blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 24
FOSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 blaðiö 'ríiíbl" vd.net r- Ronaldinho hjálpar fátækum Ronaldinlio hélt aftur til Brasiliu á dögunum til að koma á fót Ronaldinho- stofnuninni fyrir fátæk börn i Porto Alegre, heimaborg hans. Börnunum verður boðið upp á menntun og iþróttaiðkun. Fótboltakappinn snjalli sýndi mikil tilþrif þegar hann skemmti börnum sem voru samankomin á fyrsta degi starfseminnar. Skeytir Alex Ferguson segist ætla að halda áfram að gefa aðalmönnum sínum frí í leikjum á næstunni. Hann stillti upp óvenjulegu byrjunarliði gegn Wigan í síðasta leik þar sem sex fastamenn voru á vara- mannabekknum eða ekki í leik- mannahópnum. Ferguson segir aðáþessum árstíma verði hann að hvíla aðalmenn og um leið sýna mönnum sem hafa fengið færri tækifæri að hann beri fullt traust til þeirra. F Ijárfestarnir frá Dubai sem reyna nu i kaupa Liverpool segja ekkert til í umfjöllun DailyTelegraph þar sem sagði að þeir ætluðu ekki að verja neinu fé til leikmannakaupa . og hygðust selja félagið aftur effir sjö ár með miklum hagnaði. Þeir sögðust í gær líta á Liverpool sem langtímafjárfestingu og ætluðu að sjá til þess að stjóri liðsins hefði úr nægu fé að moða. Mascherano gætiveriðáförum frá West Ham í upp- hafi næsta árs. The Sun greinir frá því að Juventus sé nálægt því að semja um kaup á leikmanninum sem hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit eftir að hann fluttist til austurhluta Lundúna- borgar. Kaupverðið er sex millj- ónir punda, andvirði um 800 milljóna króna, samkvæmt blað- inu og gengur Mascherano þá til liðs við Juve í janúar. Fari sem horfir gætu stuðningsmenn Newcastle átt eftir að fagna heimkomu gamals leikmanns félagsins. Jonathan Woodgate hefur gert það gott hjá Middlesbrough í . láni frá Real Madrid og nú ku hans gamla félag hafa PÓSTURINN Gleymdirðu að senda jólakort? Þú hefur enn tækifæri, sendu jólaskeyti. Enski leikmannamarkaöurinn opnast á nýársdag: Margir á faraldsfæti ■ Útsala hjá Chelsea og Blackburn ■ Hargreaves kostar 1,5 milljarða Mikiö er spáö í hreyfingum á leikmannamarkaði í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir, en opnað veröur fyrir félagaskipti 1. janúar og lokað fyrir þau aftur þann 31. Orðrómar eru farnir á kreik og sumir leikmenn eru orðaðir sterklega við önnur félög. Blaðið tók saman þá helstu. OWEN HARGREAVES Félag: Bayern Munchen Aldur: 25 Staða: Varnarsinnaður miðjumaður/hægrl bakvörður Áhugasöm félög: Manchester United Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreav- es hefur marglýst yfir áhuga sínum á að ganga til liðs við Manchester United að undanförnu eftir tíu ára vist hjá Bayern Miinchen. Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, bauð í Hargreav- es síðasta sumar en forráðamenn Bayern höfnuðu og sögðu Ferguson að öllum boðum undir einum og hálfum milljarði íslenskra króna yrði hafnað. NIGELREO-COKER Félag: West Ham Aldur: 22 Staða: Miðjumaður Áhugasöm félög: Manchester United, Arsenal, Everton Hinn nýi knattspyrnustjóri West Ham, Alan Curbishley, segist ekki vilja missa Reo- Coker sem hefur fallið í áliti hjá stuðnings- mönnum Hamranna að undanförnu eftir slaka spilamennsku á leiktíðinni. Arsenal, Manchester United og Everton sýndu leikmanninum áhuga í sumar og eru talin líkleg til að endurvekja þann áhuga. Egg- ert Magnússon og félagar munu þó ekki skoða tilboð undir einum milljarði króna. SHAUN WRIGHT-PHILLIPS Félag: Chelsea Aldur: 25 Staða: Hægri kantmaður/framherji Áhugasöm félög: West Ham, Newcastle, Manchester City, Portsmouth Shaun Wright-Phillips var keyptur til Stam- ford Bridge sumarið 2005 fyrir 21 milljón punda eða tæpa 2,9 milljarða íslenskra króna en hefur fá tækifæri fengið hjá Jose Mourinho . Talið er líklegt að hann verði lánaður til eins af ofangreindum áhugasömum liðum út tímabilið áður en Mourinho ákveður hvort leikmanninum verður haldið eða hann seldur, sem yrði væntanlega með miklum afföllum. ASHLEY YOUNG Félag: Watford Aldur: 21 Staða: Miðjumaður/framherji Áhugasöm félög: Arsenal, Tottenham Frammistaða Ashleys Young hefur verið einn fárra Ijósra punkta hjá Watford það sem af er tímabili. Arsene Wenger hefur lýst yfir áhuga á leikmanninum en forráðamenn Watford vita sem er að Young er ómissandi ef félagið hefur áhuga á að halda sér í úrvalsdeildinni. Því er viðbúið að þeir Wenger og Martin Jol, hjá Tottenham, verða að bjóða fúlgur fjár til að fá Young til liðs við sig. DARREN BENT Félag: Charlton Aldur: 22 Staða: Framherji Áhugasöm félög: Tottenham, Liverpool (fallbaráttu, sleginn út úr bikarnum af þriðju deildar liði Wycombe á meðan hann er að reyna að vinna sér sæti í enska lands- liðinu mun Darren Bent líklega taka boðum frá stærri félögum fagnandi en Tottenham og Liverpool hafa helst verið nefnd í því sambandi. Bent gekk til liðs viö Charlton sumarið 2005 frá Ipswich fyrir 2,5 milljónir punda og hefur skorað 25 úrvalsdeildar- mörk í 54 leikjum fyrir félagið. LUCAS NEILL Félag: Blackburn Aldur: 28 Staða: Miðvörður/hægri bakvörður Áhugasöm félög: Liverpool, Newcastle, Aston Villa Samningur varnarfyrirliðans Neill við Black- burn rennur út næsta sumar og hefur Neill sagst vilja fara til stærra félags á Englandi. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, bauð 270 milljónir króna fyrir leikmanninn í sumar sem forráðamenn Blackburn höfnuðu. Það dregur nær samningslokum og ætli Black- burn að fá eitthvað fyrlr sinn snúð verða þeir að selja ástralska landsliðsmanninn í janúar. SKEYTI Hægt er að senda skeyti á netinu á postur.is, á næsta pósthúsi eða hringja í síma 1446 www.postur.is Fræg ummæli 2006 Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunder- land og fyrrverandi fyrirliði Manc- hester United, um leikaraskap: „Ég er ánægður með aö vera hættur aö spila, leikmenn eru að snúa hver á annan sérstaklega I úrvalsdeildinni. Ég fæ ekki skilið leikmenn sem velta sér um í þrjátíu sekúndur og standa svo upp eins og ekkert hafi í skorist. Ég myndi dauðskammast mín auk þess sem það er svindl að reyna að koma öðrum leik- manni í vandræði." Zinedine Zidane um hvaða orð Marcos Materazzi reittu hann til svo mikillar reiði að hann skallaði Materazzi i bringuna i úrslitaleik heimsmeistara keppninnar í sumar: „Oröin sem hann sagði vöröuðu systur mína og móður. Ég heyrði orðin einu sinni, tvisvar, og í þriðja skiptið réði ég ekki við mig. Ég er karlmaður og sumum orðum er erfiðara að taka en gjörðum. Ég hefði frekar viljað vera kýldur niður en heyra þetta." Sven-Göran Eriksson er beðinn um að gefa eftirmanni sínum góð ráð í starfi landsliðsþjálf- ara Englands: „Ef þú ert ekki að fara á skrif- stofuna eða knattspyrnuleik, haltu þig þá heima, læstu hurðinni og gerðu ekkert." Thierry Henry eftirtap Arsenal fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistara- deildarinnar í vor: „Ég veit ekki hvort dóm- arinn var i Barcelona- treyju en leikmenn Barcelona fengu að sparka í mig allan leikinn. Ef dómarinn hefur ekki viljað að Arsenal ynni, hefði hann átt að segja frá þvi í byrjun." Stuart Pearce afsalar sér bóta- rétti verði honum sagt upp sem knattspyrnu- stjóra Manchester City: „Af hverju ætti Manchester City að borga mér fyrir að vera ekki knattspyrnustjóri þeirra? Ég hef verið svo heppinn að hafa þénaö ágætis aur sem knattspyrnumaður og nú sem knattspyrnustjóri. Ég vil ekki vera að þrátta við framkvæmdastjórann um nokkra þúsundkalla. Konunni minni finnst ég algjör asni en þetta er mín skoðun." Sam Allardyce, knattspyrnu- stjóri Bolton, eftir að Ivan Campo fékk rautt spjald i leik með varaliðinu: „Þetta var hrein heimska. Því miður á Campo það tilaðdetta úrjafnvægi. Þess vegna er hann ekki lengur liðs- maður Real Madrid heldur Bolton." ..3

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.