blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 1
ORÐLAUS » síöa 34 IÞROTTIR Búast má við miklu kapphlaupi um góða leikmenn þegar leik- mannamarkaðurinn í Evrópu opnast á nýársdag |síða32 261. tölublað 2. árgangur föstudagur 29. desember 2006 FRJÁLST, ÓHÁÐ & f ■ FOLK Ellý Ármannsdóttir þula stendur vaktina í Sjónvarpinu á gamlárs- kvöld og segir ekki fjarri lagi að hún finni fyrir fiðringi | síða ie Tólf dómar fallið á árinu vegna árása á lögreglu við skyldustörf: Oftar ráðist á löggur ■ Hörð átök eftir ólöglega flugeldasýningu ■ Virðingarleysi er vandamál Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Frá apríl hafa alls tólf dómar fallið í héraðsdómi á íslandi vegna árása eða hótana í garð lögreglu. Yf- irlögregluþjónninn Hörður Jóhannesson segir al- mennt virðingarleysi gagnvart lögreglumönnum í samfélaginu vera vandamál. Hann vill þó ítreka að misjafn sauður sé í mörgu fé. „Mér finnst ofbeldi gegn lögreglunni fara vax- andi frekar en hitt,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en vissulega sé það starf lögreglumanna að takast á við svona að- stæður. Því komi ýmislegt upp á. Ráðist var á tvo lögregluþjóna um klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags þegar lögreglan var kölluð vestur í bæ í Reykjavík. Slegið var í háls ann- ars lögreglumannsins. Árásin er flokkuð sem alvar- leg líkamsárás samkvæmt réttarkerfinu. Höggið hefði getað verið lífshættulegt. Átökin voru hörð. Mennirnir voru yfirbugaðir að lokum. Drukknir piltar höfðu haldið vöku fyrir íbúum nálægra húsa með ólöglegri flugeldasýningu. Óheimilt er að skjóta upp flugeldum nema á gaml- árskvöldi og þrettándanum án tilskilinna leyfa. ■ Piltarnir höfðu það ekki. Sjá einnig síðu 6 Álpökkuðum geisladiskum skilað Félagsmenn samtakanna Sól í Straumi skiluöu gjöf fyrirtækisins til þeirra til baka klukkan þrjú í gærdag. Þeir hittu Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á (slandi, í kaffistofu álversins og afhenti Valgerður Halldórsdóttir Rannveigu diskana. Álverið sendi átta þúsund geisladiska á hafnfirsk heimili og þykir samtökunum gjöfin ekki öyggð á málefnalegum forsendum. Kosið verður um stækkun álversins í Hafnarfirði. VIÐTB‘ »síður 30-31 Ekki bara hasar er ekki eins og margar spennumyndir sem eru bara keyrðar áfram á innantómum hásar,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson um mynd sína sem heitir Köld slóö. VEÐUR Austanátt Austanátt, 8 til 15 metrar á sekúndu. Hiti yfirleitt á bilinu 5 til 10 stig. » siða 2 ARAMOT » síður 17-24 sérblað um áramótin fylgir Blaðinu ídag Góðmeti án fyrirhafnar Jóhann Alfreð Kristinsson eyðir ekki dýrmætum tíma í matarstúss. Besta uppskriftin sem hann býöur upp á í einhleypa eldhúsinu er sú að stinga Unglingi seldar skotkökur Fjórtán ára stúlku voru seldar skotkökur hjá Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur og flugeldasölu Gullborgar, sem er í einka- eigu. Stúlkan var hvorki spurð um aldur né skilríki. Blaðið gerði úttekt og fór blaðamaður með stúlkunni í þrjár flugeldaversl- anir. Einungis Björgunarsveitin Ársæll stöðvaði stúlkuna við kaupin. „Það er bagalegt að heyra þetta,“ segir Jón Gunnarsson hjá Landsbjörg. íslamistar flýja Mogadishu Sómalíski stjórnarherinn og Eþíópíuher náöu höfuðborginni Mogadishu á sitt vald úr höndum íslamista í gær. Þó aö margir hafi fagnað komu stjórnarhersins ríkir upplausnarástand í borginni þar sem víða er skotið úr byssum og mikið er um gripdeildir og innbrot. Skömmu eftir að hersveitirnar höfðu náð úthverfum borgarinnar hörfuðu íslamistar frá borginni, að þeirra sögn til að koma í veg fyrir blóðbað. Stór Pizza m/ 2 áleggjum og brauðstangir 1590 kr Sótt 700% íslenskur ostur Mjódd • Dalbraut 1 • Hjarðarhaga 45 5 68 68 68 apwi Smiðjuuegur 4 - Græn gafa Smidjuuegur 6 - flauð gata A Niðhraun 14 - Garðabæ

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.