blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 blaöiö INNLENT HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tveir; 1 á tvöföldum hámarkshraða Tveir ökumenn mega búast við ökuleyfissviptingu og háum sektum eftir að hafa verið gripnir á rúmlega tvöföldum hámarkshraða. Sá fyrri var tekinn í Arnarbakka en hann mældist á 73 þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30. Sá síðari á 150 á Fiskislóð. SAMFYLKINGIN Leggur til að kosti 100 krónur í strætó Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu í gær fram tillögu í borgarráði þar sem því er beint til stjórnar Strætó bs. að gerð verði sú tilraun í mars að staðgreiðslugjald í strætó verði 100 fyrir alla til að sporna við svifryksmengun. Tillögunni var vísað til umsagnar umhverfisráðs. ÁTAK SÝSLUMANNSINS i REYKJAVÍK Um tuttugu prósent komin Tuttugu og þrír af þeim hundrað og tuttugu sem voru á listanum yfir þá sem hafa hunsað boðanir sýslumanns vegna fjárnáms höfðu komið til embættisins seinnipartinn í gær. Ekki lá Ijóst fyrir hve margir þeirra höfðu komið í fylgd lögreglunnar, samkvæmt cfeildarstjóra fullnustudeildar. 1 Nýtt námskeið í fluguköstum hefst sunnudaginn 4. mars íT.B.R.húsinu Gnoðavogi 1 kl 20:00. Kennt verður 4., 1118. og 25. mars. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. Verð kr 8.500,- en kr 7.500.- til félagsmanna, gegn framvísun gilds félagsskírteinis. llpplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR,SVFR og SVH 4 Auglýsingasíminn er 510 3744 I II I II Vital skórnir komnir aftur Frábærir skór með nuddinnleggi Kringlunni, sími 553 2888 Opið til kl. 21 í kvöld SOFT DEATH OF A SOLITARY MASS eftir André Gingras IN THE NAME OF THE LAND eftir Roberto Oliván SÝNINGAR: 04.03 11.03 18.03 25.03 MIÐASALA: s. 568 8000 - www.id.is ------------ Missti fingur Verkalýðsfé- lagið GMB fjallaði um lélegan aðbúnaö og lág laun i frét- tabréfi sínu. Það segir konuna hafa misst fingurna vegna þess að vélarnar eru óvarðar. Verkalýðshreyfing kvartar undan verksmiðju Bakkavarar Group: Missti útlim vegna vinnuaðstöðunnar ■ Öryggi ógnað og hreinlæti ábótavant ■ Svört skýrsla birt ■ Vörum skilað Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Eitt stærsta verkalýðsfélag Englands í matvælaiðnaði, GMB, gerir alvar- legar athugasemdir við aðbúnað í verksmiðjum dótturfyrirtækis Bakkavarar Group, Katsouris Fresh Foods, og telur öryggi starfsmanna þess ógnað. Fyrirtækið framleiðir ýmsa ferskrétti, til dæmis salöt og meðlæti, fyrir flestar af stærstu mat- vörukeðjum landsins. Jafnframt eru gerðar athugasemdir við launa- greiðslur fyrirtækisins. Þrátt fyrir ítrekaðar tilskipanir um úrbætur hefur ekkert verið brugðist við af hálfu Katsouris og nú hefur GMB leitað til yfirstjórnar Bakkavarar Group. „Við höfum fengið ótal kvart- anir vegna heilsu- og öryggismála í verksmiðjunum. Starfsfólk hefur verið að slasast alvarlega og missa útlimi í illa vörðum vélum og hættu- legri vinnuaðstöðu,“ segir Rose Conroy, upplýsingafulltrúi GMB. Vörum skilað Heilbrigðis- og öryggismála- stofnun Englands, HSE, hefur rann- sakað aðbúnað í verksmiðjunum. Stofnunin hefur níu sinnum gefið út tilskipun þess efnis að úrbætur yrðu gerðar á starfseminni. Nýverið voru endursendir vörufarmar af hummus frá Katsouris þar sem í vör- unum fannst salmonella. „Þar sem öryggismál eru í ólagi fylgir óneit- anlega oft óhreinlæti. Við höfum einnig verið að benda á þá staðreynd um þónokkurt skeið og nú fengust sannanir fyrir því að við höfðum rétt fyrir okkur,“ segir Conroy. Röng gagnrýni Bakkavör Group hefur gefið út yf- irlýsingar á vef sínum þar sem fram kemur að fyrirtækið leggi áherslu á öryggi á vinnustað og gæði vöru. Lögð er áhersla á að saga Katsou- ris, þegar kemur að heilbrigðis- og öryggismálum, sé með þeim betri í matvælaiðnaðinum. Forstjóri fyr- Dótturfyrirtæki Bakkavarar Heilbrigðis- og öryggismálastofnun Englands, HSE, hefur níu sinnum gefið út tilskipun þess efnis að úrbætur yrðu gerðar á starfsemi fyrirtæksins. irtækisins, Ágúst Guðmundsson, vildi ekki veita Blaðinu viðtal vegna deilunnar. Fyrir áramót tjáði hann sig við Viðskiptablaðið vegna um- fjöllunar BBC um málið og sagði þá gagnrýnina vera til þess fallna að rægja fyrirtækið og valda usla. Þagga niður vandann Paul Kenny, framkvæmdastjóri GMB, undrast mjög viðbrögð Bakka- varar vegna málsins, sem hann kallar móðgandi. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. „Saga Katsou- ris varðandi hreinlæti og öryggi er slæm, svo ekki sé meira sagt. Eg he- fði haldið að Bakkavör hefði frekar verið ánægt með ábendingar okkar um alvarlega bresti þegar kemur að hreinlæti og öryggisreglum, áður en slíkt barst til fjölmiðla," segir Kenny í bréfi sem Blaðið hefur undir höndum. „Framvegis neyðumst við til að sniðganga fyrirtækið þegar farið verður yfir aðrar athugasemdir. Við lýsum yfir áhyggjum okkar yfir augljósum tilraunum fyrirtækisins til að þagga niður vandann." Svört skýrsla Conroy leggur áherslu á að yfir- stjórn Bakkavarar Group bregðist hratt við. Hún gagnrýnir jafnframt launastefnu fyrirtækisins. „Launin sem fyrirtækið greiðir eru ekki góð. Þeir greiða eingöngu lágmarkslaun og hér er dýrt að lifa. Meirihluti starfsmanna talar litla ensku og á við tungumálaörðugleika að stríða,“ segir Conroy. „Við höfum verið að kljást við þennan vanda í nokkur ár. Gerð var ítarleg skoðun á starfsem- inni og virkilega svört skýrsla um aðbúnaðinn birt í kjölfarið. Engin viðbrögð hafa fengist frá stjórnend- unum Katsouris og því ákváðum við að leita til eigendanna."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.