blaðið - 15.02.2007, Side 4

blaðið - 15.02.2007, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 blaöiö INNLENT NEYTENDASAMTÖKIN Vilja lög um transfitusýrur Neytendasamtökin hafa sent umhverfisráðherra bréf þar sem hvatt er til þess að íslensk stjórnvöld fylgi fordæmi Dana og setji lög um transfitusýrur. Þau segja hættuna hafa verið Ijósa. Rannsóknir bendi til þess að (slendingar borði of mikið af slíkri fitu. REYKJAVÍK Nýtt hjúkrunarheimili Skóflustunga var í gær tekin að nýju hjúkrunarheimili við Suðurlandsbraut. 110 hjúkrunarrými verða á heimilinu. Af þeim eru 40 rými ætluð fyrir heilabilaða. Einnig verður þar 10 rýma deild fyrir geðsjúka aldraða. Miðað er við að allir íbúar verði í einbýli. Heimilið verði tekið í notkun árið 2009. FRAMHALDSSKÓLAR Stytting námstíma valkostur Menntamálaráðherra sagði á þingi í gær að stytting námstíma til stúdentsþrófs væri ekki markmið í sjálfu sér heldur mikilvægur valkostur. Ráðherrann sagði að verið væri að fara yfir tillögur sem starfshópar væru að skila. E vrópusambandið: Fordæmir 14 stjórnir Evrópuþingið samþykkti skýrslu þar sem ríkisstjórnir og leyniþjónustur fjórtán aðildar- ríkja Evrópusambandsins eru fordæmdar fyrir að hafa litið undan þegar leyniþjónusta Banda- ríkjanna flutti fanga grunaða um hryðjuverk í leynileg fangelsi utan landamæra Bandaríkjanna. Meðal ríkisstjórna sem fordæmdar eru í skýrslunni eru ríkisstjórnir Bret- lands, Italíu og Þýskalands. Höfundar skýrslunnar greina frá 1.245 flutningum á föngum í lofthelgi Evrópusambandsríkj- anna. Þingnefnd á vegum þingsins var skipuð í nóvember árið 2005 í kjölfar þess að bandaríska dag- blaðið Washington Post greindi frá hugsanlegu fangaflugi. LÁTIÐ FAGMANN VINNA VERKIÐ! - Dúkalögn - Veggfóðrun - Teppalögn dukur@simnet. is - www.dukur.is 'aj' /rji/tj' a /tri/r/óö/t/rt'jr)/ tk am r/JT í//(e^'a/jjj/ei//ró/jrjed//ju/y féf/mó 849 S004 Félag dúktagninga- og veggfóðrarameistara v^iáá/teOwp.ió Þrír milljarðar í samgöngumiðstöð í Vatnsmýri: Ekki ákvörðun um framtíð flugvallarins ■ Ákveöiö á kjörtímabilinu ■ Æfingaflug á Sandskeiö Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur lngibjorg@bladid.net „Við höfum ekki litið svo á að ákvörðun um byggingu samgöngu- miðstöðvar í Vatnsmýrinni feli í sér ákvörðun af hálfu borgaryfir- valda um að flugvöllurinn verði þar áfram. Enda er það yfirlýst stefna borgaryfirvalda að ákvörðun um framtíðarstaðsetningu flugvallar verði ekki tekin fyrr en að loknu því samráði sem nú á sér stað milli ríkis og borgar,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og formaður skipu- lagsráðs borgarinnar. Hún bætir því við að nýr meirihluti í Reykjavík hafi heitið því að taka þá ákvörðun á yfirstandandi kjörtímabili. Þrír milljarðar til 2010 1 nýrri samgönguáætlun sem Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra kynnti fyrr í vikunni er gert ráð fyrir 3 milljarða króna framlagi til samgöngumiðstöðvar á tímabil- inu 2007 til 2010. Þar segir að aðkall- andi sé að byggja samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll sem yrði miðstöð almenningssamgangna í landinu. Hanna Birna tekur það fram að samgöngumiðstöðin, sem á að vera norðan við Flugleiðahótelið og sunnan við Hlíðarenda, hafi verið staðsett þegar skipulagi Vatnsmýr- arinnar var breytt vegna starfsemi Háskólans í Reykjavík. „Það var haft samráð við samgönguyfirvöld og aðra um staðsetninguna og hún er mjög miðsvæðis í Reykjavík. Samgöngumiðstöðin er þar af leið- andi hluti af gildandi skipulagi á svæðinu." Skoðað með og án vallarins Dagur B. Eggertsson, borgarfull- trúi minnihlutans, kveðst hafa komið að skipulagsvinnunni með samgönguráðuneytinu á síðasta kjörtímabili. „Þá var verið að skoða útfærslu á samgöngumiðstöð með flugvelli og án flugvallar. Almennt held ég að óskynsamlegt sé að fara að reisa hana fyrr en búið er að ákveða staðsetningu nýs flugvallar. Á meðan það er lít ég þannig á að samgönguráðherra sé bara að und- irstrika að það þurfi að byggja sam- göngumiðstöð. En ég á ekki von á öðru en að hann sé í þessari vinnu við að finna nýtt flugvallarstæði af fullum heilindum." Hugmyndasamkeppni um skipu- lag Vatnsmýrarinnar verður hleypt Samráð við sam- gönguyfirvöld Hanna Birna Kristjáns- dóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæöisflokks af stokkunum um miðjan mars, að því er Hanna Birna greinir frá. „í þessari samkeppni er þátttak- endum ekki uppálagt að teikna hugmyndir sem annars vegar gera ráð fyrir því að flugvöllurinn verði áfram eða hins vegar að hann fari. Þetta verður alveg frjálst og ekki verður tekin afstaða til þessa atriðis.“ I samgönguáætluninni segir að helsta fyrirsjáanlega breytingin á hlutverki Reykjavíkurflugvallar sé að æfingaflug flytjist af flugvell- inum sem dragi verulega úr fjölda flughreyfinga. Flugbraut með bundnu slitlagi á Sandskeiðsflug- velli verði tekin í notkun árið 2007 og muni æfingaflug væntanlega fær- ast þangað að verulegu leyti y fir sum- armánuðina. Þá muni einkaflug á Reykjavíkurflugvelli væntanlega dragast saman eftir því sem aðstaða fyrir einkaflug verður byggð upp á öðrum flugvöllum. Sýklafræðideild Landspítalans: Sænska klamydían ekki útbreidd Svíar greindu frá nýjum stofni klamydíu á seinni híuta síðasta árs, sem hafði náð útbreiðslu í Sví- þjóð. Sá stofn hafði ekki greinst með þeim aðferðum sem notaðar höfðu verið fram að því. Fyrstu niðurstöður rannsókna sýklafræði- deildar LSH benda til þess að hann hafi ekki náð útbreiðslu hérlendis. I fyrra greindust samtals 1729 klamydíutilfelli á íslandi og hefur tíðni hennar aukist lítillega frá 2005 en þá voru greind tilfelli 1622 talsins. „Við höfum haft mikið af klamydíu hér og eins og sést Klamydíutilfellum fjölgaði milli ára Flest tilfelli greindust meðal ein- staklinga á aldrinum 18 til 19 ára. á þessum tölum þá fer tilfellum ekkert fækkandi," segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarna- sviði landlæknisembættisins. Sýk- ingin greindist oftar hjá konum en körlum og voru flest tilfellin meðal einstaklinga á aldrinum 18 til 19 ára. Leitað hefur verið að nýja stofn- inum í yfir eitt þúsund sýnum hér á landi sem send voru til klamydíu- rannsókna. Klamydía hefur greinst í um 10% sýnanna og virðist sem innan við 2% af jákvæðum sýnum séu af nýja stofninum.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.