigi. Það er auðvitað gaman að því ef ein- hverjir eru ánægðir með það sem maður hefur gert og telja að það eigi erindi víðar,“ segir Björn. Nonstop mun sjá um kynningu og dreifingu á myndinni erlendis meðal annars á kvikmyndahátíðum. „Þeir eru sérfræðingar í því og það er náttúrlega miklu betra að láta fagmenn um hlutina fremur en að menn séu alltaf að reyna að finna upp hjólið eða gera allt sjálfir í fyrsta sinn. Ég held að það sé alltaf affara- sælla,“ segir Björn sem þorir ekki að spá fyrir um hvernig erlendir kvik- _ SMÁAUGLÝ SINGAR blaöiðn SMAAUGl-VSINGAR@BLADiD.NET myndahúsagestir muni taka spennu- mynd frá Islandi. Rennt blint í sjóinn „Ég veit ekki einu sinni hvernig henni verður tekið hér þannig að ég á erfitt með að tjá mig um það. Það er nú einu sinni svo með bíómyndir að þó að það sé varið miklum pen- ingum í að búa þær til, sérstaklega í Hollywood, renna menn alltaf svolítið blint í sjóinn. Það er aldrei hægt að segja fyrir um hvernig mark- aðurinn bregst við þeim. Það virð- ist engin formúla vera til fyrir því,“ segir Björn. Það sætir einnig tíðindum við gerð Kaldrar slóðar að Sena sem er stærsta dreifingarfyrirtæki kvik- mynda hér á landi kemur að gerð hennar. „Sena hefur aldrei áður lagt peninga eða komið með beinum hætti að framleiðslu íslenskrar kvik- myndar. Við vorum mjög ánægð með að þeir skyldu vilja taka þátt í þessu verkefni. Það er ýmislegt sem sýnir að menn hafa einhverja tiltrú og áhuga á þessu verki sem er mjög uppörvandi. Eg vona að þetta lukkist vel og það verður náttúrlega mjög gott fyrir kvik- myndagerðina hér ef dreifendurnir eru til í að koma meira að gerð mynd- anna, hjálpa til við að fjármagna þær og svo framvegis. Ég held að það muni ekki gera annað en að skjóta fleiri stoðum undir kvikmyndagerð- ina og gefa okkur fleiri tækifæri til að gera myndir,“ segir Björn Brynj- úlfur Björnsson að lokum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.