blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 14
blaðiö blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Vertu ekki að plata mig Nú styttist í að íbúar Hafnarfjarðar kjósi um stækkun álversins í Straumsvík og eru forsvarsmenn álversins komnir í bullandi kosningabaráttu eins og fréttir vikunnar hafa borið með sér. f fyrradag fengu átta þúsund íbúar Hafnarfjarðar geisladisk að gjöf frá Alcan á íslandi. Með fylgdi kort frá Rannveigu Rist, forstjóra fyrirtækisins, þar sem hún færir samstarfsfólki sínu bestu þakkir fyrir ánægjulega sambúð í fjörutíu ár. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins, sagði í Blaðinu í gær að forsvarsmenn Alcan á fslandi hygðust kappkosta við að upplýsa fólk hvernig þeir sæju stækkun álversins fyrir sér. “Við munum ganga grímulausir inn í þessa umræðu,” sagði Hrannar. Það er gott að upplýsa fólk og enn betra ef það er gert grímulaust en þó ég sé viss um að margir hafi kunnað að meta gjöfina þá var hún samt ósmekkleg. Ef forsvarsmenn Alcan hafa góðan málstað þá eiga þeir ekki að þurfa að kaupa sér velvild. Diskurinn sem Hafnfirðingar fengu að gjöf er með Björgvini Halldórssyni og Sinfóníuhljómsveit íslands. Það er kannski svolítið kaldhæðnislegt að á disknum er meðal annars að finna lagið “Vertu ekki að plata mig.” Það er engin spurning að stækkun álversins í Straumsvik er góð fyrir íslenska áliðnaðinn en eflaust létu fáir sér detta í hug að stækkunin yrði líka vatn á myllu íslenska tónlistariðnaðarins. Það er lofsvert að bæjarstjórn Hafnarfjarðar ætli að boða til kosninga um stækkun álversins úr 180 þúsund tonnum í 460 þúsund tonn. Auðvitað eiga íbúar að kjósa um jafn mikilvæg mál og þetta en ættu ekki fleiri en íbúar Hafnarfjarðar að fá að gera það? Þann 15. desember undirrituðu Rannveig Rist og Friðrik Sophusson samkomulag sem framlengir fram á mitt næsta ár viljayfirlýsingu um gerð raforkusamnings til stækkunar álversins í Straumsvík. Það er sem sagt svo gott sem búið að ganga frá samkomulagi um orkuverð. Sama dag og Rannveig og Friðrik undirrituðu samkomulagið samþykkti stjórn Landsvirkjunar að heimila forstjóranum að ráðast í útboð á hönnun þriggja virkjana í Neðri-Þjórsá; Hvammsvirkjunar, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar. Útboðið var síðan auglýst 18. desember. Kannski er )etta eðlilegt vinnulag en þetta vekur samt sem áður upp spurningar um >að hvort væntanleg kosning íbúa Hafnarfjarðar um stækkun álversins sé bara sýndarleikur? Það er ekkert leyndarmál að bygging virkjananna er meðal annars háð stækkun álversins í Straumsvík. Þetta kemur skýrt fram í fréttabréfi sem Landsvirkjun sendi inn á öll heimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Rangárþingi Ytra, Ásahreppi og Flóahreppi. Ef við gefum okkur það að mark verði tekið á kosningunum í Hafnarfirði þá eru Hafnfirðingar ekki bara að kjósa um það hvort þeir vilji stækkun álversins heldur eru þeir líka að samþykkja byggingu þriggja virkjana sem munu mynda þrjú uppistöðulón sem verða samanlagt 24 ferkílómetrar að flatarmáli. Er það rétt? Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins KANNTU AÐ TELJA? HRINGDU Á BÍL í SÍMA ALLAR GERÐIR BILA WWW.5678910.IS RÚTULEIGA BÍLALbiGA SEND'BÍLALEiGA SKUTLUTAXI EÐALVAGN PARTÝBUS LEIGUBÍLL 14 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 §UlPpf-l>iAE VA-díR.'E Af> ÓTTflST. —SmÁ ÁRaMáTASPRrLL í GJMGf. TiL fí> TKGWa Að leggja sitt af mörkum Sjálfboðastarf hvers konar verður gjarnan meira áberandi á þessum árstíma en öðrum. Jólin og hátíð- arundirbúningurinn vekja marga, vonandi sem flesta, til umhugs- unar um hag þeirra sem eiga við einhvers konar erfiðleika að etja. Þeir sem eru veikir, fátækir, ein- mana eða fá af einhverjum sökum ekki notið þess sem jólahátíðin hefur upp á að bjóða, eiga samúð okkar sem erum betur á okkur komin. Þessari samúð er gjarnan komið á framfæri með milligöngu fólks sem gefur tíma sinn og vinnu í þágu bágstaddra. Sjálfboðastarf fárra? Skipulögð sjálfboðavinna hefur verið viðtekin hér á landi lengi. Rauði krossinn, Thorvaldsensfé- lagið, sem fagnaði 130 ára afmæli á síðasta ári, og Hringskonur eru félög sem allir þekkja en trúlega flestir þó aðeins af afspurn. Jafnvel er ekki víst að allir utanaðkomandi átti sig á því í fljótu bragði á hvaða vettvangi þessi líknar- og mannúð- arfélög starfa. Það efast hins vegar enginn um að sjálfboðastarf félags- manna þeirra séu unnin af góðum hug og hafi skilað mörgum miklu. Þrátt fyrir langa tilvist góð- gerðafélaga og nokkuð áberandi af- rakstur starfa þeirra má fara nærri því að fullyrða að sjálfboðavinna sé ekki samofin menningu Islendinga almennt. Án þess að hafa tölfræði yfir ársverk unnin í sjálfboðavinnu, sem líklega er ekki til, er hæpið að fullyrða nokkuð. Mér segir þó svo hugur að þátttaka í sjálfboða- starfi sé ekki almenn á Islandi. Að minnsta kosti ekki eins almenn og maður hefur á tilfinningunni að sé, til dæmis, í Bandaríkjunum. Viðhorf Sigríöur Á. Andersen (þágu barna I fréttum fyrir nokkru var sagt frá ungum, nýgiftum hjónum sem létu Barnaspítala Hringsins njóta brúðkaupsgjafanna. Þau fjárfestu í hönnun og gerð búnings fyrir nokkurs konar lukkutröll spítal- ans sem fer um gangana og gleður börnin sem þar dvelja. Fígúran var ísbjörn, Hringur að nafni. Sannar- lega er þetta framtak sem mætti verða okkur hinum til eftirbreytni. I fréttum kom svo fram að enn væri nokkurt fé eftir í sjóðnum sem þau stofnuðu í þessum tilgangi og yrði því varið til þess að fjármagna rekstur fígúrunnar. Til dæmis þyrfti að borga leikurum sem myndu klæðast búningnum. Barnaspítalar eru gjarnan áber- andi vettvangur sjálfboðastarfs. Okkar íslenski barnaspítali var jú reistur að tilstuðlan áratuga sjálfboðavinnu. Á erlendum barnaspítölum eru sjálfboðaliðar hins vegar oft ómissandi þáttur i daglegum rekstri. Alþekkt er að sjálfboðaliðar starfi sem trúðar og aðstoði foreldra við umönnun barnanna. Hér á landi er þetta lítið þekkt. Samt er trúlega ekki erfitt að manna gott. og umfangsmikið sjálfboðastarf í þágu veikra barna. Eða hvað? Þarf virkilega að borga mönnum fyrir ,að taka að sér að leika ísbjöminn Hring og skemmta veikum börnum? Ríkisfaðmurinn Getur verið að hinn alltumlykj- andi faðmur ríkisins hafi svipt Islendinga allri trú á að einstak- lingurinn geti skipt sköpum í vel- ferðar- og mannúðarmálum? Að minnsta kosti virðist það vera að í þeim ríkjum þar sem menn hafa ekki alltaf getað gert ráð fyrir aðkomu ríkisvaldsins að öllum málum hefur skapast meiri hefð fyrir almennu, reglubundnu sjálf- boðastarfi borgaranna. Við getum lært mikið af þessum þjóðum i þeim efnum. Höfundur er lögfræðingur. Klippt & skorið Blöð, tímarit og út- varpsstöðvar kepp- ast nú við að velja mann ársins 2006. Rás 2 hefur um árabil kosið mann ársins með hjálp hlustenda sinna og svo verður einnig nú. Þegar hafa nokkrir fengið titillnn eins og Dorrit Moussaieff sem kosin var kona árs- ins af Nýju Lífi, Róbert Wessman var kosinn maður ársins hjá Frjálsri verslun og Hannes Smárason hjá Fréttablaðinu. Ásta Vilhjálms- dóttir varð (slendingur ársins hjá tímaritinu (safold og knattspyrnumenn ársins hafa þegar verið valdir og í gærkvöldi var kosinn íþrótta- maður ársins svo fátt eitt sé upptalið. Er ekki kominn tími á að kjósa aðalmann ársins? Skrifarivareinnþeirra sem fengu senda jólagjöf í álpappír, sjálfan Björgvin Halldórs- son. Þar sem pakkinn var ómerktur og kom inn um póstlúguna varskrifari lengi að velta því fyrir sér hver á heimilinu ætti að fá þennan ómerkta pakka, hvort merkispjaldið hefði glatast eða hvort pakkinn hefði lent í vit- lausu húsi. Eftir dágóða stund var þó ákveðið að rífa álið utan af pakkanum og kom þá f Ijós geisladiskur og kort þar sem stóð að þetta væri gjöf til Hafnfirðinga frá Álverinu í Straumsvík. Álverið hefði nú alveg getað haft kortið utan á pakkanum svo kurteisir viðtakendur þyrftu ekki að velta siíkum hlutum fyrir sér... Hagstofan hefur gefið út nýjustu tölur um fjölda (slendinga og voru þeir 307.261 talsins þann 1. desember sl. Þetta er óvenju mikil fjölgun og annað árið í röð sem íbúum fjölgar um meira en 2% á einu ári. Við eigum Evrópumet í þessu sem svo mörgu öðru. Margir myndu eflaust vilja meina að (slendingar séu þar með manna fjör- ugastir í rúminu en svo er sennilega ekki þvl fólksfjölgunina má rekja til aðstreymls fólks frá útlöndum. Erlendum rfkisborgurum hefur fjölgað mikið og er hlutfall þeirra nú um 6% af heildarfjölda. Á súluriti Hagstofunnar sést að langflestir eru þeir á Austurlandi eða ríf- lega 25%. elin@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.