blaðið - 15.02.2007, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007
blaðið
Rigning
Gengur í austan og norðaustan 13-23 með
rigningu nú í morgunsárið, hvassast og úr-
komumest suðaustantil. Lægir víða og dregur
úr úrkomu síðdegis. Vægt frost í innsveitum á
Norðurlandi, annars 1 til 8 stiga hiti.
ÁMORGUN
Rignir áfram
Austanátt, 10-18 m/s, hvassast
við suður- og austurströndina.
Rigning eða slydda suðaustan-
og austanlands, en annars
úrkomulítið. Hiti 0 til 6 stig.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 20 Glasgow 8 New York
Amsterdam 6 Hamborg 8 Orlando
Barcelona 18 Helsinki -8 Osló
Berlín 9 Kaupmannahöfn 4 Palma
Chicago -4 London 9 Paris
Dublin 9 Madrid 15 Stokkhólmur
Frankfurt 6 Montreal -15 Þórshöfn
-5
18
-1
25
11
0
6
Á FÖRNUM VEGI
Hvaða stjórnmála-
manni treystir þú best?
ingi Björn Ómarsson, nemi
„Geir H. Haarde, ég sá það í Frétta-
blaðinu á mánudag að flestir
treysta honum.“
Markus Capail,
kerfisfræðingur
„Það er enginn sérstakur sem
mér dettur í hug.“
Linda Arvids, heimavinnandi
„Ég treysti engum þeirra, það er
öllu fögru lofað fyrir kosningar
og svo er allt svikið.“
Hóimfríður Þórarinsdóttir,
þjónn
„Ég treysti bara sænsku stjórninni
best.“
Dagbjartur Gunnarsson, nemi
„Björk Vilhelmsdóttur, vegna þess
að hún er náskyld mér.“
Gunnar Örn Örlygsson sendir Frjálslynda flokknum tóninn:
Grafhýsisflokkur
■ Flokkurinn hefur fjarlægst uppruna sinn ■ Rangt segir Guðjón Arnar
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
„Mér finnst afar athyglisvert að Guð-
jón Arnar, sem formaður stjórnmála-
flokks, hagar sér eins og skipstjóri á
togara sem hefur áhrif á hver gegnir
stöðu stýrimanns," segir Gunnar
ÖrnÖrlygsson.þingmaðurSjálfstæð-
isflokksins og fyrrum þingmaður
Frjálslynda flokksins. „Þegar ég fór
í varaformannsslag við Magnús Þór
Hafsteinsson í byrjun ársins 2005
lýsti Guðjón Arnar yfir stuðningi
við Magnús Þór og mér finnst með
ólíkindum að hann skuli gera sömu
mistök aftur nú í ár.“
Gunnar Örn sagði sig úr Frjáls-
lynda flokknum árið 2005 eftir að
hafa lotið í lægra haldi fyrir Magn-
úsi Þór í kosningu um varafor-
mannsembætti flokksins og gekk
til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Á
landsþingi Frjálslynda flokksins í
janúar síðastliðnum bauð Margrét
Sverrisdóttir sig fram sem varafor-
maður gegn Magnúsi Þór, en laut
sömuleiðis í lægra haldi og sagði sig
úr flokknum.
Gunnar segir stefnu Frjálslynda
flokksins hafa fjarlægst uppruna
sinn. „Flokkurinn er nú orðinn öfga-
flokkur í einu málefni, sem er mál-
efni innflytjenda, og að mínu mati
er um afar tækifærissinnaða pólitík
að ræða. Sú stefna hefur aldrei átt
upp á pallborðið hjá flokknum fyrr
en nú á haustdögum, enda ber heiti
flokksins þess merki að hann sé um-
burðarlyndur og frjálslyndur í garð
ólíkra hópa. Ég er alls ekki sam-
mála núverandi stefnu sem ég tel í
raun vera staðfestingu á réttmæti
minnar ákvörðunar og því að ég
átti ekki heima í flokknum. Flokk-
urinn rær lífróður til að bjarga sínu
pólitíska lífi með eins ógeðfellt mál
í handraðanum og raun ber vitni og
er að verða að einhvers konar graf-
hýsi fyrir utanveltu pólitíkusa sem
eru svekktir yfir sínu hlutskipti og
hafa ekki í nein hús að venda.“
Guðjón Arnar Kristjánsson segir
það rangt hjá Gunnari Erni að Frjáls-
lyndi flokkurinn hafi fjarlægst sína
upphaflegu stefnu í innflytjenda-
málum. „f apríl síðastliðnum flutti
Magnús Þór ræðu á Alþingi þar
sem hann gerði grein fyrir okkar
afstöðu hvað varðar vinnumarkað-
inn og innflytjendur og benti á hvað
hér mætti betur fara. Sú ræða vakti
engin sérstök viðbrögð þá en þjóðin
fór hins vegar að tala um þetta í
haust þegar menn sáu flóð innflytj-
enda sem við höfðum varað við,“
bendir hann á og segir marga reyna
að snúa út úr flokknum og saka
hann um útlendingahatur, sem sé
alls ekki réttmætt.
Hann segir að Gunnari Erni sé
frjálst að finnast allt sem hann
gerir vera mistök. „Ég minni bara
á ummæli hans við Morgunblaðið
þegar hann var að bjóða sig fram
sem varaformaður árið 2005. Þar
sagðist hann ekkert finna að stöfum
mínum né Magnúsar Þórs. Sjálfur
Flokkurínn er
nú orðinn öfga
flokkur í einu
málefni
Gunnar Örn Örlygs-
son, þingmaður
Margir reyna
að saka flokks-
menn um
útlendingahatur
Guðjón Arnar Kristjáns-
son, formaður Frjáls-
lynda flokksins
Tek ekki mark á
Gunnari Emi
Magnús Þór Hafsteins-
son, varaformaður
Frjálslynda flokksins
hef ég aldrei farið dult með það að
ef ég tel mig hafa góða samstarfs-
menn finnst mér engin ástæða til
að skipta þeim út.“
Magnús Þór Hafsteinsson segist
ekki vilja skattyrðast við Gunnar
Örn. „Hann nýtur ekki þeirrar virð-
ingar í mínum huga að ég taki mark
á orðum hans. Hann má gjamma
eins og hann vill mín vegna en ég
verð þó að segja að mér finnst dap-
urlegt að horfa á það hvernig hann
ræðst ítrekað með ósannindum að
Guðjóni Arnari, sínum velgjörðar-
manni,“ segir hann.
Frakkland:
Álag vegna
Monu Lisu
Safnverðir á Louvre-safninu
í París, höfuðborg Frakklands,
hafa farið fram á launahækkun
vegna þess mikla álags sem fylgir
því að fylgjast með safngestum
sem virða fyrir sér frægasta
málverk heims, Monu Lisu eftir
hinn ítalska Leonardo da Vinci.
Safnverðirnir hafa farið
fram á tæplega fimmtán
þúsund króna launahækkun,
en þeir sækjast einnig eftir
aukagreiðslu fyrir það að gæta
ferðamanna sem skoða högg-
myndina Venus frá Míló.
Bandaríkin:
13 þúsund
sagt upp
Stjórn bílaframleiðandans
DaimlerChrysler tilkynnti í gær
að verksmiðju fyrirtækisins í
Delaware í Bandaríkjunum verði
lokað og 13 þúsund starfsmönn-
um sagt upp í kjölfar mikils
rekstrartaps undanfarið. Sala
á bílum fyrirtækisins dróst
saman um sjö prósent á síðasta
ári. Fyrir störfuðu um 83 þús-
und manns hjá fyrirtækinu.
Bandarískir bílaframleiðend-
ur hafa átt erfitt uppdráttar á
undanförnum árum vegna
vaxandi hlutdeildar asískra
bílaframleiðenda á markaðnum
og hafa Ford og General Motors
bæði þurft að skera niður.
2007 Benz ML
320 Dísel.
Þessir bílar ganga allstaðar t heiminum á yfirver&i í dag. Eigum nokkra vel búna bíla til á lager. Sýningarbíll á staðnum.
Bílarnir eru á 800 tíl 1.600 þús, undir listaverði. Okkar verö frá 7.138 þús. VÓÓbill/
Skúlagötu 17
www.sparibill.is Sími: 577 3344
Stuðningur við hernað gegn íran:
Afstaða enn ekki tekin
Islensk stjórnvöld hafa ekki tekið
afstöðu til stuðnings við hugsanlegar
hernaðaraðgerðir gegn Iran. Engin
erindi, hvorki formleg né óformleg,
hafa borist frá Bandaríkjamönnum
um slíkan stuðning. Þetta kom fram
í svari Geirs H. Haarde forsætisráð-
herra við fyrirspurn Steingríms J. Sig-
fússonar, þingmanns Vinstri grænna,
á Alþingi í gær um það hvort Banda-
ríkjamenn hefðu leitað hófanna um
slíkan stuðning.
Steingrímur spurði jafnframt
hvort íslensk yfirvöld hefðu hugleitt
að afturkalla loforð í aðdraganda inn-
rásarinnar í Irak um atbeina í formi
afnota af íslenskum flugvöllum og
lofthelgi.
„Sú heimild sem var veitt í mars
2003 um afnot af flugvöllum og loft-
helgi miðaðist við það sem þá var í
gangi. Hún hefur ekki verið formlega
afturkölluð en á að sjálfsögðu ekki
við lengur," sagði forsætisráðherra.
Steingrímur sagði það vekja
undrun og furðu að ekki skuli vera
hægt að taka af skarið um að íslensk
yfirvöld muni aldrei leggja slíkum
hernaðaraðgerðum lið. „Hvers vegna
er ekki hægt að gefa slíka yfirlýsingu
nú?“ spurði þingmaðurinn.
Forsætisráðherra sagði að hann
hefði ekki tamið sér að svara slíku
fyrirfram og bætti því við að ekk-
ert benti til að hernaðarátök væru í
uppsiglingu.