blaðið - 01.02.2007, Síða 17

blaðið - 01.02.2007, Síða 17
blaðið FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2007 25 * Bækur Þorsteins Gylfasonar til Landsbókasafnsins Haustið 2005 barst Landsbóka- safni íslands - Háskólabókasafni stórmerkileg bókagjöf frá erfingj- um Þorsteins Gylfasonar, prófess- ors í heimspeki við Háskóla Islands, sem lést í ágúst það ár. Bókagjöfin var ein sú stærsta sem safninu hefur borist undanfarin ár, eða um 2.800 bindi alls. Þorsteinn var kennari í heimspeki við Háskóla Islands frá 1971 og þar til hann lést 2005. Hann var forstöðumaður Heimspekistofn- unar frá 1982 til 1991 og ritstjóri ritraðarinnar íslensk heimspeki 1982-1997. Hann var afkastamikill við ritstörf á fræðasviði sínu og var nemendum sínum minnisstæður kennari. Hann átti yfirgripsmikið safn heimspekibóka sem nú eru í Landsbókasafni Islands - Háskóla- bókasafni og bókasafni Háskólans á Akureyri. Hann átti einnig marg- ar bækur um tónlist og fjölmarga geisladiska en þeir voru gefnir Listaháskóla Islands. I gjöfinni var einnig gott safn íslenskra og erlendra bókmennta, bækur um sagnfræði, náttúruvísindi og fleira. Bækurnar hafa nú verið skráðar og eru aðgengilegar notendum, lang- flestar til útláns. Þorsteinn var sjálfur mikilvirk- ur rithöfundur. Eftir hann liggja bækurnar Að hugsa á íslenzku, Réttlæti og ranglœti, Orðasmíð, Valdsorðaskak, Tilraun um mann- inn, Tilraun um heiminn og ótal greinar sem hafa birst í blöðum, tímaritum og safnritum. Hann hefur þýtt rit, ýmist einn eða með öðrum, eftir P.T. Geach, John Stu- art Mill og Soren Kierkegaard og fleiri. I bókunum Sprek af reka og Söngfugl að sunnan eru ljóðaþýð- ingar Þorsteins eftir mörg þekkt- ustu skáld hins vestræna heims, meðal annars Heine, Yeats, Brecht, T.S. Eliot og Púshkín. Hægt verður að sjá sýnishorn af gjöfinni og ritum Þorsteins í and- dyri safnsins næstu vikur. Framúrskarandi fræðirit Eftirtaldar bækur eru tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt verður 28. febrúar: Andri Snær Magnason: Drauma- landið. Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Björn Hróarsson: Islenskir hellar. Guðni Th. Jóhannesson: Óvinir ríkisins. Byltingarsinnar, ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á íslandi. GunnarJónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg: (slenskir fiskar. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson: Nýir tímar. Saga Is- lands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson: (slenska I. Kennsluþók í íslensku fyrir framhaldsskóla. Robert Jack: Hversdagsheim- speki. Upphaf og endurvakning. Sigrfður Dúna Kristmundsdóttir: Ólafía. Saga Ólafíu Jóhannsdóttur. Þórður Tómasson: Listaætt á Aust- ursveitum. Þórunn Erlu Valdimarsdóttir: Upp á Sigurhæðir. Saga Matthí- asar Jochumssonar. Laufey og Páll á hádegistónleikum Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari efna til hádegistónleika í Listasafni Islands, fimmtudaginn 1. febrúar. Þar munu þau flytja verk eftir íslensku tón- skáldin Hilmar Þórðarson, Þorkel Sigurbjörnsson og Tryggva M. Bald- vinsson, sem öll hafa verið samin sérstaklega fyrir Laufeyju og Pál, en einnig á hinn færeyski Kristian Blak verk á dagskránni. SPT R Gúllas kr. i 00 O) ■ Kótelettur kr. 998,- Hryggur 1/1 m/puru kr. 989,- Bógur 1/1 gjgj 598,- Síður m/beini kr. 598,- Snitsel kr. l 00 O) PM ■ Hnakki úrb. nýr kr. 1 * 00 01 o ■ Lundir kr. 1.998,- Grillaður kjúklingur, franskar og 21. Coce -Látið kjötiðnaðarmenn okkar ráðleqqja qður! BÆJARLIND 1 - Sími 544 4510 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10.00 - 20.00 blaði Auglýsingasíminn er 510 3744 alla daga

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.