blaðið - 06.03.2007, Page 1

blaðið - 06.03.2007, Page 1
ORÐLAUS » síða 38 45. tölublaö 3. árgangur þriðjudagur 6. mars 2007 FRJALST, OHAÐ & 0¥f IKOLLA OG KULTURINN ,Ætli þetta séu ekki þau dýr sem ég finn í mannskepnunni," segir Haukur Dór sem opnar málverkasýningu sem heitir Saga úr dýragarði |síðai6 ■ FERÐIR Valdís Anna Jónsdóttir, ung Akureyr- armær, er nú stödd á Indlandi þar sem hún starfar sem sjálfboðaliði við að kenna á tölvur |síða32 Fjármálaráðherra vísar gagnrýni til föðurhúsanna: Menn með slæma samvisku ■ Kynningu ábótavant ■ Hækkun í þeirra hópi ■ Væntingar neytenda meiri Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Ég vísa þessari gagnrýni til föðurhúsanna. Það eru menn með slæma samvisku sem tala svona,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um gagn- rýni Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, á fram- kvæmd stjórnvalda á verðlækkunum 1. mars síðastliðinn. Segja samtökin að gjörsamlega hafi brugðist að kynna almenningi verðbrey tingarnar. Neytendastofa hafi látið nægja eina dagblaðsaug- lýsingu, tollstjóraembættið sent út upplýsingar um breytingar þremur mínútum fyrir lokun 28. febrúar og Hagstofan skilað áliti seint. Bent er á að eftir fyrstu kynningu yfirvalda í október síðastliðnum hafi umræðan sem fylgdi á eftir verið ónákvæm. Það haíi ekki verið fyrr en í janúar að Hagstofan var fengin til að reikna og skila áliti á afleiðingum þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hafði kynnt að tækju gildi 1. mars. Þá hafi komið í ljós að verslunin átti að skila 8,7 prósentum vegna lækkunar virðisaukaskatts og niðurfellingar vörugjalda. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir væntingar neyt- enda um verðlækkanir hafa almennt verið meiri. ,Ef blöðin hefðu ekki gripið inn í og kynnt þetta hefðu menn ekki haft hugmynd um annað en að allar matvörur ættu að lækka um 16 prósent. Það var ekki fyrr en Hagstofan fór að reikna þetta út að Árni og félagar fóru að saxa niður fullyrðingar sínar.“ Að sögn Árna er í 8,7 prósenta lækkuninni sem Hagstofan reiknaði út bara gert ráð fyrir áhrifum af virðisaukaskattslækkun og áhrifum af afnámi vörugjalda þegar endurgreiðslan hefur verið dregin frá. Hann tekur það fram að það séu bara tveir þættir af fimm í matvælaverðsvísitölunni og segir að Samtök verslunar og þjónustu hafi sýnt að þau séu fullfær um að reikna þetta út sjálf. „Það eru þeir sem eiga viðskipti við neytendur en ekki við. Ef einhverjir hafa verið að hækka um- fram það sem eðlilegt er þá eru þeir í þeirra hópi. Þeir eru ekki hjá tollstjóra, Neytendastofu eða í fjármálaráðuneytinu.“ Sjá einnig síðu 8 Engin óeining á fundi forystu stjórnarflokkanna Geir H. Haarde forsætisráðherra gerir lítið úr umræðu um stjórnarslit og meintu ósætti milli stjórnarflokkanna. „Það er ekkert dramatískt í uppsiglingu og ég tjái mig ekkert um það sem einstaka aðilar hafa verið að segja,“ sagði hann eftir fund hans og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við framsóknarmennina Guðna Ágústsson og Jón Sigurðsson. Stjórnarandstaðan styður breytingar á stjórnarskránni um þjóðareign á náttúruauðlindum. Sjá einnig síöu 4 » síða 34 Sól í hjarta Sigurður H. Hjaltason leikari opnar heimili sitt fyrir les- endum Blaðsins að þessu sinni. Heimili hans er á besta stað í Kópavogi en þar skín sólin oftar en annars staðar. mtk VEÐUR Hlýjast syöst Norðan 18-23 áVest- fjörðum. Rigning eða slydda norðan- en einkum austanlands, en úrkomulítið suðvestantil. Hiti 0 til 6 stig að deginum, hlýjast syðst. VIÐTAL Sérblaö um bíla fylgir meö Blaðinu ídag » síður 17-32 Nefbrotnaði á tónleikum Leikarinn og söngvarinn Jared Leto lenti illa í því er hann var önnum kafinn við tónleika- hald ásamt hljómsveit sinni, 30 Seconds to Mars, í Texas. Það var farið að hitna í kolunum og hinn hálffertugi Leto hljóp inn í áhorf- endaskarann og ekki vildi betur til en svo að kappinn nefbraut sig. Renault öruggari notaöir bílar Veldu 5 stjörnu öryggi lífsins vegna! RENAULT LAGUNA II Nýskn 07/2003, 2000cc 5 dyra, Sjálfskiptur, Ljósbrúnn, Ekinn 44.000 þ. Verð: 1.820.000 VK-063 RENAULT MEGANE II Nýskr: 08/2003,1600cc 5 dyra, Fimmgíra, Blár, Ekinn 27.000 þ. Verð: 1.350.000 U-780 RENAULT MEGANE II Nýskr: 05/2006,1600cc 3 dyra, Boinskiptur, Svartur, Ekinn 9.500 þ. Verð: 2.190.000 TT-025 RENAULT SCENIC II Nýskr 06/2006,1600cc 5 dyra, Flmmgíra, Hvítur, Ekinn 1.000 þ. Verð: 2.270.000 PD-174 þilolond.is OUarcð Afgreiðslutimi virka daga: 10-18 og lau.: 11-16 Reykjavík sími: 533 3500 - Akureyri sími: 462 3504 Egilsstaðir: sími: 471 2954

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.