blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 26
26 FOSTUDAGUR 2. MARS 2007 blaöið bilar@bladid.net ÚR BÍLSKURNUM Nýr Audi coupé Einn af fjölmörgum nýjum bífum sem verða sýndir í Genf í mánuðinum er þessi nýi Audi A5. Hann er svipaður að stærð og A4 og svipar um margt til ann- arraþýskra tvennra dyra lúxusbílæ • Helsti keppinautur verður BMW 3 coupé • Nafnið A5 var valið í stað A4 coupé því það gæti ruglað kaupendur • Fjórar vélar verða í boði, tvær bensfn og tvær dísil • Stærri bensinvélin er 265 hestafla 3,2 lítra V6 Fullkomið meistarastykki? Maserati ætlar að reyna að blása lífi í tvennra dyra línu sína með þessum nýja GranTurismo sem hannaður er af Pinin- farina, hönnuðum Ferrari. Áætlað verð í Bandaríkjunum er um 100.000 dalir. •GranTurismo verður með 405 hestafla 4,2 lítra V8 mótor • Þyngdardreifing er nánast fullkomin, 49 prósent að framan og 51 að aftan • Girkass- inn verður sjálfskiptur með flipaskiptingu í stýri Rússa-Chrysler? Enn er framtíð Chrysler óljós. Á sama tíma og líklegt þykir að GM kaupi Chrysl- er af Daimier-Chrysler með hlutabréfum í GM hefur rússneski bílaframleiðandinn GAZ sýnt fyrirtækinu áhuga._______________ • Hinn eini sanni Rússajeppi var framleiddur af GAZ • GAZ hefur átt mikil viðskipti við Chrysler í gegnum tíðina og hefur keypt rétt til aðframleiða Sebring og Stratus í Rússlandi • Volkswagen, Hyundai, Peugeot/Citroén og Fiat hafa engan áhuga á að kaupa Chrysier Fusunair kveðja Ford Á miðvikudaginn lögðu þúsundir starfs- manna Ford niður störf í hinsta sinn en um 10.000 manns úr efri lögum fyrirtækisins hefur verið sagt upp hjá bílaframleiðandanum til viðbótar við þá 4000 sem misstu störf sínjfyrra. • Niðurskurðurinn er liður í áætlun til að koma rekstri Ford yfir núllið 2009 • Til stendur að segja 30.000 verkamönnum upp líka • Loka á 16afverksmiðjum Ford. Jeppaferð í Landmannalaugar Ferðafélagið Útivist stendur fyrir jeppa- og gönguskíðaferð í Landmannalaugar um helgina. Gist er í Hrauneyjum í nótt en snemma í fyrramálið verður stefnan tekin á Landmanna-1 laugar. Frekari upplýsingar á www.utivist.is. Skilaboð til vegfarenda Hefur þig einhvern tíma langað til að senda öðrum ökumönnum skilaboð eins og „ekki svona nálægti", „skiptu um akrein!" eða jafnvel „má ég bjóða þér í kaffi?" Roadmaster-skilaboðaljósið leysir vandann fyrir litlar 4000 krónur á www.roadmasterusa.com. Skiptar skoðanir um veginn $■ Allra veðra von Kjalvegur liggur mest í 720 metra hæð yfir sjávarmáli og skipast þar skjótt veður ílofti eins og sést á þess- ari mynd sem tekin var í desember 2005. Mynd/Oskar Andri Eftir Einar Elí Magnússon einareli@bladid.net Félagið Norðurvegur var stofnað af hagsmunaaðilum í febrúar árið 2005 til að undirbúa byggingu há- lendisvegar milli Norður- og Suður- lands. Fyrirhugað vegstæði er í grófum dráttum á svipuðum stað og núver- andi Kjalvegur en í stað niðurgraf- ins vegar sem nú er þar fyrir væri sá nýi uppbyggður um 2 til 3 metra og tæpir 145 km á lengd. Vegurinn á að vera vandaður í alla staði og betri og öruggari en þjóðvegur 1. Framkvæmdin yrði einkaframtak, þó að Vegagerðin skuldbindi sig til ákveðinnar aðkomu, og vegtollur yrði 2000 krónur fyrir fólksbíl en 8000 krónur fyrir flutningabíl. Veður og gróður Ekki eru allir á eitt sáttir um Norðurveg og hafa sumir bent á að fjölförnum vegi á þessum stað fylgi ákveðin vandamál. „Það sem mælir helst gegn hug- myndinni um uppbyggðan Kjalveg, fyrir utan umhverfisáhrifin og veglagningu í gegnum friðlandið í Guðlaugstungum, er að rökin um verulega vegstyttingu standast eng- an veginn,“ segir Jón G. Snæland, ritari ferðaklúbbsins 4x4. „Það má vel ná fram megninu af þessari styttingu með breytingum á þjóð- vegi 1. Einnig vega veðurfarsleg áhrif þungt. Norðurvegarmenn hafa haldið því á lofti að aðstæður séu sambærilegar þjóðveginum um Möðrudalsöræfi en gleyma því að Kjalvegur er um 200 metrum hærra yfir sjávarmáli. Ennfremur hefur veginum verið líkt við sam- bærilega vegi í suðurhluta Noregs Þungt færi í mars 2005 sótti þyrla Landhelgisgæslunnar þrjú ung- menni sem höfðu lent í meira en sólarhrings hrakninga íerfiðu færi, krapa og svelli á Kjatvegi. Mynd/Ómar Óskarsson en þar ríkir allt annað veðurfar eins og allir vita. Þeir eru því eng- an veginn sambærilegir Kjalvegi." Það svæði sem þolir mest „Það er ekki einsýnt að allar hug- myndir hlutafélagsins séu réttar,“ segir Bjarni Harðarson, bóksali og frambjóðandi á Selfossi. „Það hefur til dæmis komið gagnrýni á vegstæðið sem verð- ur að skoða, sem og eignarhald þeirra á veginum og rétt þeirra til að rukka skilyrðislaust alla sem eiga leið um hann. í grunninn tel ég meg- inatriðið vera að það er æskilegt að samgönguleið á milli uppsveita Árnessýslu og Norðurlands verði gerð almennileg og malbikuð. Ég er sannfærður um að þeir sem mótmæla þessu á forsend- um umhverfisverndar fara villir vega. Þess verður örugglega skammt að bíða að það verði gerðar þær kröf- ur af umhverfisyfirvöldum að helstu ferðamannaleiðir á hálendinu verði malbikaðar. Umræðan um aukinn ágang ferðamanna á viðkvæm land- svæði er vitaskuld mjög gagnleg en að því sögðu er Kjalvegur og afrétt- arlöndin sem liggja að honum þau svæði á hálendinu sem við þurfum síst að hafa áhyggjur af.“ Verðmæti óbyggðanna Stjórn Ferðafélags íslands leggst alfarið gegn hugmyndum Norður- vegar en félagið segist tilbúið að eiga samstarf um framtíðarfyrirkomu- lag á vegi og umferð um Kjöl. „Við stöndum frammi fyrir vali,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, for- seti félagsins. „Við getum ekki bæði átt Kjöl sem öræfi og óbyggðasvæði og jafnframt sem umferðaræð til þungaflutninga og hraðaumferðar. I mínum huga er enginn vafi hvorn kostinn við eigum að velja þegar við berum þessa tvo kosti saman. Verðmæti óbyggðanna á eftir að vaxa sem takmörkuð auðlind, auð- lind sem verður æ eftirsóknarverð- ari eftir því sem hraði og erill eykst. Sá sem á fallegan og friðsælan garð er ekki tilbúinn að spilla honum þó að hann fái tilboð um arðsemi af vegarlagninu í gegnum hann. Við berum ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum sem erfa munu þennan garð.“ Góð áhrif á ferðaþjónustu „Mér finnst framkvæmdin góð í tvennu tilliti“, segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akur- eyri. „Fyrir það fyrsta styttir hún vegalengdir á milli stærstu og fjöl- mennustu svæða landsins og í öðru lagi myndi hún hafa góð áhrif á ferðaþjónustu þar sem áhugaverðar hringleiðir myndu skapast og veður eru oft misjöfn á milli Norður- og Suðurlands og þá yrði sty ttra að fara á milli veðursvæða. Égerámótiþví að aðgangur að hálendinu sé aðeins fyrir sérútbúna jeppa og sé ekki nátt- úruverndina á Kili í dag að þeysast þar um í rykmekki á holóttum vegi. Við byggðum upp hringveginn með bundnu slitlagi yfir Möðru- dalsöræfin sem er annar einstakur staður á hálendi íslands og ég hef engan heyrt sem sér eftir því. Út frá þeim vegi liggja siðan slóðar og vegir m.a. í Herðubreiðarlindir og Kverkfjöll sem eru aðeins færir stærri bílum og það virðist ganga ágætlega sam- an. Þannig að ég tel að lagning Kjalvegar með bundnu slitlagi kalli ekki á endalausa vega- gerð um allt hálendið. Ég tel hinsveg- ar rétt að þjóðin eignist þennan veg þegar fjárfestingin hefur skilað sér til eigendanna.“ Vinsæll ferðamannastaður Norðurvegur mundi stuðla að stór- bættu aðgengi ýmissa ferðamanna- staða á hálendinu, þar á meðat Hveravalla. Mynd/ÞÖK Styttingar á leiðum með tilkomu Norðurvegar: Varmahlíð - Reykjavík, um 9 km Egilsstaðir - Reykjavík, um 29 km Reyðarfjörður - Reykjavík, um 37 km Selfoss - Sauðárkrókur, um 73 km Selfoss - Blönduós, um 22 km Egilsstaðir — Gullfoss, um 128 km Hella — Akureyri, um 165 km Hella - Sauðárkrókur, um 96 km Þorlákshöfn — Akureyri, um 107 km Gullfoss - Dettifoss, um 237 km Stál og stansar ehf. Sími: 517 5000 Ofurbill vikuni Svakalegur Zonda R ersérstak- lega hannaður til að ráða vel við erfiðar brautir á miklum hraða. Hannaður fyrir brautir Þessi nýja Pagani Zonda C12 R verður til sýnis á bílasýningunni í Genf seinna í mánuðinum. Bílnum er ætlað að sýna yfir- burði á brautum eins og LeMans og er því lagt enn meira í hann en fyrirrennara hans, Zonda Monza og GR-keppnisbílinn. Til dæmis hef- ur hjólhafið verið lengt og allir loft- mótstöðufletir verið endurhannaðir til að gera bílinn eins stöðugan og hugsast getur. Vélin er 7,3 lítra M180 V12 frá Mercedes Benz og er staðsett lang- sum í miðjum bílnum. Bíllinn kemst úr kyrrstöðu í hundrað á undir þremur og hálfri sekúndu. Mazda bilar minnst Samkvæmt einni stærstu könnun sinnar tegundar sem gerð hefur verið í Banda- ríkjunum og Bretlandi bila Mazda-bílar minna en bílar frá 32 öðrum framleið- endum. Skoðaðir voru 450.000 bílar, þriggja til níu ára gamlir, og af þeim Mazda-bílum sem tóku þátt hafði ekki borið á neinum vélarbilunum í 92 tilvikum af hundraði. Bilanatiðni fyrir hverja hundrað bila: (samkvæmt könnun Warranty Oirect) 1. Mazda (8,04) 2. Honda (8,90) 3. Toyota (15,78) 4. Mitsubishi (17,04) 5. Kia (17,39) 6. Subaru (18,46) 7. Nissan (18,86) 8. Lexus (20,05) 9. Mini (21,90) 10. Citroen (25,98)

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.