blaðið - 15.02.2007, Síða 22
30
FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 2007
heils
heilsa@bladid.net
Sviti æsir konur
Efni í svita karlmanna getur haft kynferðislega örvandi áhrif á
gagnkynhneigðar konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar
vísindamanna við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Efnið hafði einnig
áhrif á blóðþrýsting, hjartslátt og andardrátt kvennanna.
blaðiö
Lúr góður fyrir hjartað
Vísindamenn hafa komist að því að ef fólk fær sér stuttan lúr í hádeg-
inu getur það dregið úr hættunni á að fá banvæna hjartasjúkdóma.
Þetta á einkum við um karlmenn. Að sögn vísindamannanna dregur
lúrinn úr streitu sem gjarnan fylgir vinnu fólks.
Væg aukning klamydíu
Samtals greindust 1.729 klamydíu-
tilfelli á islandi á síðasta ári og er
það væg aukning miðað við árið
á undan þegartilfellin voru 1.622.
Sýkingin greindist oftar hjá konum
en körlum og hefur kynjahlutfall
verið nokkuð stöðugt á milli ára
undanfarin ár. Sýkingin greindist
hjá körlum í 38 prósentum tilfella
en (59 prósentum tilfella hjá
konum. í 3 prósentum tilfella var
ekki vitað um hvort kynið var að
ræða. Petta kemur fram í nýjasta
tölublaði Farsóttafrétta sem land-
læknisembættið gefur út.
Sýkingin greindist oftast hjá
aldurshópnum 20-24 ára en
fólk á aldrinum 15-19 ára fylgdi í
kjölfarið. Flest tilfellin voru meðal
fólks á aldrinum 18-19 ára. Eftir
25 ára aldurinn fækkar sýkingum
að nýju og eru sjaldséðari með
hærri aldri.
Klamydía getur leitt til ófrjósemi
hjá konum ef hún er ekki greind
tímanlega og meðhöndluð.
_ 5ÖLARVÖRN
í skíðáfefðir og á ströndina
fttuiferð
Örugg netnotkun
SAFT (Samfélag, fjölskylda og
tækni) stendur á næstunni fyrir
námskeiðinu Internetið - Já-
kvæð og örugg notkun barna og
unglinga, vitundarvakning fyrir
foreldra. Námskeiðið verður kennt
þrisvar sinnum og geta þátttak-
endur valið á milli þriggja
dagsetninga, 19.
febrúar, 26. febrúar og
5. mars. Alla dagana
fer námskeiðið fram
milli kl. 17 og 20.
Námskeiðið fer
fram í Háskól-
anum í Reykjavík,
Ofanleiti 2, stofu
431. Námskeiðið
kostar 1.500 krónur
og boðið upp á
léttar veitingar í hléi.
Kírópraktor ársins
,Ef maður hjálpar likamanum
getur líkaminn lagað sig sjálf-
ur,“ segir Bergur Konráðsson
kirópraktor sem fékk alþjóð-
lega viðurkenningu fyrir störf
sín á síðasta ári.
Bergur Konráðsson hlaut verðlaun samtaka kírópraktora
Kírópraktor ársins
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03
YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA
Líkamsæfingar, öndunar-
æfingar, slökun og hug-
leiðsla.
Morgun-, hádegis-,
síðdegis- og kvöldtímar.
Sértímar fyrir byrjendur og
barnshafandi konur. www.yogaheilsa.is
NÝTT! Astanga yoga
mambó og chacha. Frábær suðræn tónlist, góðar æfingar með
þaulreyndum kennara í fjölskylduvænu umhverfi.
Ókeypis prufutími, tímarnir eru á þriðju-og fimmtudögum kl. 17.30-18.30 í Hreyfilandi,
Stangarhyl 7. Bjóðum einnig upp á dansleikfimi fyrir konur 20+ (jazzdans, hipphopp,
módern, salsa).
Allar upplýsingar í sima 577 2555 og á www.hreyfiland.is
Bergur Konráðsson
var valinn kír-
ópraktor ársins
ásamt nokkrum
nokkrum öðrum
kírópraktorum af
alþjóðlegu samtök-
unum The Masters Circle í nóvember
á síðasta ári. Um 5.000 kírópraktorar
eru í samtökunum og eru verðlaunin
veitt þeim sem hafa unnið gott starf
á sínu sviði. Bergur segir að það hafi
komið flatt upp á sig að hljóta verð-
launin.
„Ég myndi segja að þetta hafi að-
allega veitt mér mikinn stuðning
og verið mér hvatning til að halda
áfram að vinna gott starf. Það er ein-
faldlega mikil hvatning að fá svona
viðurkenningu. Maður lætur þetta
ekki stíga sér til höfuðs heldur vill
maður bara standa sig enn þá betur,“
segir Bergur.
Bergur útskrifaðist sem kíróprak-
tor frá Palmer College árið 1994 en
segja má að sá skóli sé vagga fagsins.
,,Ég starfaði í eitt ár í Illinois-fylki áð-
ur en ég kom aftur til íslands. Svo
er ég búinn að ferðast að meðaltali
tvisvar á ári frá því að ég útskrifaðist
til að sækja endurmenntunarkúrsa,"
segir Bergur sem rekur nú Kíróprak-
torstöðina.
Stækkandi stétt á fslandi
Innan við tíu kírópraktorar starfa
hér á landi en Bergur segir að stétt-
in fari þó vaxandi. „Það bættust til
dæmis tveir við í fyrra og svo eru að
„Mikið afþessum vanda-
málum tengist náttúrlega
einhveijum verkjum svo
sem bijósklosi, bakverkj-
um og höfuðverk. Fólk
er jafnvel að koma með
lítil böm með magakveisu
eða astma eða alls konar
óþægindi eða út af alls
konar kvillum.“
minnsta kosti tveir í námi þannig að
þetta er búið að vera ört stækkandi,“
segir hann.
Að sögn Bergs hefur hann almennt
haft nóg að gera frá því að hann byrj-
aði enda hafi árangurinn verið góð-
ur.
„Fólk er kannski að leita einhverra
annarra leiða en að taka lyf. Það vill
til dæmis leita náttúrulegra leiða,“
segir hann.
Alls kyns vandamál koma til
kasta kírópraktora þó að þeir fáist
einkum við vandamál í stoðkerfi
líkamans.
„Mikið af þessum vandamálum
tengist náttúrlega einhverjum verkj-
um svo sem brjósklosi, bakverkjum
og höfuðverk. Fólk er jafnvel að
koma með lítil börn með maga-
kveisu eða astma eða alls konar
óþægindi eða út af alls konar kvill-
um. Svo er farið að aukast að fólk
hugsi um hvort það geti á einhvern
hátt látið sér líða betur. Ef maður
hjálpar líkamanum getur líkaminn
lagað sig sjálfur," segir Bergur.
Aðalatriði að hafa hryggsúlu
Fólk á öllum aldri leitar til kíróp-
raktora og segir Bergur í gamansöm-
um tón að aðalatriðið sé að fólk hafi
hryggsúlu.
„Það er almennt lítið eftirlit með
hryggsúlunni á fólki. Það er yfirleitt
aldrei neitt gert fyrr en það er kom-
inn verkur í bakið eða hálsinn eða
einhver óþægindi en ekki gert neitt
fyrirbyggjandi," segir Bergur og
tekur undir að fólk geti komið í veg
fyrir ýmsa verki til dæmis í baki eða
hálsi ef það hugar að réttri líkams-
beitingu og öðrum slíkum þáttum.
„Þess vegna erum við með fyrir-
lestra tvisvar í viku fyrir fólk sem
kemur til okkar til að fræða það
um hvernig það getur beitt sér bet-
ur, hvernig það getur þjálfað sig
eða jafnvel tekið mataræðið fyrir
eða svefninn. Allt fólk sem kemur
til okkar fær náttúrlega ráðgjöf og
ráðleggingar þannig að það nái sem
bestum bata og falli ekki aftur í
sama farið,“ segir Bergur sem vinn-
ur einnig að þvi að koma upp vef-
síðu með upplýsingum.
„Núna erum við að gera átak í
því að fræða fólk. Því meira sem
fólk veit þeim mun meira getur
það hjálpað sér sjálft," segir Bergur
Konráðsson að lokum.
eimr.jonsson@bladid.net
LÍÐUR AÐ (JTSÖLULOKUM
3 FYRIR 1 AF BARNA OG MEÐGÖNGUFATNAÐI
Erum einnig komnar með nýjar barna- og
meðgönguvörur vor/sumar 2007
♦ ♦
tvd
—
3-CoCtasmárí 1 ■ © 517 8500
Fyrir veröandi mæður og börn