blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 blaöiö UTAN ÚR HEIMI SÓMALÍA Fyrstu friðargæsluliöarnir komnir Fyrstu friðargæsluliðarnir á vegum Afríkusambandsins hafa komið til Sómalíu. Búist er við átta þúsund friðar- gæsluliðum til landsins og er þeim ætlað að taka við af hermönnum Eþíópíuhers sem aðstoðuðu stjórnarher Sómalíu við að hrekja íslamista á brott. Barnaníðingur gripinn Þýskri lögreglu tókst að hafa hendur í hári Uwe Kolbig í gær, en hann er grunaður um að hafa rænt, nauðgað og myrt níu ára dreng í austurhluta Þýskalands. Lík drengsins fannst i bakgarði Kolbig á laugardag. Kolbig, sem hafði áður verið dæmdur fyrir barnaníðingsskap. Arthur Schlesinger látinn Bandaríski sagnfræðingurinn Arthur M. Schlesinger yngri lést á miðvikudaginn eftir að hafa fengið hjartaáfall í New York. Schlesinger skrifaði fjölda rita, meðal ann- ars um þá Kennedy-bræður, John og Robert, og vann tvívegis til Pulitzer-verðlauna. Fagralund við Furugrund í Kópavogi Námskeið hefjast 5. mars Skráning í síma 891-7190 Kennari: Sigriður Guðjohnsen www.sigga.is Auglýsingasíminn er 5103744 13; Tilboð m m Tilboösverö: 38.900 L-1036 Edesa Þvottavél 6kg 10OOsn RflFMKDflUERZLUN ÍSLflNDSIf - A.NNO 1929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • ri@ri.is www.ri.is Eiturlyf brennd í Mexikó Felipe Calderon Mexíkófor- seti hefur skorið upp herör gegn ólöglegu eiturlyfja smygli. Nordicphotos/AFP ,. Jh'-sí%:■ Bandarísk lögregla leysir upp mexíkóskan eiturlyfjahring: Átján tonn af dópi ■ Tuttugu ára rannsókn ■ Fjögur hundruð manns handteknir Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið nærri fjögur hundruð manns á síðustu tuttugu mán- uðum og gert um átján tonn af fíkniefnum upptæk í aðgerðum sem beinast gegn mexíkóskum eiturlyfjahring. Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á miðvikudaginn að eiturlyfja- hringurinn hefði smyglað og dreift miklu magni kókaíns, marijúana og öðrum eiturlyfjum víðs vegar um Bandaríkin. Auk eiturlyfjanna gerði lögregla upptækar rúmlega 45 milljónir Bandaríkjadala í reiðufé, hundrað skotvopn og 94 bíla að verðmæti 400 milljónir króna. Dómsmálaráðherrann banda- ríski sagði að eiturlyfjahringurinn væri kenndur við og stjórnað af Mexíkóanum Victor Emilio Caz- ares Gastellum og að aðgerð lög- reglu væri skýrt dæmi um það sem mætti ná fram með samvinnu inn- lendra og alþjóðlegra löggæslu- og öryggisstofnana. Gonzales sagði að talið væri að eiturlyfjunum hefði verið smyglað til Bandaríkj- anna meðal annars um brú úr sand- pokum sem náði rétt undir yfir- borð Coloradofljótsins nærri Yuma í Arizona-ríki. Talsmenn bandarísku lögregl- unnar segja að 66 manns hafi verið handteknir í borgum í Kaliforníu, Phoenix og Chicago á miðvikudag- inn þannig að endanlega mætti stöðva starfsemi eiturlyfjahrings- ins. Gonzales sagði handtökurnar vera mikið áfall fyrir einn af stærstu eiturlyfjasmyglhringum heims. Helstu stjórnendur Cazares- eiturlyfjahringsins hafa nú verið ákærðir fyrir peningaþvott og eiturlyfjasmygl, en efnunum var smyglað alla leið frá Venesúela og Kólumbíu. Rannsóknin hófst fyrir tæpum tveimur árum eftir að lögregla í Kaliforníu stöðvaði bíl þar sem mikið magn af marijúana fannst og beindi lögregla athyglinni að Cazares í kjölfarið. Að sögn lög- reglu voru eiturlyfin sett í geymslu á heimilinum í Kaliforníu áður en þau voru sett í nýjar umbúðir og dreift um Bandaríkin. Höfuð- paurinn Cazares gengur enn laus í Mexíkó og munu bandarísk yfir- völd nú fara fram á að mexíkósk lögregla handtaki hann. OPERATION IMPERIAN EMPEROR: Handtökur: 402 Kókaín: 4.323 kg Heróín: 5 kg Amfetamin: 424kg Marijúana: 12.377 kg Marijuanaplöntur: 18.465 Reiöufé upptækt: 45,2 milljónir Bandaríkjadala Bilar upptækir: 94 Skotvopn upptæk: 100 Talsmaður fíkniefnastofnunar bandaríska dómsmálaráðuneyt- isins sagðist vera mjög ánægður með aðgerðina. „Okkur tókst að rífa burtu allt innra net smygl- hringsins og kasta því á ruslahauga sögunnar." Yfirvöld í Mexíkó áætla að rúm- lega tvö þúsund manns hafi verið myrtir í tengslum við eiturlyfjavið- skipti í landinu á síðasta ári. Felipe Calderon Mexíkóforseti segist ætla að taka fast á eiturlyfjavanda lands- ins og senda tuttugu þúsund her- menn og lögreglumenn til tveggja mexíkóskra ríkja með landamæri að Bandaríkjunum til að taka á eiturlyfjasmyglinu. Hafðu það Ijúft um helgina Opiðvirkadagafrákl 10-19 Laugardaga fráklH -17 Grensásvegi48 gallerykjot.is Lambalundir í barbequesósu

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.