blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 bla6ið INNLENT KVENFÉLAGSKONUR Gáfu fæðingardeildinni rúm Kvenfélagskonur frá Kvenfélögum Álftaness, Kjósar, Grindavíkur og Vestur-Skaftfellinga gáfu fæðingardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss tvö rafdrifin rúm með aukahlutum. Auðvelt er að stjórna nýju rúmunum og eru þau mjög GÓÐGERÐARSTARFSEMI 21,5 milljónir til geðheilbrigðismála Tæplega 21,5 milljónir króna söfnuðust í styrktarátaki Sparisjóðsins fyrir ný verkefni á geðheilbrigðissviði. Styrktarátakinu lauk á aðfangadag og voru styrkirnir afhentir forsvarsmönnum átta félaga í gær, og hlutu þau að meðaltali rúmlega 2,5 milljónir króna hvert. MÝVATNSSVEIT Eldsvoði í Mývatnssveit Maðurinn sem slasaðist í bruna í Malarvinnslunni í Mývatnssveit á jóladag var fluttur af Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri yfir á Landspítala - háskóla- sjúkrahús. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu. DV selt og tímaritið Birta lagt niður: missa vinnu „Þessar breytingar hafa óveruleg áhrif á starfsfólk ritstjórna blað- anna,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. „Við erum í raun að færa okkur frá allri annarri prentút- gáfu heldur en útgáfu Fréttablaðs- ins og fylgiblaða þess.“ Stjórn 365 miðla kynnti í gær að búið væri að selja útgáfurétt á DV til Dagblaðsins-Vísis útgáfufélags ehf. Kaupendur eru útgáfufyrir- tækið Hjálmur ehf., sem er í eigu Baugs, og feðgarnir Janus Sigur- jónsson og Sigurjón M. Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Blaðsins. 365 mun þó áfram eiga 40 pró- sent í útgáfu DV. Þá hafa tímaritin Hér & Nú og Veggfóður verið seld til Otgáfufé- lagsins Fögrudyra ehf., sem gefur út tímaritið ísafold. Samhliða þessum viðskiptum tilkynnti stjórn 365 að ákveðið hefði verið að leggja tímaritið Birtu niður og fella það inn í Frétta- blaðið á næsta ári. Að sögn Ara munu breytingarnar ekki kalía á miklar upp- Hefur óveruleg áhrífá starfsfólk rítstjorna Arl Edwald, forstjóri 365 sagnir og segir hann öllum starfs- mönnum DV hafa verið boðin vinna hjá hinu nýja útgáfufélagi. „Við munum segja upp sjö starfs- mönnum í stoðdeildum, aðallega sölumönnum. Að öðru leyti hafa þessar breytingar ekki áhrif á starfsmenn 365“ ÞÚ GETUR ÞAÐ LfKAi Valgeir SkagfjörÖ leikari, fyrru m stórreykingarrraður, sagir hérfrá reynslu sinni af reykingum. Hann dra p i fyri r f ullt og allt og held ur nú námskeið fyrir þá sem vilja taka þá ákvörðun. Eftir að hafa les^ þessa bck getur þú hætt líka .betta er störfróðleg cg skemmtileg bók. Hún logará milli fingranna og ég er viss um að hun oetur slökkt 1' stærri stubbum en mér* Bnar MlrGufiinundsion, ifcheíurfdur Lögreglan í átökum Lögreglan þarf oft aö takast á við menn í, miðborginni um helgar. Hér er hún í eldri átökum. Mynd/Eggert Tólf dómar fallið á árinu vegna árása á lögreglu við skyldustörf: Lögreglumaður sleginn í hálsinn ■ Virðingarleysi er vandamál ■ Sjúkraflutningamenn þurfi á vernd Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Ráðist var á tvo lögregluþjóna aðfara- nótt fimmtudags þegar þeir sinntu útkalli. Slegið var í háls annars lög- reglumannsins. Árásin er flokkuð sem alvarleg líkamsárás samkvæmt réttarkerfinu. Höggið hefði getað verið lífshættulegt. Frá apríl hafa alls tólf dómar fallið í héraðsdómi á íslandi vegna árása eða hótana í garð lögreglu. Yfirlög- regluþjónninn Hörður Jóhannesson segir almennt virðingarleysi í samfé- laginu vera vandamál. Hann vill þó ít- reka að misjafn sauður sé í mörgu fé. Það var um fjögur aðfaranótt fimmtudags sem lögreglan var kölluð vestur í bæ í Reykjavík. Ástæðan var sú að drukknir menn höfðu haldið vöku fyrir íbúum nálægra húsa með ólöglegri flugeldasýningu. Óheimilt er að skjóta upp flugeldum nema á gamlárskvöldi og þrettándanum án tilskilinna leyfa. Piltarnir höfðu það ekki. Óljóst er hvernig átökin hófust en mennirnir réðust á lögregluþjónana. Átökin munu hafa verið hörð. Annar maðurinn slær lögreglumanninn í hálsinn og getur slíkt högg verið stórhættulegt. Mennirnir voru yfir- bugaðir að lokum. Þeir gistu fanga- geymslur lögreglunnar og fóru í skýrslutöku í gær. „Mér finnst ofbeldi gegn lögregl- unni fara vaxandi frekar en hitt,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík. Á einu ári hafa tólf mál komið til kasta héraðs- dóms á íslandi þar sem menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á eða hóta lögreglumönnum. Þá sagði Blaðið frá því í júní síðastliðnum að dæmi væru um að sjúkraflutn- ingamenn þyrftu á lögregluvernd að halda um helgar. Varaformaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna bað þá fólk um að sýna meiri tillitssemi hvert gagnvart öðru. „Við erum ekki eina stéttin sem verður vör við þetta breytta and- rúmsloft," segir Hörður en bendir einnig á að vissulega sé það starf lögreglumanna að takast á við svona aðstæður. Því komi sitt af hverju upp á. Hann bendir einnig á að flestir borgarar séu til fyrirmyndar. Alltaf séu þó einhverjir sem sé sama um umhverfi sitt og skapi óskunda að sögn Harðar. ! Gerald Ford, fyrrum Bandaríkjaforseti: Gagnrýnir Bush að handan Gerald Ford, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, sagði í viðtali við Wash- ington Post í júlímánuði 2004 að innrás Bandaríkjamanna í írak hafi ekki verið réttlætanleg. Þetta kom fram í Washington Post í gær, en viðtalið mátti ekki birtast fyrr en eftir dauða forsetans. í viðtalinu gagnrýnir Ford núverandi forseta, Dick Cheney varaforseta og Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra, harðlega. I forsetatíð Fords gegndi Cheney starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins og Rumsfeld starfi varnarmálaráðherra. „Rumsfeld, Cheney og forsetinn gerðu mikil mistök þegar þeir voru að réttlæta innrásina í Irak. Þeir lögðu alltof mikla áherslu á tilvist kjarnorku- vopna í írak. Ég hef aldrei sagt op- inberlega að þeir hafi gert mistök, en það var eindregin skoðun mín að það hafi verið mikil vitleysa hvernig þeir réttlættu það sem þeir höfðu í hyggju." Ford segir að hefði hann gegnt embætti forseta á þessum tíma hefði hann ekki farið í stríð. „Sjálfur hefði ég lagt mun meiri áherslu á að ná okkar fram með refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.