blaðið - 15.02.2007, Síða 12

blaðið - 15.02.2007, Síða 12
blaðið blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulitrúi: Ár og dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Unga fólkið Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna birti í gær skýrslu um velferð barna í rík- ustu löndum heims. Fyrir Islendinga er ýmislegt jákvætt í skýrslunni en því miður skyggja neikvæðu þættirnir mikið á hina jákvæðu. Það er í fyrsta lagi mjög jákvætt að samkvæmt skýrslunni mælist heilsu- far barna og ungmenna hérlendis með því besta sem þekkist. Á heildina litið eru íslendingar í öðru sæti á eftir Svíþjóð þegar kemur að heilsufari. Það sem dregur þjóðina niður er að bólusetningum virðist að einhverju leyti vera ábótavant hér. ísland er tólfta sæti þegar mældar eru bólusetningar en því efsta þegar mælt er heilsufar ungbarna. Þá er tíðni ungbarnadauða hér- lendis sú lægsta í heiminum. Það sem skyggir á þessa góðu niðurstöðu í mælingum á heilsufari er út- koman úr félagslegum og menntunarþáttum skýrslunnar. Sú staðreynd að tíu prósent ungmenna segjast einmana og finnast þau vera utangarðs í sam- félaginu vekur óneitanlega ugg í brjósti. Sérstaklega þegar horft er til þess að þetta hlutfall er nær fimm prósentum í flestum öðrum löndum. Einungis um 44 prósent fimmtán ára ungmenna sögðu að foreldrar þeirra settust oft niður með þeim til að spjalla. Það er rökrétt að ætla að þessi niðurstaða end- urspegli á einhvern hátt einmanaleika ungmennanna þó vissulega sé líklegt að aðrir þættir komi þar líka við sögu. í hraða nútímasamfélagsins er lík- legt að foreldrar hreinlega átti sig ekki á mikilvægi þess að ræða við börnin sín. Björk Einisdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir skilaboðin vera skýr. Foreldrar eigi ekki einungis að ræða við börnin þegar þau eru lítil heldur einnig fram eftir aldri. Vonandi verður þessi skýrsla og umræðan sem henni mun fylgja til þess að foreldrar taki þetta til sín og rækti börnin sín betur - gefi þeim meira af sínum tíma. Þegar kemur að menntamálum eru íslensk börn við miðju samanborið við börn annarra efnaðra þjóða. Niðurstaðan kemur reyndar ekki á óvart því aðrar svipaðar mælingar hafa leitt svipað í ljós. Fyrir metnaðarfulla þjóð getur þessi niðurstaða varla talist ásættanleg. Lök raungreinaþekking og hlutfallslega hátt brottfall nemenda úr framhaldsskólum vegur vafalaust þungt í þessari mælingu. Við gerð skýrslunnar var mikið stuðst við tölulegar upplýsingar. Það vekur sérstaka athygli að í fjölda tilfella vantaði upplýsingar frá íslandi sem leiddi til þess að ekki var hægt að birta niðurstöður. Stjórnvöld hljóta að taka þetta til sín enda óþolandi að jafn upplýst samfélag láti þetta viðgangast. Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Simbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins 12 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÖAR 2007 ..tQ hfl® VwVjkfvm Mw&r Hy/bt /ÖÖÍÉitW UT ÚK BÆhíUM TVniK „ - . . I • _ 1 - - r _ - - > Fráleitur kostur í ljósi flestra hluta Það er ekki auðvelt að átta sig á stöð- unni í stjórnmálunum þessa dagana. Ekki liggur enn fyrir hvort eitt eða fleiri ný framboð munu líta dagsins ljós og ekki er gott að segja hve mikið líf er í kaffibandalagi stjórnarand- stöðuflokkanna, sem stofnað var til með hátíðlegum hætti síðasta haust. Hvað eftir annað hefur komið í ljós að kærleikurinn á milli forystumanna þeirra ristir ekki djúpt og lítið þarf upp á að koma til að allt fari í bál og brand á milli þeirra, en í ljósi ítrekaðra yfirlýsinga verður þó öðru trúað en að þeim sé full alvara að reyna stjórnar- myndun - fái þeir til þess þingmeiri- hluta. Málefnaágreiningur er auðvitað fyrir hendi á ýmsum sviðum en vel má vera að forystumenn flokkanna verði tilbúnir að slaka á grundvallar- sjónarmiðum sínum til að komast í ríkisstjórn. Svo getur líka verið að flokkarnir séu eitthvað að nálgast málefnalega - að minnsta kosti hafa hefðbundnar vinstri áherslur stöðugt orðið meira áberandi hjá Samfylking- unni að undanförnu. Kannski er það raunveruleg stefnubreyting, kannski hernaðartækni til að stöðva straum kjósenda til Vinstri grænna og hugs- anlega er það jafnvel leið til að búa í haginn fyrir stjórnarsamstarf flokk- anna tveggja - með eða án Frjáls- lyndra, Framsóknar eða einhverra annarra. Kjósendur hljóta auðvitað að velta því fyrir sér hvaða alvara sé á bak við þetta tal og hvort raunverulega sé hætta á að hér verði mynduð vinstri stjórn eftir kosningar. Forsendur fyrir vitrænu samstarfi? Samstarf Samfylkingar og VG hefur ekki alltaf verið augljós kostur að mati innanbúðarmanna í flokk- unum. I lok apríl á síðasta ári birtist hér á þessum vettvangi grein eftir Björgvin G. Sigurðsson, sem í vor mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og hlýtur að vera eitt augljósasta ráðherraefni flokks- ins. Þar velti hann fyrir sér mögu- legum samstarfsflokkum Samfylk- ingarinnar í ríkisstjórn og er óhætt að segja að þar vandaði hann ekki Vinstri grænum kveðjurnar. Hann taldi samstarf við þá „nokkuð frá- Birgir Ármannsson leitan kost í ljósi flestra hluta“ og vísaði þar meðal annars til and- stöðu þeirra við inngöngu í ESB og „ofstækis VG í stóriðjumálum og rík- isrekstri á öllum sviðurn" svo notuð séu hans eigin orð. Niðurstaða hans var sú að VG „skorti allt frjálslyndi til vitræns samstarfs". Hefur frjálslyndi VG aukist? Við Björgvin G. Sigurðsson erum ekki oft sammála í pólitík, en ég vil samt trúa þvi að hann meini það sem hann segir á opinberum vettvangi. Nú þegar flokkur hans virðiststefnabæðileyntogljóst að stjórnarsamstarfi við Vinstri græna hljóta að vakna spurningar um það hvort hann sé enn sömu skoðunar og þegar hann ritaði þessa grein fyrir to mánuðum. Er hann enn þeirrar skoðunar að samstarf við þá sé „nokkuð fráleitur kostur“ og að þá „skorti allt frjálslyndi til vit- ræns samstarfs"? Telur hann að frjálslyndi Vinstri grænna hafi aukist á þessum tíma eða er hann til í stjórnarmyndun sem byggir ekki á „vitrænu samstarfi“. Og ef litið er á málefnin sem Björgvin nefnir má líka spyrja hvort Vinstri grænir hafi eitthvað slakað á and- stöðu sinni við inngöngu í ESB eða hvort afstaða þeirra til stóriðju og ríkisrekstrar hafi með einhverjum hætti breyst á to mánuðum. Nú eru ekki nein merki sjáanleg um að Vinstri grænir hafi í nokkru breytt stefnu sinni og því liggur nærri að spyrja hvort afstaða Björgvins hafi breyst. Skiptir spurningin um ESB ekki lengur neinu máli? Er hann kannski núna sammála þeirri afstöðu VG til stóriðju og ríkis- rekstrar, sem hann kallaði ofstæki í apríl í fyrra? Það er auðvitað ekk- ert sem bannar mönnum að skipta um skoðun, en getur Björgvin skýrt hvort og þá hvers vegna við- horf hans hafa breyst á svo stuttum tíma? Vonandi getur hann skýrt það með einhverjum öðrum hætti en að vindáttin hafi breyst og hann hljóti að snúast með. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Klippt & skorið Geir H. Haarde vill vera gamansamur maður," ritar Jónas Kristjánsson á heimasíðu sína og bætir við: „Hann minnir stundum á leikarann, sem kom með replikkur á röngum stöðum. Geir varð frægur fyrir að segja það gera sama gagn, að ná heim einhverri stúlku af ball- inu, þótt hann næði ekki þeirri fegurstu. Nú hefur hann aftur orðið frægur af að segja tíu konur, sem urðu barnshafandi í Byrginu, kannski hafa orðið óléttar hvort sem er. Ekki er Ijóst, hvar hann fékk þær upplýsingar. Gamansemi ráðherrans er sér á parti karlrembunnar og varla í samræmi við félagslegan rétttrúnað. Samfélagið hefði meira gagn af einlægri afsök- unarbeiðni fyrir hönd ríkisvaldsins." Orðin um barna(ó)lánið hrukku upp úr forsætisráðherr- anum í Silfri Egils á sunnudag. Steingrímur Ólafsson situr í settinu hjá Stöð 2 í íslandi í dag. Heimasíðan hans hefur notið vinsælda og notar hann nú síðuna til að auglýsa þáttinn sinn: „Það er afar athyglisvert viðtal í íslandi f dag á Stöð 2 í kvöld [gærkvöldi] við fyrrverandi starfsmann unglingaheimilisins í Kópa- vogi þar sem hann skýrir frá óhugnanlegu ofbeldi á börnum og unglingum um margra ára skeið. Barsmfðar, kynferðislegt ofbeldi og and- legar kúganir virðast hafa viðgengist og verið daglegt brauð." Spurning hvort þau hefðu ekki bara orðið fyrir ofbeldi þó þau hefðu verið ann- ars staðar en á unglingaheimilinu? Og áhugaverð færsla á síðunni hennar Jón- ínuBenediktsdóttur:„Þettaerekkertper- sónulegten flnnstfólkl ekki óeðlilegt og jafnframt sérkennilegt að systir (heyrði áðan að þau eru bræðrabörn, biðst af- sökunar á þessu) forstjóra 365, Ara Edwald, Kristín sé komin „ '■* ýj ístjórn RÖV?Ari ereinnig hlut- T. f, hafi í365!! Hverjirkusu hana? Er það einkavæðingaarmur Sjálfstæðisflokksins? Eða voru menn ekkert að hugsa um hag RÚV? Þetta ertóm þvæla og þarf að endurskoða þessa ráðningu. Kristfn þessi er ekki bara náfrænka forstjóra 365 heldur er hún einnig aðallögfræð- ingur eins aðaleiganda 365 og vinnur fyrir hann f Baugsmálinu." Allar leiðir liggja að Baugsmál- inu. Svona er ísland í dag. gag@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.