blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 blaöið VEÐRIÐ Í DAG Urkoma Austan 8 til 15 og víða snjókoma eða slydda, en rofar til vestanlands seinnipartinn. Hægt hlýnandi veður og hiti 0 til 5 stig sunnantil á morgun, en frost annars 1 til 6 stig. A FORNUM VEGI FERÐU REGLULEGA TIL TANNLÆKNIS? Ingimar Helgi Finnsson, nemi Já, ég fer um það bil tvisvar á ári til tannlæknis. Berglind Rafnsdóttir, nemi Já, ég fer tvisvar á ári. Guðrún Ósk Guðlaugsdóttir, nemi Ég fer á sex mánaða fresti. Ragnar Kristjánsson, lífskúnstner Já, að sjálfsögðu. Geir Guðmundsson, nemi Ég fer á átta mánaða fresti. ÁMORGUN Él Norðaustan 10 til 15 m/s á Vest- fjörðum, en annars suðaustan 5-10. Snjókoma eða slydda um norðan- og austanvert landið, en él suðvest- antil. Hiti kringum frostmark. VÍÐA UM HEIM Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 17 9 20 10 6 8 9 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 9 9 o 7 10 16 ■13 New York Orlando Osló Palma París Stokkhólmur Þórshöfn 1 18 2 20 11 2 1 Hækkað lánshlutfall hjá íbúðalánasjóði: Kemur ekki á stöðugleika Kosningalykt ■ Bankarnir skoöa málið ■ Vinnur gegn lækkun vísitölu Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Það kemur mér svolítið á óvart að ríkisstjórnin skuli vera svona áhyggjulaus um stöðu mála. Það er ljóst að það er áfram undirliggjandi þensla í hagkerfinu þótt verið sé að slá á verðbólgu með því að lækka skatta á matvörum." Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands íslands, um þá ákvörðun Magnúsar Stefáns- sonar félagsmálaráðherra að hækka lánshlutfall almennra lána íbúða- lánasjóðs úr 8o prósentum í 90 pró- sent. Hámarksfjárhæð almennra lána hækkar úr 17 milljónum króna i 18 milljónir. Á vef félagsmálaráðuneytisins segir að með þessu séu lánshlutfall og hámarkslánsfjárhæð færð í það horf sem var áður en rikisstjórnin greip til aðgerða í efnahagsmálum í fyrrasumar. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessi nýja reglugerð fé- lagsmálaráðherra gagnast mörgum en þetta er ekki liður í því að koma hér á jafnvægi og stöðugleika við þær aðstæður sem rikja,“ bætir Gylfi við. Hann tekur það fram að íslend- ingar búi við heimsins hæstu vexti vegna aðhalds Seðlabankans. „Svona aðgerð gefur honum ekki til- efni til að lækka vextina." Það er mat ; < aSS m!« Gylfa að hækkunin á lánshlutfallinu tengist undirbúningi kosninganna i vor. „Við í framkvæmdastjórn ASl höfum haft áhyggjur af því að þeir sem fari með ríkisstjórnarvaldið hafi meiri áhyggjur af hinni pól- itísku ásýnd hlutanna, heldur en hinni raunverulegu afleiðingu." Friðrik Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings, telur einnig að málið tengist alþingiskosningunum í vor. „Mín persónulega skoðun er sú að það sé kosningalykt af þessu.“ Friðrik segir það í athugun hjá bankanum hvort lánshlutfallið verði hækkað upp í 90 prósent eins og hjá Ibúðalánasjóði. „Það lá í loftinu að þetta kæmi aftur. Hitt var bara tíma- bundin frestun en þetta varð heldur fyrr en maður ætlaði. Það er svo spurning hvort þetta sé rétti tíminn. Seðlabankinn er ekki alltof hrifinn af ástandi efnahagsmála. Við ætlum bara að skoða málið og bera saman bækur okkar hér innan dyra.“ Anna Bjarney Sigurðardóttir, forstöðumaður á skrifstofu banka- stjórnar Landsbankans, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um brey t- ingar á íbúðalánum bankans að svo stöddu. „Við erum í rauninni alltaf að meta stöðuna," segir hún. Hjá Glitni er verið að fara yfir málið. „Þetta er í skoðun hjá okkur,“ segir Finnur Bogi Hannesson, vöru- stjóri húsnæðislána hjá Glitni. Lánshlutfall íbúðalána hjá bönku- num er almennt 80 prósent en getur Gagnast mttrgum en kemurekki ájafnvægi Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASl I Úr 80 prósentum í 90 prósent Lánshlutfallið hjá 7 íbúðalánasjóði hækkar. þó farið upp í 100 prósent. Gunnar Haraldsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar Háskóla Islands, telur að hin nýja reglugerð félagsmálaráðherra vinni gegn því að vísitala neysluverðs lækki eins og hún hefði gert að öðru óbreyttu vegna lækkana á virðisaukaskatti. „Það er alveg augljóst að svona að- gerð dregur ekki úr þenslu en ef hag- kerfið er hvort sem er að kólna hefur þetta kannski ekki mikil áhrif.“ Samtök atvinnulífs: Afleikur ráöherrans „Félagsmálaráðherra lék mik- inn afleik með því að hækka á ný lánshlutfall og fjárhæðamörk hjá Ibúðalánasjóði,“ skrifar Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, á fréttavef samtakanna. Hann minnir á að við gerð kjarasamn- inga í fyrra hafi samtökin lagt mikla áherslu á lækkun lánshlut- fallsins til að stemma stigu við sihækkandi ibúðaverði og til að tryggja lækkun verðbólgu. Ráðstöfunin sé enn baga- legri vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvælum og fleiri vörum auk tolla- lækk- ana. Kennaradeilan: Fundur hjá sáttasemjara „Ég ætla að afla mér upplýs- inga um hvernig málið stendur," segir Ásmundur Stefánsson ríkis- sáttasemjari sem hefur boðað fulltrúa Félags grunnskólakenn- ara og Launanefndar sveitarfé- laga á sinn fund í dag. Kennarar og launanefndin túlka endurskoðunarákvæði í kjarasamningi grunnskóla- kennara frá 2004 á ólíkan hátt. I ákvæðinu segir meðal annars að aðilar eigi að taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og að meta eigi hvort almenn efna- hags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða. Kókaíninnflutningur: Rannsókn á lokastigi „Búið er að sleppa öllum. Rannsóknin er komin það langt. Erfitt er fyrir konurnar að neita sök en ég get ekki staðfest hvort játning hans liggur fyrir segir Eyjólfur Kristjánsson, yfirlögfræðingur hjá lögreglu Suðurnesja. Tvær miðaldra konur og karlmaður á þrítugsaldri sátu í gæsluvarðhaldi eftir að þær voru gripnar með sjö hundruð grömm af kókaíni innvortis um miðjan febrúar. Maðurinn er grunaður um að hafa staðið að innflutningnum en verð- mæti efnanna hleypur á tugum milljóna. „Þetta er enginn góðkunn- ingi og í fljótu bragði tel ég hann ekki hafa tengst svona málum áður. “ Stendur þú verðlagsvaktina? Kíktu á: nsis NEYTENDASAMTÖKIN Síðumúla 13 108Reykjav(k -5451200 - fax: 5451212 - ns@ns.is Aukin löggæsla í umferðinni: Ekkert banaslys á árinu Enginn hefur látist í umferðinni það sem af er þessu ári. Að meðal- tali hafa fjórir einstaklingar látist á fyrstu tveimur mánuðum ársins síð- ast liðin átta ár. „Já, það er gaman að keyra Suðurlandsveginn í dag og sjá stórt núll á skiltinu sem skráir fjölda þeirra sem látist hafa á ár- inu. Við getum ekki þakkað ökuníð- ingum sem ítrekað hafa verið teknir fyrir ofsaakstur síðustu vikur þann árangur heldur getum við þakkað löggæsluaðilum aukið eftirlit," segir Steinþór Jónsson, formaður Samstöðu. „Nú er það okkar allra að tryggja að mars verði einnig án banaslyss. Ég skora á ökumenn að fara gætilega, spenna beltin og aka aldrei undir áhrifum áfengis.“ Ágúst Mogensen, forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðarslysa, fagnar þessum áfanga sem liggur fyrir. Hann er ánægður með aukinn sýnileika lögreglunnar í umferðinni. ,Þetta eru mjög ánægjulega fréttir og vonandi vísir að því sem koma skal. Löggæslan hefur verið efld og ég vona að ökuníðingunum muni fækka í kjölfar þess hversu margir hafa verið teknir undanfarið," segir Ágúst. „Á síðasta ári var töluvert mikil umræða um banaslys. Hugs- anlega hefur fólki fundist nóg um og það hafi áhrif á umferðina.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.