blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 13

blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 13
blaðið FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 13 Lögbrot og leyndar- mál Landsvirkjunar Á 7. áratugnum var ákveðið að ganga til samninga við Alusu- isse og Alþjóðabankann um að virkja Þjórsá eða Dettifoss til raf- orkuframleiðslu í helmingaþágu almennings og stóriðju. Sögðu sérfræðingar Alþjóðabankans að verðið frá Dettifossi yrði 20% hærra en frá Þjórsá og frá henni mætti söluverð ekki vera lægra en 0,25 cent á kílóvattstund (kWh) ef framkvæmdin ætti að vera arðbær og hann gæti lánað til hennar. Sömu sérfræðingar sögðu að álverið gæti hins vegar borgað miklu meira en 0,25 cent/kWh og samt verið arðbært. Sett voru lög í landinu, ekki um það hvernig menn ætluðu að græða á orku- auðlind landsmanna eða vernda uppsprettu hennar, Þjórsárverin, heldur einungis um það að samn- ingar um orkusölu til stóriðju mættu ekki leiða til hærra raforku- verðs til almennings en ella hefði orðið. Verðleyndin er bara aðferð Lands- virkjunar til að veijast viðvarandi gagnrýni á það lögbrotað almenn- ingur greiði fyrír stóriðjuna. Umrœðan Einar Júlíusson Ágreiningur um túlkun laganna Hélt því samninganefnd undir forystu Jóhannesar Nordal til Sviss og bauð fyrirtækinu raforku til sölu á 0,25 cent/kWh. Alusuisse setti sig ekki beinlínis upp á móti landslögum en túlkaði þau ekki eins og samninganefndin. Fór Al- usuisse fram á að stóriðjan greiddi 0,2 cent/kWh og almenningsveit- urnar 0,3 cent/kWh því án þátt- töku stóriðjunnar mundi kostn- aðarverð til almennings hvor eð er verða meira en 0,25 cent/kWh. Samninganefndin taldi hins vegar að til að ná sátt um stóriðjustefn- una yrði stóriðjan að greiða sama fyrir rafmagnið og almenningur. Sigur samninganefndarinnar Að lokum sættist Alusuisse ekki bara á 0,25 cent/kWh heldur einnig á að greiða 0,3 cent/kWh fyrstu 6 árin eftir byggingu virkj- unarinnar 1969. Ekki er samt hægt að segja að margra ára samn- ingar hafi skilað raunverulegum árangri því strax á fyrsta fundi 1961 bauð Alusuisse 0,2 cent fyrir raforkuna. Þó að það hafi verið mun lægra en álfyrirtæki í öðrum löndum greiddu var það samt, að teknu tilliti til verðbólgunnar, hærra en það sem á endanum var samið um og sennilega næstum þrefalt hærra en stóriðjan hefur verið að borga undanfarin ár. Verðbóigan gleymdist Þrátt fyrir eftirgjöf Alusuisse voru þetta afarsamningar og til að endar næðu saman hjá Lands- virkjun í ört hækkandi verðlagi hækkaði hratt verðið sem almenn- ingsveiturnar urðu að greiða frá því að vera sambærilegt við það sem stóriðjan hafði í upphafi boðið upp í næstum tífalt það verð sem stóriðjan greiddi 1973. Lækkaði það síðan aftur og um það bil þrefaldur verðmunur hefur haldist á seinni árum. Það var ekkert vandamál fyrir almenn- ingsveiturnar að greiða uppsett verð því þær veltu því bara yfir á hinn almenna raforkunotanda sem hafði ekkert val um það hvar hann keypti rafmagnið. Hvaðan kemur gróði Landsvirkjunar? Þetta var brot á lögunum en fátt er svo með öllu illt og allavega lifði Landsvirkjun það alveg af að hafa ekki verðtryggt samningana og græddi jafnvel á þeim. Ekki af því að í þeim hefði verið eitthvert vit eða að gróðinn kæmi frá álver- inu heldur af því að Alþjóðabank- inn hafði heldur ekki verðtryggt lánið og fljótlega tókst að segja upp samningnum sem áttu að gilda í 25 ár. Á að sökkva Þjórsárverum eða ekki? Landsvirkjun vildi að uppistöðu- lón yrði gert í Þjórsár verum og það hefði sjálfsagt fyrir löngu verið búið að sökkva þeim ef ekki hefði komið til skelegg andstaða tveggja manna, Peter Scott hjá WWF og Halldórs Kiljans Laxness. Krafa Landsvirkjunar um að fá að gera lón í friðlandi Þjórsárvera er enn til staðar en strandar fyrst og fremst á andstöðu Gnúpverjahrepps, og þeirri stöðu að umhverfisráðherra sagði sig frá kærumálum og settur umhverfisráðherra hafnaði sam- þykkt Skipulagsstofnunar um lón sem næði inn á friðlandið. Áður hafði umhverfisráðherra gert það sama (eða öfugt) það er samþykkt Kárahnjúkavirkjun þó að Skipu- lagsstofnun hefði hafnað henni. Já, á Islandi ráða ráðherrar en ekki stofnanir eða lagabókstafir. Og enn gleymdist verðbólgan Verðið sem álverið greiddi var orðið fáránlega lágt 1973 en það samþykkti einhverja hækkun og verðbindingu gegn stækkun verksmiðjunnar. Þeir samn- ingar voru samt bara áfram- haldandi lögbrot og almenn- ingsveiturnar þurftu áfram að borga margfalt hærra verð en stóriðjan. Nú fékk álverið enn meira rafmagn á niðurgreiddu verði, lægra en í upphafi að raungildi og lítt verðtryggt. En vissulega var verðið mun betra en annars hefði orðið því doll- arinn hafði lækkað mjög og á næsta áratug hrundi verðgildi hans. Raforkuverðið til Lands- virkjunar hefði hrapað niður í nánast ekki neitt ef álverið hefði ekki samþykkt að rifta upphaf- legu samningunum. Borga álver til samfélagsins? Það er ómaklega vegið að Hjörleifi Guttormssyni, iðnaðar- ráðherra 1978-1982, í afmælisriti Landsvirkjunar að hann hafi valdið fyrirtækinu miklu tekju- tapi með því að tefja stækkun álversins og nýja samninga, t.d. með kröfu um það að súrál mætti ekki hækka í hafi og eyða bókfærðum ágóða og skatti ál- versins. Hækkunin sem náðist eftir hans ráðherratíð var lítil og lítt verðtryggð og því skamm- vinn. Og umræðu um skattsvik og skattahækkun var hætt. Um álverið sem þurfti ekki að skila neinum ársskýrslum giltu sér- stakar skatta- og fyrningarreglur ólíkar þeim sem íslensk fyrirtæki bjuggu við. Tekjur Hafnarfjarðar af álverinu voru því óverulegar og eru enn ekki nema brot úr pró- senti af útflutningstekjum þess. Ætli það muni ekki gilda líka um álver á Húsavík, Helguvík og Hungurvík (norður úr Reyð- arfirði)? Þótt íslendingar eigi ekkert álver er stöðugt hamrað á útflutningstekjum íslendinga af áli og jafnmikið er enn á sig lagt að leyna innflutningskostnaði af súr- áli sem kallast bara rekstrarvörur í hagskýrslum og enginn veit hverjir nota. : Skrýtnar kenningar Aliskonar réttlæting á lágu verði til álversins og nýrrar stóriðju kom fram, t.d. flýtireikningar, að stóriðjan ætti ekki að borga fyrir að reisa virkjanirnar heldur bara kostnaðinn af því að flýta byggingu virkjana sem almenningsveiturnar hefðu þurft að reisa eftir nokkur ár. Einnig sú kenning að þar sem rafmagnsnotkun almennings ykist jafnt og þétt gæti hann aðeins nýtt nýjasta orkuverið að hálfu leyti og það gæti tekið áratugi fyrir al- menningsnotkun að vaxa um heila virkjun. Stóriðja nýtti hinsvegar alla viðbótina í einum bita og því væri kostnaðarverð til stóriðju helmingi lægra en til almennings. Gott dæmi um það hversu hratt stóriðjan nýtti virkjanirnar var Blönduvirkjun sem stóð ónýtt í næstum áratug því stór- iðjan vildi ekki samþykkja hærra verð fyrir rafmagnið en hún greiddi þegar, eða aðrar stóriðjur í landinu greiddu. Komu því fram kröfur um að raforkuverðið til stóriðju yrði að vera leyndarmál svo nýir samninga- aðilar vissu ekki hvað fyrri aðilar greiddu lágt verð og gætu heimtað það sama. : Hvað kostar þá rafmagnið? Vissulega er verðleyndin bara að- ferð Landsvirkjunar til að verjast viðvarandi gagnrýni á það löghrot að almenningur greiði fyrir stóriðj- una. Eða vill hún halda því fram að viðsemjendur um orkuverð til stækkunar álversins í Straumsvík hafi ekki haft hugmynd um núver- andi orkuverð til álversins? Nýir samningaaðilar hafa alltaf vitað hvað fyrri aðilar voru að greiða. Allt fram til 2003 hafa þeir allir getað flett meðalverðinu til stóriðjunnar upp í ársskýrslum Landsvirkjunar og þær eru til á ensku og á vefnum. Þeir hafa heldur ekki getað eða reynt að halda verðinu leyndu. For- stjóri Alcoa upplýsti t.d. um verðið frá Kárahnjúkum (1,5 cent/kWh eða 4,7 milljarðar kr á ári) á vefsíðu sinni í Brasilíu fyrir nokkru og al- veg nýlega upplýsti Rannveig Rist á fundi í Hafnarfirði um mjög svipað verð til ríkisins (4-5 milljarðar á ári) fyrir næstum jafnmikið rafmagn til stækkunar álversins í Straumsvík. Eða hvaða aðra 4-5 milljarða gæti hún og forsíðufrétt Fréttablaðsins hafa verið að tala um? Þjóðleg alþjóðasýn Höfundur er eðlisfræðingur Ég talaði um það hér í fyrri grein að ísland væri afdalur og það er svo. En það er líka nafli alheimsins ef við viljum svo horfa. Við sem glimt höfum við rekstur fyrirtækja vitum að lykilatriði er að snúa sértækum aðstæðum upp í styrkleika. Breyta því sem kann að vera veikleiki í möguleika. Það sama á við í rekstri okkar þjóðarbús og þó einkum og sér í lagi þegar kemur að alþjóðapólitík okkar. Við erum einir í ballarhafi, lengst frá öðrum þjóðum Evrópu og höfum orðið viðskila við þær flestar í þeirri samrunaþróun sem þar er nú Það er mikilvægt að við flækjumst ekki í net þess skrífræðis sem jafnan einkennir stórveldi. Umrœðan Bjarni Haröarson efst á baugi. Mín skoðun er reyndar sú að sá viðskilnaður sé okkar gæfa en um það eru menn ekki sammála. Aðalatriði er þó að viðskilnaðurinn er staðreynd og við erum sér á báti. Spurningin er hvað gerum við með það. Við getum eins og atvinnurek- andi í uppgjöf hent öllu frá okkur og gengið hinu evrópska skrifræði á hönd að fullu og öllu. Eftir það verður til lítils að vera í pólitík á Is- landi. Við getum fetað hina leiðina, litlir og sjálfstæðir. Og gáð hvaða möguleika það gefur okkur. Þegar skyggnst er um bekki hinna alþjóðlegu viðskipta er nefni- lega mjög líklegt að okkar bíði tæki- færi sem sjálfstæðrar eyþjóðar mitt á milli Evrópu og Ameríku. Og ekki bara það. Með opnun nýrra leiða í siglingum og flugi erum við einnig mitt á milli hins rísandi efnahags- veldis Asíu og hinna vestrænu þjóða. Þeirri stöðu geta fylgt ótrúlegir möguleikar. Við eigum hér á Miðnesheiðinni vaxandi alþjóðaflugvöll og við hann heilt kauptún til ráðstöfunar. Það er mjög misráðið að ætla að koma því þorpi inn í íslenskt hagkerfi eins og hverju öðru stríðsgóssi. Við eigum að horfa á hina yfirgefnu herstöð sem möguleika til að skapa hér frí- svæði fyrir alþjóðlega skiptistöð milli heimsálfa. Ef við svo sköpum alþjóðafyrirtækjum skilyrði til að setja upp starfsstöðvar hér á landi getur það orðið þeim mikilvægur hlekkur í markaðssetningu milli heimsálfa. Það þarf ekki að ræða hversu mikill ávinningur slíkt væri fyrir okkar eigið hagkerfi. Það sem við getum einmitt smæðar okkar vegna boðið þessum fyrirtækjum umfram það sem þeim býðst í flestum eða öllum vestrænum löndum er einfalt og skilvirkt stjórn- kerfi með stuttar boðleiðir. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að við flækjumst ekki í net þess skrif- ræðis sem jafnan einkennir stór- veldi, hvort sem er austan hafs eða vestan. Þetta er sú þjóðlega alþjóðasýn sem okkur ber að tefla fram gegn trúarhita Evrópusinna. Og þessi mynd er því aðeins möguleg að við völd í landinu séu stjórnmálamenn sem ekki eru logandi hræddir við útlendinga. Höfundur er bóksali á Selfossi og frambjóð- andi á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjör- dæmi Athugasemd Haft var eftir yfirmanni um- ferðardeildarhöfuðborgarlögregl- unnar, Árna Friðleifssyni, að oft yrðu aftanákeyrslur er lögreglan sinnti umferðareftirliti. Hið rétta er að slíkt gerist en þó ekki oft. Aðalfundur Marel hf. fyrir starfsárið 2006 verður haldinn fimmtudaginn 8. mars nk kl. 15:00 I húsnæði félagsins, Austurhrauni 9, Garðabæ. Dagskrá : 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 4.04 grein samþykkta félagsins 2. Tillaga um nýjar samþykktir félagsins 3. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins 4. Tillaga stjórnar um heimild til útgáfu hlutafjár I evrum 5. Önnur mál, löglega borin fram Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu f stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. I tilkynningu um framboö til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, * upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign f félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaöila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut (félaginu. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 14:30. Stjórn Marel hf.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.