blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 11
blaðið FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 11 SIMBAVE Mörg þúsund gullgrafarar handteknir Lögregla í Simbabve hefur handtekið rúmlega sextán þúsund manns fyrir ólöglegan námugröft. Yfirvöld hófu herferð sína fyrir þremur vikum og gerðu mikið magn gulls og demanta upptækt. Eftir hrun landbúnaðargeirans í landinu hafa tugir þúsunda snúið sér að námugreftri. BRASILÍA 10 Atján látnir í ofbeldisöldu Að minnsta kosti átján eru látnir eftir öldu ofbeldis sem hefur gengið yfir Rio de Janeiro í Brasilíu síðustu daga. Glæpagengi hafa ráðist á og kveikt í strætisvögnum og lögreglustöðvum. Talið er að leið- togar gengjanna í fangelsum hafi skipulagt árásirnar. Verði fluttir nauðugir Jan Björklund, skólamálaráðherra Svíþjóðar, vill að sveitarfélög eigi að geta neytt þá sem leggja samnemendur sína í einelti til að skipta um skóla þrátt fyrir mótmæli þeirra og foreldranna. Eineltistil- fellum hefur fjölgað í Svíþjóð á síðustu árum. Útlendingar á íslandi: Fjórðungur íbúa á Austurlandi Landsmenn voru 307.261 hinn 1. desember síðastliðinn. Fólks- fjölgun var óvenjumikil á árinu og annað árið í röð fjölgar íbúum um meira en 2 prósent á einu ári. Mikil fólksfjölgun undanfarin ár verður öðru fremur rakin til mikils aðstreymis fólks frá útlöndum, að því er kemur fram í frétt frá Hag- stofu íslands. Hlutfall erlendra ríkisborgara af íbúum í heild er sex prósent. Á Austurlandi er rúmlega fjórð- ungur íbúa með erlent ríkisfang. Mikil fólksfjölgun á Austurlandi verður eingöngu rakin til mikils að- streymis útlendinga. Á Suðurnesjum eru útlendingar 7,3 prósent íbúa og 7 prósent á Vest- fjörðum.Hlutfallslegafæstirútlend- ingar búa á Norðurlandi og á höfuð- borgarsvæðinu utan Reykjavíkur. Landsmenn voru innan við þrjú hundruð þúsund á síðasta ári og hefur fjölgað um ríflega 24 þúsund frá því árið 2000. Hæglætisveður um land allt „Um áramótin er útlit fyrir hæg- lætisveður um land allt. Það gætu orðið él á Suður- og Vesturlandi, en sem stendur er ómögulegt að segja til um hvernig verður á mið- nætti á gamlárskvöld,“ segir Har- aldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu lslands.„Á Norður- og Austurlandi er allt útlit fyrir að verði léttskýjað og vægt frost. Á Suður- og Vesturlandi verður hitinn um frostmark," segir hann. Það liggur Ijóst fyrir að upplýsingar sem ekki kveikja áhuga eru einskis nýtar. 30 ára reynsla Xerox kemur Ijóslifandi fram í skínandi litum sem vekja 82% meiri athygli. Af einbeitni hefur Xerox þróað nýjungar aðstoða þig við að fá sem mest út úr litunum sem auka gæði, áreiðanleika og hag- og finna fullnægjandi lausnir á litakröfum ræðingu í litaprentun. Sérfræðingar okkar þínum. Með Xerox blasir við þér björt framtíð. Xerox litaprentarar, fjölnota kerfi og stafrænar prentvélar. Grensásvegur 10, Reykjavík // 563 3000 // www.ejs.is jixxmms; wm* Komnir til Mogadishu Stjórnarher Sómatíu náði til höfuðborgarinnar í gær með aöstoð Eþíópíuhers. 1 U'V Ww| m -tl ■ 1 . ! a [ i ii ' v kT: HiTíyTTiSft Syngja og gefa fyrirmæli á ensku Latabæjarleikföng í Hagkaupum. Blatit/Eyþór Latabæjarleikföng: Kunna bara ensku Latabæjarleikföngin sem börn fengu í jólagjöf í ár og gefa frá sér hljóð eru öll með ensku tali. „Hag- kaup flytja þessi leikföng beint inn frá framleiðendum í Bandaríkj- unum og þeir treysta sér ekki til að sérframleiða þau fyrir svona lítil málsvæði eins og Island,“ segir Kjartan Már Kjartansson, tals- maður Latabæjar á íslandi. „Eins og er eru leikföngin ein- ungis til á ensku en hugsanlega verða þau í framtíðinni framleidd á fleiri útbreiddum tungumálum. Kostnaðurinn við að þýða þau yfir á mál eins og íslensku, sem mjög fáir tala, væri þó sennilega of mik- ill.“ Kjartan segir aðspurður að ef íslenskir söluaðilar óskuðu sérstak- lega eftir því að fá leikföngin á ís- lensku væri það einungis mögulegt ef Latibær á íslandi tæki þá fram- leiðslu að sér sjálfur með ærnum tilkostnaði. Flestar aðrar Latabæj- arvörur sem fáist hér á landi séu þó framleiddar hér á landi og eru merktar á íslensku. Að sögn Gunnars Inga Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Hag- kaupa, hafa umrædd leikföng selst vel og engar athugasemdir hafa bor- ist frá foreldrum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.