blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 26
3 4 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 blaöiö Ég kemst ekki i vinnuna, þvi mér hefur verið rænt! Kona sem nennti ekki í vinnu sína á skyndibita- stað í miðborg Berlínar sendi foreldrum sínum skilaboð um að henni hefði verið rænt svo hún mætti lúra ögn fram eftir. Capoeira Er brasilísk bardagalist sem sennilega á rætur að rekja til Afríku. Þátttakendur mynda hring „roda” og skiptast á um að syngja, leika á hljóð- færi og stíga dansspor og sýna bardagahreyf- ingar í miðju hringsins. Snyrtibuddan Farði Prodigy farðinn frá Helenu Rubinstein er einstaklega vand- aður og gerir húðina mjúka og geislandi. Farðinn jafnar húð- litinn og endist allt kvöldið sem er mik- ill kostur þar sem áramótapartíin eiga þaö til að dragast á langinn. Gyllt púður Yfirfarðann er tilvalið að setja Fairy Dust sem er flngert gyllt púður sem gefur húð- inni geislandi yfirbragð og gerir hana sér- staklega fallega. m/. fmi Augnskuggar Nýju augnskugg- arnir frá Helenu Rubinstein eru virkilega flottir og áramótalegir. Wanted Eyes eru fáanlegir í mörgum litum og þessir hérna eru frábærirf. kvöldförðun. Askjan inni- heldur tvo liti, svartan meö glimmeri og fölgylltan. 1 ) Maskari Til að fullkomna augnförðunina er Lash Queen Waterproof maskarinn tilvalinn en hann gerir augnhárin löng og falleg. Varalitur Þessi varalitur kemur í ótrúlega fallegum rauðum lit en eins er hægt að fá hann i bleikum tónum fyrir þær : sem kjósa það frekar. ! Varaliturinn gefur þéttan og þekjandi lit sem helst lengi á vörunum sem er tilvalið fyrir gamlárs- kvöld þegar altt snýst um kossa og kampavínsglös. \ Eldhús Jóhanns \ Alfreös Krist- 1 \ inssonar er margbrotiö og færanlegt og i þetta skipti ' gefur hann afar einfalda uppskrift að velheppnuöu kvöldi Sígilda piparsveinauppskrift. Nefni- lega þá aö stinga aur í vasann og arka út á góöan veitingastað í góöra vina hópi og heimta eitthvað gott frá kokkinum. Hann eyóir ekki dýr- mætum tíma i stúss í eldhúsinu og les sér til um hvernig elda má meö- læti með tilbúnum skyndiréttum svo sem soönar kartöflur úr biblíu allra húsmæöra, Matreiðslubók Helgu Sig. Uppskriftir úr móðuharðinduiuint M Fullt nafn: Jóhann Alfreð Kristinsson Aldur: 21 Andlegur aldur: Fer eftir því hvort það er virkur dagur eða helgi. Starf: Stúdent og ýmis viðvik hér í bæ. Fyrirmynd í Iffinu: Boðberar frelsis og mannúðar. Þeir eru margir. Að vinna á togara eða við blóma- skreytingar? Mig hefur lengi langað til að rölta niður að Reykjavíkurhöfn eins og í kreppunni miklu og segja bara „þessar hendur vilja vinna“. Svo ráöa bara örlögin för. Eru skór til að ganga á? Ég hefði nú haldið það. Annars er hæfilegur vafi lífsnauðsynlegur. Myndirðu nota Men Expert Power Buff Anti-Roughness Exfoliator? Jájá. Þess vegna. Ertu hræddur við skordýr? Nei, enda engin ástæða til þess á íslandi. Ég þoli samt ekki neitt óvænt. Þar af leiðandi er ég meö augu á hnakkanum á feröalögum erlendis. Notarðu nefhársklippur? Keypti óskiljanlega nefhársklippu í apóteki um daginn. Þetta var eins og gestaþraut. Hún gerði samt sitt gagn til að byrja með. Nú er orðin fullmikil spretta þannig að ég þárf áð ráða bót á þessu sem fyrst. Attu safn af skurðarhnífum og wok- pönnu i eldhúsinu? Ég á tvo-þrjá beitta. Ég myndi ekki kalla það safn en það sleppur til. Wok-pannan væri mikið til úr ka- rakter. Hver veit. Kannski einhvem tímann. Finnst þér gaman að baka kökur? Nei. Ég er enginn sætabrauðsdrengur. Ferðu eftir uppskriftum? Ég lít reglu- lega inn á uppskriftavefinn eldhus.is. Þar eru góðar uppskriftir fyrir einstæð- inga og stúdenta. Rónasteikin breytti t.d. lífi mínu. Svo er ómissandi að geta flett upp í Helgu Sig. Frummynd íslensku húsmóðurinnar. Þar er farið algjörlega í alla grunntækni. Hvernig á að sjóða kartöflur. Gera jafning og svo framvegis. Ég held að það séu Uppskrift: Fostudagskvöld Goður félagsskapur. i vegmót. j Hvítvínsglas Hum arpitsa. 2200 krónur í reiðufé umræðurum allt milli hi [ lns og jarðar. Svona sýöur maóur kartöflur: Fyúöskaftpott afvatni etjjð skaftpottinn á eldt velahellu StHið á hæsta mögulega o®^ö.ka/)öf,ur í Pottinn Sjoöiö i 30 mínútur Bon appetit! uppskriftir þama úr móðuharðindunum. Ég fer einnig gjarnan eftir tillögum að meðlæti sem fylgja með skyndiréttum úr verslunum. Rakarðu þig annars staðar en fyrir ofan axlir? Það er fyrir mig að vita og aðra að komast að. MÖGNUÐUSTU DRAUGAR LANDSINS VERÐA í LJÓSUM LOGUM UM ÁRAMÓTIN Glámur, Eorgeirsboli, móri. Skotta og Djákninn á Myrká SKAPA RÉTTU ÁRAMÓTASTEMMINGUNA! M Pétur, Björn og Jón til landsins Sænska hljómsveitin Peter, Bjorn and John heldur tónleika á Nasa laugardagskvöldið 27. janúar næst- komandi. Sveitin er frægust fyrir lagið Young Folks, flautaða lagið sem hefur notið mikilla vinsælda á öldum Ijósvakans hér á landi og erlendis. Þá er platan þeirra, Writer’s Block, á mörgum listum yfir bestu plötur árs- ins og náði til að mynda 2.-3. sæti á lista Fréttablaðsins á dögunum. Um upphitun sjá Pétur Ben og hljómsveitin Sprengjuhöllin. Miða- sala hófst í gær í Skífunni, BT og á vefsíðunum midi.is og nasa.is.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.