blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 blaðið Á sjúkrahús eftir árekstur Harður árekstur varð á mótum Glerárgötu og Þórunn- arstrætis á Akureyri um miðjan dag í gær. Einn var fluttur á sjúkrahús en beita þurfti klippum til að ná hinum slasaða úr bílnum. Mikil hálka var á Akureyri í gær og var nokkuð um minni háttar óhöpp. 17 ára á ofsahraða Lögreglan stöðvaði í fyrrakvöld 17 ára stúlku sem mældist á 136 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku. Stúlkan fékk bílprófið í haust og má búast við því að missa ökuleyfið í einn mánuð og að þurfa að greiða 75 þúsund króna sekt. ( síðustu viku var 17 ára stúlka tekin á 130 kílómetra hraða. HÆSTIRETTUR Dæmt Bubba í vii Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra Hér og nú, er gert að greiða Buhba, Ásbirni K. Morthens, 700 þúsund krónur í þætur með dráttarvöxtum auk málskostnaðar. Á forsíðu Hér og nú var mynd af Bubba við fyrirsögnina „Bubbi fallinn". Bubbi sat í bifreið sinni og talaði í síma með ótendraða sígarettu i munninum. Eftirlit með óléttum konum: Tugir í neyslu Að jafnaði er á annan tug kvenna undir sérstöku eftirliti hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins vegna fíkniefnaneyslu á meðgöngu. Þær mæta vikulega til skoðunar þar sem lögð er áhersla á félagslegan stuðning. „Við leggjum áherslu á að fylgj- ast með þeim sem eru í neyslu í byrjun meðgöngunnar og reynum að mótivera þær til þess að hætta. Flestar hætta þegar meðganga uppgötvast en hættan er alltaf sú að þær falli þegar líður á með- gönguna,“ segir Jóna Dóra Kristins- dóttir ljósmóðir. „Það er síðan alveg til í dæminu að konur hafi ekki náð að hætta neyslu þrátt fyrir meðgöngu. I slíkum tilvikum, þegar heilsu barns er ógnað, tilkynnum við það til barnaverndarnefnda.“ þurft að Varað vi< Náttúruvt lartds og Skipulag vegna Þjórsárvirkjana: Fjöldi athugasemda Talsverður fjöldi athugasemda vegna breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafði borist skipulagsfulltrúa þegar frestur til að skila þeim rann út í gær. I athugasemd Nátt- úruverndarsamtaka íslands segir að áætlaðar virkjanafram- kvæmdir í neðri hluta Þjórsár muni hafa veruleg og óafturkræf áhrif á náttúrufar árinnar og umhverfi hennar. Ekki sé nein þjóðhagsleg þörf fyrir orkuna. Breytingarnar á aðalskipu- laginu eru vegna Hvamms- og Holtavirkjana sem fyrirhugaðar eru í neðri hluta Þjórsár. Urriða- fossvirkjun er þegar inni á skipu- laginu. Hætti Skeiða- og Gnúp- verjahreppur við Hvamms- og Holtavirkjanir gæti Rangárþing ytra þurft að endurskoða aðal- skipulag sitt, að því er Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu, greinir frá. Gert er ráð fyrir að virkjan- irnar sjálfar verði í Rangárþingi ytra en lón, efnistökusvæði og stíflur í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Virkjunarhúsin fyrir Hvamms- og Holtavirkjanir eiga að vera í Rangárþingi ytra og virkjunarhúsið fyrir Urriða- fossvirkjun í Ásahreppi þar sem aðalskipulag hefur þegar verið staðfest. Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Sverrir Einarsson Hermann Jónasson Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Hlkynningar í fjölmiðia • Landsbyggðarþjónusta • Lfkflutningar Opið iaugardag 10-17 og sunnudag 12-17 Almenningur vel á verði: Rignir inn ábendingum ■ Hefði viljað sjá hagkerfið kólna Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net ,Það hefur rignt inn hringingum og tölvupóstum og greinilegt að al- menningur er mjög vel á verði sem er mjög ánægjulegt. Ég held að öll þessi mikla umræða um verðlag og verðhækkanir sem slík hafi gert það að verkum að neytendur hafa sjaldan ef nokkurn tímann verið jafnvakandi og þeir eru núna,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, er hann var spurður út í viðbrögð við lækkun virðisaukaskatts í gær. Hann vildi ekki leggja dóm á hvernig kaup- menn hafi fylgt lækkuninni eftir en segist sannfærður um að svo verði þótt einhverjar ábendingar gefi til kynna að eitthvað hafi misfarist. Aðhald frá neytendum mikilvægt Jóhannes segir að hlutverk neyt- enda skipti gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að fylgja lækk- uninni eftir þó svo að aðilar eins og Neytendasamtökin, Neytendastofa og verðlagseftirlit ASl hafi fylgst náið með verðbreytingum í aðdrag- anda lækkunarinnar. „Það er úrslitaatriði að neyt- endur taki þátt í þessu líka og leiti til einhverra af þessum aðilum ef þeir fá ekki fullnægjandi svör frá verslunum. Aðhald frá neytendum skiptir gríðarlega miklu máli til að Úrslitaatriði 4 að neytendur rmk takiþátt , '.ZL* Jóhannes Gunnarsson, íh' formaður I Neytendasamtakanna lækkunin skili sér á réttan stað, það er í budduna. Við munum að sjálf- sögðu fylgja eftir öllum málum því hagsmunir neytenda eru í húfi og ef Neytendasamtökin ætla að standa undir nafni er rétti tíminn til þess núna,“ segir Jóhannes. Kemur ferðaþjónustunni til góða Ásgeir Jónsson hagfræðingur segir að lækkunin komi til með að hafa margþætt áhrif í samfélaginu, bæði til skemmri og lengri tíma. „Til skamms tíma veldur breytingin lækkun á mat- vælaverði þar sem umræddar vörur munu lækka hlutfallslega meira en aðrar vörur og það mun hafa einhver varanleg áhrif á vísitölu neysluverðs. Til meðallangs tíma með tilliti til þenslunnar sem er í gangi núna mun lækkunin auka kaupmátt heimilanna og auka verðbólguþrýsting og sé litið enn lengra fram í tímann mun þetta koma ferðaþjónustunni mjög til góða,“ segir Ásgeir sem hefði þó kosið að stjórnvöld hefðu beðið með lækkunina í einhvern tíma. „Ég hefði viljað sjá hagkerfið kólna aðeins áður en þetta var framkvæmt.“ Lækkun virðisaukaskatts: Fólkið á götunni sem ég hafði sér- staklega fylgst með og það var búið að lækka hana,“ segir Guðbjörg Jóna Magnúsdóttir sem kveðst vera bjartsýn á að verðlækkanirnar muni verða að veruleika. Þrátt fyrir lækkanirnar býst hún ekki við að auka innkaupin. „Maður sér nú einhvern mun en ég er vön að versla í Bónus," segir Guðrún Sæmundsdóttir sem kom drekk- hlaðin vörum út úr Nettó í Mjódd í gærmorgun. Hún segist ekki hafa beðið sérstaklega með innkaupin þartil í gær þegar vaskurinn lækkaði. „Ég hef ekki verslaö JJjSiw (fjóra daga en ég gerði mér sérferð í Nettó til að kauþa ferskan ananas þótt ég búi í mið- bænum," segir GunnhildurGróa Jónsdóttir sem segist hafa beðið sþennt eftir lækkuninni. „Ég sé að það er verið að breyta verðmerk- ingunum inni í búð þannig að þetta virðist standast. Ég vona að lækkunin muni halda en ég hef ekki trú á því.“ „Mérfinnstþetta mjög gottframtak en ég held því miðuraðþeiríbúð- unum hafi verið búnir að búa sér svolítið í haginn áð- ur,“ segir Margrét Snorradóttir sem var að versla í Nóatúni í Rofabæ. Dóra Magnúsdótt ir segist ekki hafa tekið eftir neinum verðbreytingum en vonar þó að þær muni skila sér í framtíðinni. „Ég ætla að vona að þetta lækki eitthvað og maður fylgist auðvitað áfram með verðinu." EinarÖrn Finns- son segist hafa séð lítinn mun á veröinu í gær en telur að lækkanirn- ar muni skilasér á næstunni. Hann segist ekki hafa beðið sérstaklega með innkauþin til aö nýta sér verðmuninn. Ungdómshúsið rýmt í Kaupmannahöfn: Götubardagar á Nerrebro Atök við Ungdómshúsið Mótmælendur boðuðu svo til fundar á Blágárd- splads síðdegis ígær. Til átaka kom á Norrebro í Kaupmannahöfn eftir að lögregla rýmdi Ungdómshúsið við Jagtvej í gærmorgun. Um hundrað mótmæl- endur voru handteknir eftir að hafa lent í átökum við lögreglu, kveikt bál og hent steinum, flöskum og öðru lauslegu. Lögregla mætti með þyrlur og mikinn fjölda lögreglumanna rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun, girti svæðið af og tókst að rýma húsið á innan við hálftíma. Að sögn lög- reglu voru þrír færðir á sjúkrahús eftir ólætin við Norrebro, en ýmsir skólar og fyrirtæki á svæðinu lok- uðu byggingum sínum af ótta við ólætin. Síðar um daginn breiddust ólætin út um borgina og settu mót- mælendur meðal annars upp vega- tálma og hentu bensínsprengjum við Kristjaníu. Ungdómshúsið hefur verið athvarf ungmenna í bænum frá árinu 1982 og vakti það því mikla reiði þegar kristileg samtök keyptu húsið árið 2002. Samtökin hafa árangurslaust reynt að fá ungmennin út úr húsinu frá 2003, en til stendur að rífa húsið og byggja á lóðinni. Lögreglu tókst svo loks að ná hústökufólkinu út úr húsinu með aðgerðum gærdagsins. Talsmaður lögreglunnar sagði að lögregla hefði þegar komið sprengi- efni fyrir í húsinu og að til stæði að jafna húsið við jörðu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.