blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 blaðiö Varað við hundaæði Heilbrigðisyfirvöld hafa varað íbúa New York-borgar við að koma nálægt dýrum sem ganga laus í borginni í kjölfar fjölgunar hunda- æðistilfella. Flest tilfellin hafa komið upp í Staten Island-hverfinu þar sem þvottabirnir þrífast, en þeir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir hundaæði. Sjö létust í þyriuslysi Sjö týndu lífi þegar þyrla hrapaði í sjó- inn í Morecambe-flóa á vesturströnd Bretlands á miðvikudagskvöldið. í þyrlunni voru fimm starfsmenn olíubor- palls auk tveggja manna áhafnar. Mikill hagnaður IKEA Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, talaði af sér í jólaboði og sagði að IKEA borgaði sex milljarða sænskra króna í skatta af hagnaði rekstrarársins samkvæmt sænskum fjölmiðlum. Þetta þýðir að hagnaður fyrirtækisins hafi verið um 250 milljarðar íslenskra króna á árinu. Talsmenn IKEA í Svíþjóð hafa ekki viljað tjá sig um málið. Eldri borgarar: Ætla að bjóða fram í vor „Eldri borgarar eru ákveðnir í að bjóða fram til alþingiskosn- inga í vor og undirbúningsvinna er nú í full- um gangi,“ segir Baldur Ágústsson, fyrrverandi forstjóri, en hann flutti tillögu að því að eldri borgarar stofnuðu til sérframboðs í vor á fundi eldri borgara fyrr í mánuðinum. Baldur segir að búast megi við að undirbúnings- vinnu ljúki í janúar og að þá verði tilkynnt um hverjir verði í lykilstöðum í framboðinu. Liechtenstein: Landið stækkar Smáríkið Liechtenstein hefur stækkað um hálfan ferkílómetra eftir nákvæmari mælingar stjórn- valda á landamærum ríkisins. Hluti landamæranna liggur hátt og þau höfðu aldrei verið almennilega mæld. Rikið mælist nú 160,48 ferkílómetrar og mæl- ast landamærin 77,9 kílómetrar. ísraelar heimila vopnainnflutning: Fatah fær vopn ísraelska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að það hafi veitt heim- ild til vopnaflutnings frá Egyptalandi til öryggissveita Mahmouds Abbas, forseta Palestínu. „Aðstoðin er veitt til að styrkja frið- aröflin gegn þeim myrku öflum sem ógna framtíð Mið-Austurlanda,“ segir Amos Gilad, deildarstjóri í ráðuneyt- inu. Talsmaður Abbas forseta neitaði því að nokkur slíkur flutningur hafi átt sér stað en að sögn Haaretz var um að ræða innflutning á um tvö þúsund rifflum, tuttugu þúsund skothylkjum og tveimur milljónum skota. Vopnin voru flutt í fjórum bílum í fylgd hersins. Talið er að öryggis- sveitir Fatah-hreyfingarinnar muni nota vopnin til að reyna að stöðva vopnainnflutning Hamas-liða. Átök hafa geisað milli fylkinga Fatah-hreyf- ingar Abbas forseta og Hamas-liða á heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna síðasta mánuð og er talið að ísraelar vilji að liðsmenn Fatah hafi þar betur. Skemmtun á Ingólfstorgi í dag í jólamánuðinum hafa fjölmargir landsmenn tekið snúning á skautasvelli TM á Ingólfstorgi, en í dag, 29. desember, er síðasti dagurinn sem opið er á svellið. Af því tilefni bjóðum við hjá TM upp á veglega skemmtidagskrá á Ingólfstorgi ídagfrákl. 17:00-20:00. Fjölbreytt skemmtiatriði, m.a.: Jazzhljómsveitin „Johnny and the rest", Baggalútur, Skoppa og Skrítla, ídýfurnar o.fl. Heitt Svyiss Miss kakó og piparkökur í boði. Góða skemmtun. TM - sterkir á svellinu! TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sfmi 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is / www.tryggingamidstodin.is 50 ARA Landhelgisgæslan: Fjórar þyrlur í notkun Leiguþyrlur frá Noregi ■ Leitað um allan heim ■ íslendingar þjálfaðir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Strax eftir áramót heldur Benóný Ásgrímsson, yfirflugstjóri hjá Land- helgisgæslunni, til Lundúna til að sækja fjórðu björgunarþyrluna í þyrludeild Gæslunnar. Þar með hefur deildin tvöfaldast á nokkrum mánuðum. Þann 30. september tók gildi samningur um leigu á þyrlu af gerðinni Super Puma sem er í eigu norska fyrirtækisins Air Lift. Vélin sem sótt verður til Lundúna er af gerðinni Dauphin og er hún í eigu annars norsks fyrirtækis, Heli- kopter Service. Leiguþyrlurnar eru sömu gerðar og þær sem fyrir eru hjá Landhelgisgæslunni. „Það kom okkur verulega á óvart hversu erfitt var að fá björgunar- þyrlur á leigu. Tíminn sem var til stefnu frá því að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottflutning á björg- unarþyrlum sínum var heldur ekki langur,“ tekur Benóný fram. „Leitað var að björgunarþyrlum um allan heim en reynt var að miða við teg- undir sem við höfum reynslu af og réttindi á. Þetta reyndist mjög erf- itt,“ bætir hann við. Það reyndist ekki heldur auðvelt að manna leiguþyrlurnar í einni svipan. „Sem betur fer eru talsvert margir hér á landi komnir með þyrluréttindi en þeir eru ekki með mikla reynslu. Við höfum bara ekki haft tök á því að þjálfa þá og þess vegna höfum við fengið leigða Norð- menn til að aðstoða okkur. Við vonumst til að vera búnir að Leituðu um allan heim Benóný Ásgrímsson yfirflugstjóri þjálfa íslendinga um mitt næsta ár en þjálfun hvers og eins tekur um sex til átta mánuði,“ greinir Benóný frá. Áður voru áhafnirnar á björgun- arþyrlunum þrjár en nú verða þær sex. Fimm manns eru í hverri áhöfn, tveir flugmenn, flugvirki sem stýrir björgunarspilinu, sigmaður sem jafnframt er stýrimaður og svo er læknir fimmti maðurinn. Eftir breytingarnar eru tvær áhafnir á vakt, að sögn Benónýs. Hann segir nauðsynlegt að fara hægt og rólega af stað vegna breyt- inganna, bæði vegna nýrra áhafna og vegna þess að þyrlurnar fjórar eru ekki allar eins útbúnar. „En reynslan sem er að byggjast uþp í þyrludeildinni mun nýtast til framtíðar.“ Leiguþyrlurnar eiga að brúa bilið þar til keyptar verða viðbótarbjörg- unarþyrlur eða þyrlur leigðar til framtíðar, að því er Benóný greinir frá. Super Puma þyrlan er leigð til eins árs með möguleika á fram- lengingu. Samningurinn hljóðar upp á 14 milljónir króna á mánuði og 150 þúsund krónur fyrir hvern floginn flugtíma. Áætlaður kostn- aður við samninginn til eins árs er um 210 milljónir króna, að því er segir í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Mynd/Halléöi I viðbragðsstöðu Þyrla Landhelgisgæslunnar og tvær varnarliðsþyrlur sem nú hafa verið fluttar á brott. Lóðaúthlutanir borgarinnar: Dagur á að vita betur „Ég undrast mjög ummæli Dags B. Eggertssonar um lóðamál borgar- innar því hann á að vita betur. Hann situr í skipulagsráði og á að þekkja vel til þeirrar miklu skipulagsvinnu sem hefur farið fram undanfarið,” segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður skipulagsráðs. Hún bendir á að verulega hafi skort á fjölda sérbýlishúsalóða í tíð fyrr- verandi meirihluta og áætlanir nú geri ráð fyrir mun fleiri lóðum til út- hlutunar. Hanna Birna er því hissa á gagnrýni oddvita Samfylkingar- innar og segir nýjan meirihluta DagurB. Eggerts- son á að vita betur Hanna Birna Kristjánsdóttir, Forseti borgarstjórnar standa við gefin loforð í lóðamálum og gott betur. „Dagur á að vita að áætlanir gera ráð fyrir úthlutun um fimm hundruð sérbýlishúsalóða á næsta ári. Það er álíka mikið og þeim tókst að úthluta á öllu síðasta kjörtímabili," segir Hanna Birna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.