blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 blaöiö UTAN ÚR HEIMI SADI-ARABIA Milljónir í Mekku Reiknað er með að um þrjár milljónir múslíma hvaðanæva úr heiminum hafi lagt leið sína til Sádi-Arabíu til að taka þátt í hajj-hátíðinni sem hófst í hinni heilögu borg Mekku í gær. Ör- yggismál hafa verið tekin til gagngerrar endurskoðunar eftir að hundruð hafa troðist undir á hátíðinni síðustu ár. Létust í árásum Að minnsta kosti sautján létust í nokkrum sprengingum í Bagdad í gær. (þeirri mann- skæðustu létust tíu þegar bílsprengja sprakk í grennd við al-Shaab leikvanginn, þar sem fólk stóð í röðum til að kauþa steinolíu. Forstjóri sakaður um morð Saksóknari í Rússlandi hefur sakað Leonid Nevzlin, fyrrum forstjóra olíurisans Yukos, um að hafa fyrirskipað morðið á Alexander Litvinenko, fyrrum KGB-njósnara, sem lést í Lundúnum úr póloneitrun í nóvembermánuði. Bandaríkin: Rennslisvirkjanir í Þjórsá: John Edwards í framboð John Edwards, öldungadeild- arþingmaður Norður-Kar- ólínu, hefur ákveðið að gefa kost á sér í bandarísku forsetakosn- ingunum sem ff am fara árið 2008. Þegar hafa Tom Vilsack, ríkisstjóri í Iowa, og Dennis Kucinich, fullrúadeildarþingmaður frá Ohio, tilkynnt um framboð. Enn er beðið eftir yfirlýs- ingu frá Hillary Clinton og Barack Obama, sem margir demókratar binda vonir við. Samið um orkusölu við Alcan Landsvirkjun hefur skrifað undir samning við Alcan um sölu á orku sem fæst við virkjun neðri hluta Þjórsár þótt Hafnfirðingar hafi enn ekki greitt atkvæði um stækkun ál- versins í Straumsvík. „Við lítum alls ekki svo á að þessi orka ein og sér sem þarna verður til fari endilega til stækkunar álvers- ins f Straumsvík. Það eru fleiri sem vilja kaupa,“ segir Helgi Bjarnason, verkfræðingur hjá Landsvirkjun og verkefnisstjóri á svæðinu. Hönnun þriggja rennslisvirkjana í neðri hluta Þjórsár hefur þegar verið boðin út. Margir bændur sem eiga jarðir við neðri hluta Þjórsár eru and- vígir framkvæmdunum sem leiða til þess að hluti af ræktuðu landi Fleiri seem vilja kaupa Helgi Bjarnason, verkfræðingur þeirra fer undir vatn. „Ríkið á að mestu leyti vatnsréttindin í ánni, eða 97 prósent, og líka réttinn til að nýta landið sem þarf til að reisa þessar virkjanir. En ríkið þarf nátt- úrlega að greiða bætur fyrir það land sem fer undir lónin og tilheyr- andi mannvirki. Strax og hönnun er lokið verður hægt að semja um bætur vegna þeirrar röskunar sem verður á viðkomandi jörðum," tekur Helgi fram. Hann segir málið hafa verið kynnt fyrir öllum viðkomandi landeigendum. „Við munum hefja viðræður núna fljótlega eftir áramót um þær jarðir sem verða fyrir mestri röskun. Sums staðar getum við gert svokallaðar mótvægisaðgerðir, til dæmis með því að hækka landið til að þ'að fari ekki undir vatn. Einnig er verið að leggja til að stíflugarður verði gerður á einni jörðinni til að viðkomandi bóndi missi ekki 70 til 80 hektara og jörð hans klofni í tvennt,“ greinir Helgi frá. Sætti bændur sig ekki við þær bætur sem boðnar verða mun gerðardómur úrskurða um þær samkvæmt ákvæði í vatnalögum, að sögn Helga. „{ versta falli getur þurft að skoða hvort Lands- virkjun þurfi að kaupa jörðina.“ Rætt um stíflugerð Herríðarhóll í Asahreppi í Rangár- vallasýslu. www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Stjórnarher Sómalíu og Eþíópíuher komnir til höfuóborgarinnar: Upplausnarástand í Mogadishu íslamistar flýja höfuöborgina Múslímar hvattir til aö styöja íslamistana Eftir Atla fsleifsson atlii@bladid.net Sómalíski stjórnarherinn og Eþíópíu- her náðu höfuðborginni Mogadishu á sitt vald úr höndum íslamista í gær. Þó að margir hafi fagnað komu stjórn- arhersins ríkir upplausnarástand í borginni þar sem víða er skotið úr byssum og mikið er um gripdeildir og inn brot. Skömmu eftir að hersveitirnar höfðu náð úthverfum borgarinnar hörfuðu íslamistar frá borginni, að þeirra sögn til að koma í veg fyrir blóðbað. Islamistar hafa haldið höfuðborg- inni síðan um mitt síðasta sumar þar sem þeir komu á ástandi sem minnti á stöðugleika með íslömskum sjaría-lögum eftir margra ára stjórn- leysi. Islamistarnir flúðu flestir til hafnarborgarinnar Kismayo, fimm hundruð kilómetrum suður af höfuð- borginni og fréttir herma að margir þeirra hafi lagt niður vopn. Síðustu daga hafa eþíópískar her- sveitir aðstoðað veikan her bráða- birgðastjórnar Sómalíu í baráttunni við uppreisnarmenn islamista. Me- les Zenawi, forsætisráðherra Eþi- ópíu, segir að verið sé að ræða við sómalíska embættismenn og háttsetta menn í höfuðborg- inni um hvað eigi að gera til að koma í veg fyrir glundroða í Mogadishu á nýjan leik. Zenawi sagði að milli tvö og þrjú þús- und íslamistar hefðu látið líflð í átökunum sem hófust í síðustu viku. Bráðabirgðastjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi í Mog- adishu og heitir áfram sakaruppgjöf fyrir þá íslamista sem leggja niður vopn. Að sögn BBC óttast margir íbúar Mogadishu að stjórnleysi taki við á nýjan leik eftir brotthvarf íslamist- anna. Talið er að sómaliskir stríðs- herrar sem réðu yfir borginni fyrir komu íslamistanna reyni nú að ná yfirráðum á nýjan leik. Talsmaður íslamista sagði að brotthvarf þeirra þýddi ekki að baráttunni væri lokið, en íslamistar hafa ráðið yfir mestum hluta Sómaliu siðustu mánuði. Hundruð manna hafa látið lifið í átökum siðustu mánuði og hafa talsmenn Rauða krossins lýst yfir miklum áhyggjum af ástandinu. Samband Afríkuríkja hefur beint þeim orðum til Eþiópíuhers að hann yfirgefi Sómalíu sem allra fyrst. Þá fundaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna annan daginn í röð um ástandið í landinu en gat ekki komið sér saman um ályktun þar sem mörg ríki voru andsnúin tillögu Kat- ars um að allt erlent herlið yfirgæfi Sómalíu. Bandaríkjamenn hafa sakað íslam- ista i Sómalíu um að tengjast hryðju- verkasamtökunum A1 Qaeda.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.