blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 19

blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 19
blaðið FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 19 Ég elska þig París Kvikmyndaunnendur hafa ástæðu til þess að kætast í dag því frönsk kvikmyndahátíð hefst í Há- skólabíói í dag. í þetta sinn verður boðið upp á 35 franskar kvikmynd- ir af ýmsum toga. Opnunarmynd hátíðarinnar er Paris je'taime sem er sprottin úr höfði tuttugu leikstjóra sem allir hafa tengst borginni fögru á einn eða annan hátt. Hér er á ferðinni heillandi meistaraverk sem sameinar fjöld- ann allan af þekktum leikstjórum og leikurum frá öllum heimshorn- um í samsafni af stuttmyndum sem eiga það sameiginlegt að vera óður til Parísarborgar. Hver stutt- mynd er 5 mínútur og gerist í einu af 20 hverfum Parísarborgar, allar fjalla þær um ástina og rómantík, hver með sinn stíl, og á undraverð- an hátt mynda þær eina sterka heild. Tuttugu alþjóðlegir leik- stjórar voru beðnir um að segja sögu um rómantískan fund í París. Hugmyndin var að sýna hina raun- verulegu París eins og hún er í dag, forðast „póstkorta-ímyndina" og sýna hliðar borgarinnar sem hafa ekki sést áður á hvíta tjaldinu. Flestir leikstjórarnir eru ekki frá París og þar af leiðandi sýna mynd- irnar nútímalegan veruleikann, en einnig þá hrifningu sem einkennir erlenda gesti í borginni. Forvitni leikstjóranna leiddi þá í ýmsa króka og kima borgarinnar sem innfæddum leikstjóra hefði lík- lega ekki dottið í hug að rannsaka. Þeirra sýn á borgina á eftir að koma öllum á óvart, jafnvel þeim sem þekkja París vel, en að sama skapi mun hún staðfesta hana sem höfuð- borg rómantíkurinnar. Skal engan undra þessi viðbrögð þegar litið er yfir nafnalista þeirra 20 leikstjóra sem koma að myndinni en þar má finna nöfn á borð við Cohen-bræð- ur, Gus Van Sant, Walter Salles, Meðal leikara eru Natalie Port- Alexander Payne, Alfonso Cuaron, man, Elijah Wood, Nick Nolte, Juli- Gerard Depardieu og Wes Craven. ette Binoche og Steve Buscemi. íslensk list í Nebraska Nú í vikunni var opnuð farand- sýningin EUROPEAN ART QUILTS IV í Haydon Gallery [ Lincoln, Nebraska í Banda- ríkjunum. Þar er sýndur valinn hluti aðalsýningarinnar sem farið hefur um Evrópu síðan f júní síðastliðinn og heldur svo áfram för sinni þar í sumar og fram á næsta vetur með 50 verkum eftir 49 listamenn. Sýn- ingin í Lincoln stendur til loka mars en fer síðan til Colorado þar sem hún verður sett upp í CK Media Gallery í Golden í Denver í april. Meðal sýnenda er Heidi Strand, eini íslenski fulltrúinn, en verk hennar var valið til sýningar í Bandaríkj- unum. Nánari upplýsingar um sýning- una og Euorpean Art Quilts Foundation má fá á vefsetrinu http://www.europeanartquilt. com/over1024.htm. Codispoti í Salnum ítalski píanóleikarinn Domen- ico Codispoti heldur einleiks- tónleika í Salnum í Kópavogi föstudagskvöldið 9. mars næstkomandi. Á efnisskrá tón- leikanna verða Sónata í h-moll eftir Franz Liszt, Evocation og El Puerto úr Iberia eftir Isaac Al- beniz og sex Études-Tableaux eftir Sergei Rachmaninoff. Tónleikarnir marka upphaf Pí- anódaga sem haldnir eru í sam- vinnu þriggja tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Domenico Codispoti fædd- ist árið 1975 í Catanzaro í Calabria á Suður-ltalíu. Að loknum glæsilegum námsferli og sigrum í fjölda píanókeppna gerði hann víðreist og hefur haldið einleikstónleika og leikið með virtum sinfónfu- hljómsveitum á meginlandi Evr- ópu, í Bandaríkjunum og f Asíu. íslands árið 2001. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Málefnaráðstefna Frjálslynda flokksins Mannúðleg markaðshyggja Einstaklinginn í öndvegi Grand Hótel Reykjavík: Laugardaginn 3. mars n.k. kl. 10. Dagskrá: Laugardagur3. mars 2007* Ráðstefnustjóri:Tryggvi Agnarsson 10.00 -10.10 Ráðstefnan sett: Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. 10.10 -10.25 Skattar og velferð: Stefán Ólafsson, prófessor. 10.25 - 10.35 Fyrirspurnir. 10.35 - 10.50 Landnýting og landvernd: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. 10.50 - 11.00 Fyrirspurnir. 11.00-11.10 Kaffihlé 11.10 -11.30 ísland á tímum alþjóðavæðingar: Þorvaldur Gylfason, prófessor. 11.30 - 11.40 Fyrirspurnir. 11.40 - 12.00 Okur og almenningur: Guðmundur Ólafsson, prófessor. 12.00 -12.10 Fyrirspurnir. 12.10 -13.00 Matur. Kl. 13.00 Skipting í starfshópa: a. Mannúðleg markaðshyggja: Velferðarmál, aldraðir, öryrkjar, skattamál, uppbygging atvinnurekstrar. b. Landnýting í sátt við landvernd / samgöngumál. c. Burt með gjafakvótann og gjafir á þjóðareign. d. Okur og almenningur / gengi og gjaldmiðill. e. Utanríkismál og innflytjendur. Kl.13.00-15.00 Starfshópar starfa. Kl.15.00 Umræður/ ráðstefnuslit. Kl.17.00 Móttaka. www.xf.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.