blaðið - 15.02.2007, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007
blaðiö
UTAN ÚR HEIMI
Tólf hvítblæðistilfelli í háskóla
Niöurstöður rannsóknar benda til þess að tólf
manns sem sóttu námskeið í efnafræði við
NTNU-háskólann í Þrándheimi hafi sýkst af
hvítblæði. Hlutfall sýktra sem sóttu námskeiðið
var 4,4 sinnum hærra en nema í öörum skólum.
JAPAN
Sea Shepherd af miðunum
Tvö skip Sea Shepherd-samtakanna sigldu til hafnar í
Melbourne í Ástralíu í gær vegna eldneytisskorts, eftir
að hafa truflað japönsk hvalveiðiskip að veiðum undan
ströndum Suðurskautslandsins undanfarna daga. Að-
gerðir Sea Shepherd hafa verið harðlega gagnrýndar.
ÍRAK
Al-Sadr sagður hafa flúið
Fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar segja múslímaklerkinn
Moqtada al-Sadr hafa flúið frá Irak til Irans. Ástæðan er sögð
vera ótti hans við árásir Bandaríkjahers og uppreisn innan eigin
raða. Stuðningsmenn al-Sadr hafna staðhæfingunum og segja
hann starfa með venjulegum hætti í írösku borginni Najaf.
alla daga
Augtýsingasíminn er
510 3744
Héraðsdómur:
Burðardýr
sakfellt
Héraðsdómur Reykjavíkur
hefur sakfellt tvö burðardýr
og einn milligöngumann fyrir
innflutning á 360,51 grammi af
kókaíni frá Hollandi í ágúst 2006.
Karlmaður, 23 ára, var dæmdur
í 18 mánaða óskilorðsbundið
fangelsi og 22 ára karlmaður í
12 mánaða. Konan, sem verð-
ur 19 ára í mars, fékk 12 ára
skilorðsbundinn fangelsisdóm
en hún á von á barni í sumar.
Karlmaðurinn sem hlaut
þyngsta dóminn var fundinn
sekur um að hafa haft milligöngu
í innflutningi á kókaíni. Dómur-
inn telur það sannað að hann
hafi meðal annars leiðbeint
meðákærðu, útvegað fé til ferðar-
innar og verið með þeim í för við
heimkomu og átt þannig að sjá til
þess að ferðin myndi heppnast.
Smhsel
Grísaueisla íeinum qrænum
Fulleldaðir og tilbúnir
á pönnuna eða í ofninn!
Lost.vti mcð lítílli fyrirhöfn
Aðalmeðferð Baugsmálsins komin fram úr áætlun:
Saksóknara sagt
að stytta mál sitt
■ Segir skýrslutöku af Tryggva jafna út dagskrána
■ Aldrei kynnst annarri eins óvirðingu við tíma málsaðila
Stendur í ströngu Sigurður Tómas Magnússon,
settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, hefur ítrek-
að verið beðinn að stytta mál sitt.
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
magnus@bladid.net
Skýrslutaka af Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni í aðalmeðferð Baugsmálsins
hélt áfram í gær. Samkvæmt dag-
skrá málsins átti henni að ljúka á
hádegi í gær en nú er ljóst að henni
lýkur ekki fyrr en seinni partinn í
dag. Þó hyggst settur ríkissaksókn-
ari, Sigurður Tómas Magnússon,
kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm
síðar f málinu til að spyrja hann út
í 19. ákærulið. Á morgun mun svo
Tryggvi Jónsson, einn sakborning-
anna þriggja, verða kallaður fyrir
dóm.
Óvirðing við tíma málsaðila
Við upphaf réttarhaldanna í gær
lögðu Gestur Jónsson og Jakob
Möller, verjendur Jóns Ásgeirs
og Tryggva, fram bókun þar sem
þeir gagnrýna áætlun aðalmeðferð-
arinnar sem nú þegar er einum
degi á eftir áætlun. Dagskráin
hafi verið sett fram af saksóknara
sem sjálfur beri sök á töfinni með
síendurteknum spurningum sem
tengjast á engan hátt kærunni.
Sagði Gestur að á 30 ára ferli sínum
Baugsmálið
í hnotskurn
Nú er réttað í síðari hluta Baugsmálsins
vegna 18 liða ákæru setts rikissaksóknara.
Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson
og Jón Gerald Sullenberger eru ákærðir í
þetta skiptið. Ákæruliðirnir voru nítján en
héraðsdómur vísaði þeim veigamesta frá
i júní í fyrra. Hæstiréttur staðfesti þann
úrskurð tæpum mánuði seinna.
í lögmennsku hefði hann aldrei
kynnst annarri eins óvirðingu við
tíma málsaðila og spurði hvenær í
júní réttarhöldunum ætti að ljúka.
Dómari tók undir bókun verjend-
anna og beindi til saksóknara að
stytta tímann sem svaraði því til
að sá tími sem færi í skýrslutökur
af Tryggva myndi styttast á móti.
Þannig myndi aðalmeðferðin kom-
ast aftur á áætlun.
Ákæran á hendur Jóni Ger-
ald sýndarmennska
Ákæruvaldið yfirheyrði í gær
Jón Ásgeir vegna ákæruliða 14
til 16 sem snúa meðal annars að
yfirtöku Baugs á Arcadia, við-
skiptum Baugs við fé-
lag Jóns Geralds Sull-
enberger, Nordica,
og viðskiptum
félagsins við
SMS í Fær-
eyjum. Líkt
og í öllum
ö ð r u m
ákæru-
liðum í
málinu
neitaði
Jón Ás-
geir sök.
1 15. ákærulið er Jóni Ásgeiri og
Tryggva gefið að sök að hafa gefið
út tilhæfulausan kreditreikning frá
Nordica og fært upphæðina, um 589
þúsund dollara, til tekna hjá Baugi
og er Jón Gerald sakaður um að hafa
aðstoðað við meint bókhaldsbrot.
Jón Ásgeir tók það fram að ótrúlegt
sé að hann sé ákærður fyrir meint
brot þar sem bersýnilega kom fram
í fyrri hluta málsins, sem vísað var
frá dómi, að efnahagsbrotadeild lög-
reglunnar hafi ekki þekkt muninn á
debet og kredit. Hafi lögregla maðal
annars notað þennan reikning sem
tylliástæðu til húsleitarheimildar í
ágúst 2002 og þar með markað upp-
hafið að málinu í heild sinni. Slíkt
sé skammarlegt fyrir ákæru-
valdið, ekki síst í ljósi þess
að Jón Geraid er ekki
ákærður í 18. kæru-
lið og því sé ákæran
á hendur Jóni Ger-
ald augljóslega
sýndarmennska.
Klukkan líka biluð?
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, sá
í gær tilefni til að mótmæla fullyrðingu sak-
sóknara sem tilgreindi upphæð sem ákærði
kannaðist ekki við. Sagðist Gestur telja
reiknivélina á heimili saksóknara vera bilaða.
Sigurður Tómas sá einnig um að skipuleggja
dagskrá aðalmeðferðarinnar sem nú þegar er
komin degi á eftir áætlun. Skyldi klukkan á
heimilinu líka vera biluð?
„Project ísberg“
I fundargerð einni frá Baugi kemur fram að
vinnuheiti yfirtökunnar á Arcadia hafi borið
heitið „Project lceberg". Mönnum þótti
vinnuheitið nokkuð skondið í Ijósi þess að
dómarinn í málinu heitir Arngrímur ísberg.
Velti dómari upp þeirri spurningu hvort hann
væri vanhæfur sökum þessara tengsla við
Baug.
Bannað að stríða
Mönnum í þingsal 101 var nokkuð tíðrætt
um tafirnar á dagskránni. Þótt oftast væri
þungt í málsaðilum sökum þessa létu þeir
þó nokkur létt orð falla. Þannig spurði
Gestur Jónsson hvenær i júní þessum rétt-
arhöldum ætti að Ijúka og Sigurður Tómas
lofaði að klára skýrslutöku af Jóni Ásgeiri
fyrir miðnætti í kvöld. Þó sárnaði saksókn-
ara nokkuð þegar dómari tók þátt í glensinu.
„Saksóknari er nú ekki hörundsár maður en
biður dómsformann að hætta að gera grín á
kostnað saksóknara í málinu." Svaraði dóm-
arl því til að honum væri fúlasta alvara.
Taktur Jóns Geralds
Oft á tíðum er orðafar í málum sem varða
bókhaldsbrot þungt og illskiljanlegt. Þó örlar
á nokkrum gullkornum sem fá viöstadda til
að vakna upp við Ijúfan draum.
Saksóknari: „ Var ekki Jón Gerald búinn
að væla í nokkum tíma yfir slæmri afkomu
Nordica?"
Jón Ásgeir. „Það var hans taktur að kvarta
aðeins."
www.goddu:
sími 544 5550