blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 blaðið Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari hefur náð langt á tónlistarsvið- inu þrátt fyrir ungan aldur og var meðal annars valin „bjart- asta vonin“ á Islensku tónlistarverðlaununum 2006. Elfa útskrifaðist af diplómabraut Lista- háskóla íslands árið 2003 aðeins 18 ára gömul og hefur undanfarin ár stundað nám við Tónlistarháskól- ann í Freiburg í Þýskalandi undir handleiðslu prófessors Rainers Kussmaul. í síðasta mánuði útskrif- aðist hún úr meistaranámi með hæstu einkunn. Blaðamaður hitti Elfu á kaffi- húsi í miðborginni morguninn eftir velheppnaða tónleika sem hún hélt ásamt föður sínum, Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara, í Salnum í Kópavogi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem leiðir feðginana lágu saman í tónlistinni. Gott samstarf feðgina „Við höfum í raun spilað saman alveg frá því að ég byrjaði að spila. Hann hefur alltaf leikið með mér af og til og það er alveg frábært að vinna með honum. Það fylgja því margir kostir að spila með ein- hverjum sem er skyldur manni. Það auðveldar samstarfið að vissu leyti, og maður er oft sammála um túlkun sem sparar vissulega tíma. Það getur hins vegar verið mjög erfitt að finna tíma til æfinga þó að margir haldi kannski að það ætti að vera auðvelt. Maður á það til að fresta hlutunum,” segir Elfa og bætir við að samstarfið gangi að öðru leyti vel fyrir sig. „Við erum náttúrlega búin að spila svo lengi saman að það gengur smurt.“ Móðir Elfu, Lilja Hjaltadóttir, er einnig fiðluleikari og hóf hún nám hjá henni aðeins fjögurra ára gömul. ,Eg átti reyndar einhverja leikfang- afiðlu þegar ég var tveggja eða þriggja ára og hef því spilað síðan þá,“ segir Elfa Rún. I ljósi þess að báðir foreldrar hennar eru tónlist- armenn liggur beinast við að spyrja hana hvort tónlistaráhuginn hafi kviknað sjálfkrafa eða hvort henni hafi verið „ýtt“ út í tónlistina. „Mér finnst mjög ólíklegt að mér hafi verið ýtt út í þetta þar sem ég var farin að leika mér með leik- fangafiðlu sem barn. Áhuginn hlýtur því að hafa verið fyrir hendi. Síðan hafa foreldrar mínir náttúr- lega hvatt mig áfram en það hefur samt aldrei verið nein pressa á mér. Mamma spurði mig meira að segja á unglingsárunum hvort ég vildi ekki bara hætta þessu af því að ég nennti ekki alltaf að æfa mig en ég var alveg ákveðin í því að halda áfram,“ segir hún. Tónlistin í fjölskyldunni Elfa Rún á tvo bræður og hefur annar þeirra, Kristinn Smári, fetað inn á braut tónlistarinnar líkt og hann á kyn til og leikur á rafmagns- gítar. Hinn bróðirinn, Andri Heiðar, hefur að mestu leyti sloppið við tónlistarbakteríuna. Elfa Rún segir að allur gangur sé á því hvort börn tónlistarmanna feti í fótspor for- eldranna. „Annað hvort fara krakk- arnir í tónlist eða vilja gera eitthvað allt annað og alls ekki sjá þetta líf sem foreldrarnir lifa,“ segir Elfa og bendir jafnframt á að tónlistaráhug- inn geti þróast með árunum. „Ég hef haldið mig við mitt hljóðfæri frá upphafi. Litli bróðir minn byrjaði að læra á selló en er núna kominn yfir á gítar,“ segir Elfa. Sjálf var tiltölulega ung þegar hún var farin að átta sig á því að tónlistin yrði annað og meira en áhugamál í lífi hennar. „Ætli það hafi ekki verið komin meiri alvara í þetta þegar ég var 14 eða 15 ára. Þá var alveg ljóst hvert stefndi," segir Elfa og bætir við að í rauninni hafi ekki neitt annað komið til greina. f tveimur skólum i einu Haustið 2001 innritaðist Elfa Rún á diplómabraut Listaháskóla Islands en hún er ætluð ungum og sérstak- lega hæfileikaríkum nemendum sem eru komnir á háskólastig í tón- listarnámi þrátt fyrir að hafa ekki lokið framhaldsskóla. „Það var verið að stofna Listahá- skólann og kennarinn minn, Guðný Guðmundsdóttir, vildi endilega að ég færi þangað og ég hlýddi bara kennaranum," segir Elfa sem var á sama tíma að hefja nám við Mennta- skólann við Hamrahlíð. Eins og gefur að skilja hafði hún nóg fyrir stafni á þessu tímabili í lífi sínu og lítill tími aflögu til að sinna vinum og áhugamálum. „Tíminn sem ég hafði aflögu var mjög takmarkaður síðustu annirnar. Ég var í tveimur skólum og reyndi að æfa mig inn á milli og ég hafði engan tíma í neitt annað,“ segir Elfa og bætir við að hún hafi loks getað slakað á þegar hún hélt utan til náms. Elfa lauk námi á diplómabraut Listaháskólans vorið 2003 en lauk ekki stúdentsprófi. „Ég var tvö ár í Listaháskólanum og fór að því loknu út til frekara framhaldsnáms. Svo er bara búið að vera svo mikið að gera í tónlistinni að ég hef ekki haft tíma til þess að sinna menntaskólanum, ég hef þó tekið einhverjar einingar í fjarnámi," segir hún. Að útskrift lokinni hélt Elfa til frek- ara náms við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi og reyndist undirbúningurinn í Listaháskól- anum gott veganesti fyrir það. Standardinn hár í Þýskalandi „Það er mjög nauðsynlegt þegar maður býr hér á íslandi að fara líka til útlanda að læra því að maður þarf að sjá svo miklu meira. Þessi reynsla er manni nauðsynleg, bæði sú reynsla að búa í öðru landi og svo er náttúrlega svo mikið að ger- ast í tónlistarlífinu þarna úti. Þar er rosalega mikið af tónleikum og góðum hljóðfæraleikurum og tónlist- armönnum, hljómsveitum ogkamm- ermúsíkhópum. Hins vegar er stand- ardinn mjög hár í Þýskalandi og það getur verið mjög erfitt að komast inn í hljómsveitir og það eru gerðar miklar kröfur. Það er því mikil sam- keppni en um leið mikil gróska og það er í rauninni bara gaman,“ segir Elfa. Hún tekur jafnframt undir að þar sé enn fremur lengri og sterkari tón- listarhefð en hér á landi. „Mér finnst gaman að lifa og hrær- ast í þessari hefð og vera á stöðum þar sem stóru tónskáldin ólust upp og störfuðu. Þarna úti er tónlistin mikið í blóði fólks og almenningur veit meira um hana og er meðvitaðri um söguna en hér,“ segir Elfa en bætir um leið við að mikil gróska sé hér á landi. „Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað það er mikið að gerast hérna heima líka. Það er alveg frá- bært tónlistarlíf hér og mikið af góðu tónlistarfólki," segir hún. í námi hjá frægum kvartett Elfa situr ekki auðum höndum þessa dagana því að framundan eru tónleikar bæði hér heima og erlendis. I haust stefnir hún á að setjast á skóla- bekk á ný, að þessu sinni í Berlín þar sem hún mun að öllum líkindum leggja stund á svo kallað kvartett- nám ásamt félögum sínum. „Kvartettnám gengur út á að kvar- tett fer saman í nám eins og um ein- stakling sé að ræða,“ segir Elfa. „Við stofnuðum þennan kvartett síðasta haust og fórum saman á nám- skeið en höfum reyndar ekkert getað spilað neitt að ráði saman síðan þá því að við höfum öll haft svo mikið að gera. En við erum að fara að æfa núna í mars og apríl og næsta sumar. Fólk kynnist rosalega vel þegar það er saman í kvartett og það er nán- ast eins og maður giftist meðspil- urunum,“ segir Elfa og tekur undir að það reyni talsvert á vinskapinn. „Það er eins gott að þetta gangi upp,“ segir hún og hlær. I kvartettnámi fer einn kvartett í læri hjá öðrum og reyndari kvar- tett og hafa Elfa og félagar hennar ekki valið sér lærimeistara af verri endanum. „Við verðum í námi hjá Artemis-kvartettinum sem er einn stærsti kvartettinn í Evrópu um þessar mundir, ef ekki í öllum heim- inum. Skólinn á eftir að samþykkja þetta en vonandi gengur þetta næsta haust,“ segir Elfa. Starfi strengjakvartetta fylgja mikil ferðalög og segir Elfa að sér þyki það spennandi. „ Eg held að það sé mjög skemmtilegt að vera í kvartett því að þá ertu alltaf með vinum þínum og ég gæti alveg hugsað mér að ferðast um heiminn með kvartett. Persónulega finnst mér ekki mjög gaman að spila í stórri hljómsveit og ég held að það sé frekar leiðinlegt til

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.