blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 17

blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 17
Listapósturinn 2. tbl. • 12. árgangur • 2. mars 2007 • 132 tbl. frá upphafi ListmunauppboÖ á Hótel Sögu Dieter Roth Næsta listmunauppboð Gallerís Foldar verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, n.k. sunnudagskvöld og hefst kl. 19.00. Boðin verÖa upp rúmlega 130 verk af ýmsum toga, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. MeSal annars má nefna verk eftir Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Mugg, Asgrím Jónsson, Kjarval, Kristínu Jónsdóttur, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Scheving, Louisu Matthíasdóttur, Gunnlaug Blöndal, Nínu Tryggvadóttur, Karl Kvaran, Jóhann Briem, Jóhannes Jóhannesson, Einar Jónsson, Svavar GuSnason og Dieter Roth. Jóhannes S. Kjarval Verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg föstudag kl. 10.00 til 18.00, laugardag kl. 11.00 til 17.00 og sunnudag kl. 12.00 til 17.00. Þá er hægt að skoöa uppboðsskrána á vefsíöu Foldar; myndlist.is Jóhann Briem og Jón Engilberts í Listasafninu Vaxtalaus lán til listaverkakaupa Þann 9. mars verða opnaðar í Listasafni íslands sýningar á verkum Jóhanns Briem og Jóns Eng- ilberts. Það verður afar forvitnilegt að skoða þessar sýningar og bera saman þessa tvo lista- menn sem báðir komu fram um 1930. Jón Engilberts lærði 1 Noregi þar sem hann kynntist expressjónismanum norska sem meðal annars var undir áhrifum Edvards Munch. Jó- hann Briem nam hins vegar í Þýskalandi þar sem hann varð fyrir áhrifum af þýska express- jónismanum. Loksins hefur tekist samkomulag um að halda áfram að bjóða almenningi upp á vaxtalaus lán til listaverkakaupa. Reykjavíkurborg, SPRON, galleríin og listafólk- ið skipta með sér að greiða aföllin af lánunum. Aðeins er hægt að taka lán vegna kaupa á verk- um eftir núlifandi listamenn og verkin mega ekki vera 1 endursölu. Lágmarksfjárhæð er kr. 36.000 og að hámarki kr. 600.000. Lánstíminn getur mest orðið 36 mánuðir. Listapósturinn • Útgefandi: Gallerí Fold, listmunasala ■ Rau&arórstíg 14, 105 Reykjavík ■ Sími: 551 0400 ■ fax: 551 0660 • Nelfang: fold@myndlist.is ■ í Kringlunni, 103 Reykjavik ■ Sími: 568 0400 ■ Netfang: foldkringlan@myndlist.is ■ Heimasí6a Galleris Foldar og Listapóstsins er: www.myndlist.is • Ritstjóri: Tryggvi P. Frióriksson • Abyrgðarma&ur: Elínbjört Jónsdóttir • Umsjón heimasí&u: Jóhann A. Hansen • Upplag: 95.000 prentu& eintök fylgja Bla&inu og 2400 rafræn eintök, send ókeypis til óskrifenda.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.