blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 20
28 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 blaðið Karlus og Baktus Leikfélag Akureyrar frumsýndi í haust barnaleikritiö góökunna Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner. Laugardaginn 30. desember klukkan 14 veröur auka sýning á þessu víðfræga verki. ■iYW’iliU'il Gospel með Sálinni Þann 15. september síðastlið- inn hélt Sálin hans Jóns míns tónleika í Laugardalshöll með full- tingi Gospelkórs Reykjavíkur og aðstoðarhljóðfæraleikara. Góður rómur var gerður að tónleikunum og því hefur verið ákveðið að blása til annarra tónleika laugar- dagskvöldið 30. desember. Það verður í síðasta skipti sem Sál- verjar koma fram undir þessum formerkjum. Áhugasamir geta nálgast miða á www.midi.is. Vínartónleikar í janúar Sinfóníuhljómsveit Islands heldur sína árlegu Vínartónleika í Háskólabíói, 3.-6. janúar næst- komandi. Hljómsveitin hélt sína fyrstu Vínartónleika 1972 en frá 1981 hafa þeir verið fastur liður á efnisskrá hljómsveitarinnar. Á þessum tíma hafa tugþúsundir íslendinga flykkst á Vínartónleika en tónleikarnir njóta mikilla vin- sælda ár hvert. Tónleikarnir 3., 4. og 5. janúar hefjast klukkan 19:30 en tónleikarnir laugardaginn 6. klukkan 17. Nokkur sæti eru laus á tónleikana 5. og 6. en eitthvað fleiri sæti eru enn á boðstólum 3. og 4. ld fnimsýxid x Borgarleikhúsinu Ferðalag um skrítna heima „Leikverkið fjallar um hana Lísu sem týnir klukkustund úr lífi sínu. Hún leggur upp í ferð til Sundra- lands til að finna þessa klukku- stund og koma lífi sínu í jafnvægi á ný. Þetta er ferðalag Lísu og ferðalag áhorfenda um hugarheim hennar," útskýrir Ilmur Kristjáns- dóttir sem leikur aðalhlutverkið í verkinu Ófögru veröld eftir Ant- hony Neilson sem frumsýnt verð- ur á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Skotinn Anthony Neilson hefur getið sér gott orð á Bretlandi fyrir óvægin og nýstárleg verk. Hér á landi hafa verið sett upp tvö verka hans, Ritskoðarinn og Penetreit- or og vöktu þau töluverða athygli. „Þetta er ákaflega margslungið verk,“ segir Ilmur. „Undirtónninn er alvar- legur og við fáum að skyggnast inn í mörg skúmaskot mannshugans. Verkið er þó ótrúlega fyndið þó al- varan sé skammt undan og húmor- inn er kolsvartur." Geðveikin undirliggjandi Verkið hefur sterka skirskotun í ævintýri Lewis Carolls, Lísu í Undralandi. Þetta er þroskasaga Lísu en um leið spegill samfélagsins sem varpar áhugaverðu ljósi á þver- sagnirnar, gildin og áskoranir í líf- inu sjálfu. „Lisa er bara eins og við hin. Líkt og flestir geta á einhvern hátt samsamað sig Lísu í Undra- landi eigum við flest eitthvað sam- eiginlegt með Lísu í Sundralandi. Hún er stelpa um þrítugt sem á í ýmsum erfiðleikum og áhorfendur fá að kynnast því hvernig hún tekst áviðþá." í verkinu eru áhorfendur leiddir inn í heim geðveikinnar og kynnast á nýstárlegan hátt hvernig sjúkdóm- urinn hefur áhrif á einstaklinginn nú finnst mér það mikill kostur því þannig er það einmitt i lífinu sjálfu." Að verkinu stendur öflugur hópur leikara en Benedikt Erlings- son heldur um stjórnartaumana og segir Ilmur að samstarfið hafi gengið ákaflega vel. Aðspurð um hvaða erindi verkið eigi við íslenskt samfélag samtímans segir Ilmur að hver og einn verði að lesa í það sína merkingu. „Þetta á alveg jafn mik- ið erindi og hver önnur skemmtun. Þetta er fyrst og fremst sagan af henni Lísu og dæmi svo hver sem vill.“ hilma@bladid.net Sagan af Lísu Ilmur segir að sér hafi fljótlega samið vel við stúlkuna sem virðist oft á tíðum ekki ganga heil til skóg- ar. „Fyrst þegar ég las handritið þá hugsaði ég að hlutverk Lísu væri kannski það leiðinlegasta í öllu verk- inu því öll hin hlutverkin eru svo ro- salega fyndin. Ég sá það fyrir mér að ég þyrfti alltaf að vera að halda niðri í mér hlátrinum yfir mótleik- urum mínum því þeirra rullur eru svo óborganlega fyndnar," útskýrir Ilmur. „En á daginn kom að samver- an með Lísu varð miklu meira ferða- lag fyrir mig en ég hafði búist við í upphafi og eiginlega mun erfiðara en ég hafði gert ráð fyrir,“ segir hún og bætir við að ímyndunaraflið sé það sem verkið hvíli á. „Imyndun- araflið getur farið með okkur öll á hina undarlegustu staði og það er það sem á sér stað í verkinu. Fyrst fannst mér galli á verkinu hvað tengingarnar eru oft óskýrar en og samfélagið sem hann er hluti af. „Geðveikin er undirliggjandi allan tímann og það er ákveðin snilld hvernig hún fléttast inn í verkið og kemur áhorfendum á óvart þeg- ar síst skyldi. Við erum á stöðugu ferðalagi um skritna heima,“ segir Ilmur leyndardómsfull. Lísa í Sundralandi llmur Kristjánsdóttir túlkar Lísu í Ófagurri veröld. Svona eru menn Það verður kátt í höllinni í Land- námssetri íslands í Borgarnesi í kvöld en þá verður verkið Svona eru menn eftir þá félaga Einar Kárason og KK frumsýnt. Árið 2002 kom út bókin KK -þangað sem vindurinn blæs en þar skráði Einar Kárason sögu KK á eftirminnilegan hátt. KK er fæddur í Bandaríkjunum og fjölskylda hans á sér merkilega sögu sem er talsvert frábrugðin sög- um flestra annarra íslenskra fjöl- skyldna. í sýningunni Svona eru menn fá áhorfendur að skyggnast inn i líf KK, fylgjast með uppvaxtar- árunum í Bandaríkjunum og Þing- holtunum, flökkulifi um Evrópu og lífinu á íslandi á sjöunda ára- tugnum. Gestir fá einnig að heyra brot af þeirri tónlist sem KK hefur samið i gegnum árin auk nokkurra nýrra laga sem kappinn samdi sér- staklega af þessu tilefni. Þar ber hæst titillag sýningarinnar, Svona eru menn. Verkið er flutt á Sögulofti Land- námsseturs, sama stað og einleikur Benedikts Erlingssonar, Mr. Skalla- grímsson, sem góður rómur var gerður að síðasta sumar. Búast má við heilmikilli skemmtun í Borg- arnesi enda eru KK og Einar báðir góðir sögumenn, hvor á sinn hátt. Nánari upplýsingar má finna á www.landnam.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.